Alþýðublaðið - 16.04.1926, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 16.04.1926, Blaðsíða 3
16. apríl 1926. AL6ÝÐ.UBLAÐID flokkinn er þorrin og því miður hefi ég fundið nokkra skoðana- bræður, sem hrista höfuðin og segja: Framsóknar-þingmennirnir bera blak af íhaldsstjórninni í öðru eins máli og þessu, — styðja tillögu, sem sjálfstæðis- hetjan Jakob Möller ber fram 'sem skjöld fyrir vini sína í íhaldinu, en sjálfs sín vegna hefði ekki átt aÖ segja neitt í þessu máli. Þannig eru raddirnar. Mönnum fiykir orðið nóg um heybrókar- hátt sumra þingmanna innan and- etöðuflokka stjórnarinnar. Hætt er við, að traustið á þeim og flokkn- um þverri með hverjum deginum, sem líður. Herra ritstjóri! Þér hafið lýst blað yðar frjálslynt. Treysti ég yður því til að birta ofan ritaðar linur. Qctmall, bctnnsinnadur Framsóknnrflokksmadur. Áfengisbölið í „foajmiamTmii". Það -leit út fyrir, að heillaspor væri stigið fyrtr land vort og þjóð vora, þegar innflutningur á- fengis var bannaður rtíeð lögum árið 1915, enda var þá víst marg- ur, sem við þvi ibjóst, að nú væri að lokum landræk ge'r hin illa vættur hennar, „Bakkus", sem svo mörgum góðum dreng hafði kom- ið á kné og svift marga íslenzka fjölskyldu gleði og hamingju lífs- ins, en látið þær líða skort og margs konar þjáningar og jafn- vel hungur og dauða. Þvi var ekki nema eðlilegt, að mörgum birti fyrir augum, og að margur yrði vonarbjartur og glaður yfir þessu gullna hamingjuspori islands. En brátt tóku að færast ský yfir þenna heiða og fagra vonahimin. Menn fóru að firina, að eitthvað óeðlilegt var á ferðinni. „Bakkus" ' myndi ekki 'enn vera landrækur, heldur hefði hann að eins minni völd, minna frjálsræði en áður, og hefðist nú að eins við á vissum stöðum — eins og aðrir höfðingj- ar, þeir, er útlagar voru gerðir i fornöld, en hinir meiri menn þjóðarinnar tóku stundum á náð- ir sínar, meðan útlegðarííminn stóð yfir. Af því að þessi hugsun varð mörgum að sannfæringu, fór smátt og smátt að brydda á las- Seika hjá vinum og félögum „Bakkusar". Þeir urðu oft að fara til læknis til að fá meinabót. En þött lítið sæi á þeim líkamlega, þegar þeir föru þangað, var oftast svo, að mikið sá á þeim, þegar þeir komu aftur, og voru ein- kennin venjulega þau, að þeir væru máttlitlir, höfuðveikir, vond- ir og stundum með óráði. Þetta fór mönnum að þykja óeðlileg lækning, — og fór það að verða í getum haft, að þeir fyndu „Bakk- us" á leiðinni. Árið 1922 heyrð- ist, að búið væri að hleypa „Bakk- usi" aftur í landið með nærri fuiiu frjálsræði; en nú kom hann á yfirborðinu sem nýr fyrir sjónir manna. Hann hét nú ekki lengur „Bakkus". Nú þekti enginn nafn- ið með vissu. Nú var hann orðinn „sigldur" og kominn sunnan frá Spáni, búinn að fá sér kjólklæðn- að utan um gamia búkinn, og sumir sögðu, að látinn hafi verið á hann prestakragi til þess að sýna, hve hann væri orðinn breytt- ur. og sóður. Þar að auki stóð hann nú undir vernd rétt- vísinnar íslenzku. Þetta virtist íag- urt í fyistu, en ekki leið á löngu, áður en einstaklingar, heimili og — öll þjóðin fór að finna, að sama var sinnið hjá „nýja Bakk- usi" og hinum gamla, þó að „skinnið" eða ytra borðið væri e. t. v. annað. Hann fór að hæna til sín fáráðlingana og taka af þeim aurana þeirra, taka af þeim vinnuna, vitið, sjálfstæðið og gleðina. Hann var ekki fyrr á- nægður en hann gat gert þá að andlausum, viljalausum og bjarg- arlausum vesalingum. Hann var Saltk]0t. Kartöflur, Saltfiskur, Góðar og odýrar vorur. ©iiitmar Jénsson, Sími 1580. Vðggnr. Einar skálaglam: Húsið við Norðtirá. En alt í einu, áður en Guðrún gæti komið fyrir sig nokkurri vörn, var majórinn búinn að þrífa hana í fang sér, og hann kysti hana um alt andlitið og beit hana loks í vangann. Guðrún - var sem steini lostin. Hún vissi' ekkert, hvað hún átti til bragðs að taka, og þó að hún hefði vitað það, er óvíst,~ að hún hefði getað kómið því við; svo var hún gagntekin af viðbjóði við snertingum þessa ruddalega, brennivínsangandi dóna. En hjálp- arhellan, sá venjulegi engill forsjónarinnar, JMaxwell, var hvergi nærri. Forsjónin hafði brugðist Guðrúnu. „Þorsteinn! Þorsteinn!" kallaði hún^í dauð- ans angist. En Þorsteinn var of langt í burtu. Svo rankaði hún við sér, að hún væri með mjólkurbrúsann í hendinni, og í dauðans ofboði keyrði hún hann af alefli í höfuðið Á majórnum. Honum varð svo hverft við, enda sortnaði honum sem snöggvast fyrir augum, að fangbrögð hans á Guðrúnu los- uðust, og hún gat rifið sig af honum. Svo tók hún á rás og hljóp alt, sem fætur toguðu, en majórinn hljóp á eftir bölfandi toguðu, en majórinn hljóp á eftir bölvandi og ragnandi á enska tungu. Guðrún var á íslenzkum skóm, en majór- inn á þungum fjallgöngustigvélum, og dró því fljótt sundur með þeim. Þegar majórinn sá, að hann dró ekki Guð- rúnu uppi, hætti hann brátt eltingunni, en lagði í stað þess leið sína upp að veginum, lagði í stað þess leið sína upp að veginum og beið þess blóðm'annýgur, að einhver færi hjá, sem hann gæti látið reiði sína dynja á. Þegar Guðrún fann að eftirförinni var lok- ið, settist hún niður á þúfu og grét. Hún grét af blygðunartilfynningu og af reiði, en þó mest af því, að hún vissi ekki, í hvaða hús hún átti að venda. Hún var fast- ráðin í því, að hún ætlaði aldrei að fara

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.