Alþýðublaðið - 16.04.1926, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 16.04.1926, Blaðsíða 4
ALÞÝÐUBLAÐID ekki að hugsa um 'heimilin, um konuna og börnin, sem biðu heima í lélegum, köldum og rökum húsa- kynnum, grátandi, kiæðlítil og bjargarlaus. — Hann hló að eins ao húsíöðurnum, sem hann var búinn að gera að þeim aum- ingja, að hann gat ekki bjargað sér undan hunda og manna fót- um. Hann hló að því, þegar kon- an, köld, hungruð og klæðlítil, varð að yfirgefa grátandi börn- in til þess að sækja manninn sinn-, heimilisaðstoðina, ósj'álfbjarga inn á einhverja drykkjuholuna, „svína- stíuna", óg hann hlær enn, þeg- ar maðurinn í ölæði sínu byrgir fyrir síðustu Ijósglætú heimilis- ins með því að bæta þjáningu á þjáningu ofan og sorg á sorg ofan. Og en.i gleðst „Bakkus" af því, þegar hann getur leitt efnilega, góða og göfuga æskumenn út á þessa sömu hörmungabraut. Hann gleðst yfir höfuð af því að geta bundið fyrir augu góðra drengja og síðan ieitt þá blindandi út í hyldýpishringiðu svívirð.'nga og lasta, og hann gleðst yfir þvi að sjá sorgir og tár, hungur og hörm- ung hinna iíðandi ástvina, mæðra, feðra, kvenna, barna og systkina hinna föllnu gæfulausu manna. En hversu voðalegt er að sjá þetta nærri daglega fyrir augum sér og vera sér þess vitandi að vera e. t. v. að miklu leyti valdur að því að leiða þessa ógæfu yfir land og þjóð! Það er hörmulegt að verða land- ráðamaður gleði og hamingju fjölda fátækra heimiia til þess að geta svalað stundarfýsnum sínum og tilhneigingum. Góðir vinir, bræður og systur! Elskið þjóð vora og fósturland! Styðjið góðan málstað þjóðarinn- ar! Verndið -heili hannar! Beinið þeim á réíta braut, er viltir vegar fara! Gerum áfengisbölið land- rækt úr íslenzka bannlandinu! Öll eitt! Sameinumst um þetta siðgæðismál vort! Þá hefjurri við lahd vort og þjóð vora í Ijóma og dýrð fagurrar, sólbjartrar menn- ingar. Kr. Guðmundsson. Jafnaðarmannaféíagsfundur er í Bárunni á sunnudag kl, 4. Félagar! Fjölmennið! i • Uni elaginn ©g ireginn. Næturlæknir er í nótt Kjartan Ölafsson, Lækj- árgötu 6 B, sími 614. Veðrið. Hiti mestur 5 stig, minstur 1 st. frost. Norðanátt um alt land, víðast fremur hæg'. Snjókoma nyrðra. Loft- vægislægð við Austurland. Útlit þenna sólarhring: Allhvöss norðan- átt á Suður- og Norður-landi og sums staðar hvöss á Suðurlandi. Orkoma nyrðra, en kringum 1 st. hiti. Linubáturinn „Golan" kom í morgun frá Vestm.eyjum. Segja skipverjar mikið misfiski í eyjunum og margir veiði lítið. Víðvarpið. Félag víðvarpsnotenda hélt fund i Bárunni niðri á miðvikudagskvöldið. Var fundurinn hinn fjörugasti og stóð til kl. nær 2 um nóttina. Var deilt um, hvort félagið ætti að ganga að þeim skilyrðum, sem Úi- varpsfélagið hafði boðið, og var um síðir samþykt tillaga vum, að félag- ið frestaði að taka ákvöröun, sem var sama sem að hafna boðinu, því að formaður Útvarpsfélagsins, sem var á fundinum, Lárus Jóhannesson, lýsti.yfir þvi, að ef ekki yrði gengið að tilboði Útvarpsfélagsins, myndi það félag láta sig engu varða í framtíðinni, hvað notendafélagið gerði. Frá tilboðinu verður nánara skýrt síðar; það var svo flókið, að einn lögfræðingur, sem las það á fundinum, sagði, að pmögulegt væri að átta sig á því í fljótu bragði, og mun enginn hafa skilið það fyllilega nema Lárus sjálfur. En hitt skildu fuiidarmenn, að tilboðið var alls ekki til bóta fyrir "víðvarps- notendur. Fjörutíu gengu í félagið. Ro. Kolaskip kom hingað í morgun. Tc^ararnir. Ölafur kom af veiðum í gær með 93 tunnur, en Ari í morgun. Nánara um slysið á færeyska skipinu. Það vildi til hér í Faxaflóa, 12 sjómílur undan landi. Maðurinn, sem varð fyrir þessu voðaslysi, var há- seti, en ekki vélamaður. Hann kom of nærri vélinni, og lenti í kast- hjólinu o'g snerist það með hann. Var likið mjög illa útleikið. Bæjarstjornarfundnr i gær stóð yfir til-kl. að ganga 2 í nótt. Launahækkunarmáli borgar- stjóra var vísað til bæjarlaganefnd- ar.* Miklar umræður urðu um kaup- lækkun verkamanna hjá bænum, og verður nánara frá því sagt á morg- un. Prima þorskur úr staSIa á 15 aura pr. krf. fiæst frá Hafliða Baídvinsspi, Sergþórugötu 43. Síml 1456. Sfmi 1456. Ágætar Kartöfliir og Hvitkál Nýkomið í Verzl. 01. ámunðasonar, Sirai 149. Grettisgetu 38. Einir prir þingmenn greiddu atkvæði með styrknum til barnaheimila og gam- almennahæla. Leiðrétting Út af smágrein, sem birtist í Al- þýðublaðinu 8. þ. m., 81: tölublaði,, með upphafsorðinu „Bifreiðaárekst- ur", undirskrifuð x, lýsi ég yfir því„ að ég tel farið rangt með, að ég hafi átt meiri sök á árekstfi fólks- flutningabifreiðar þeirrar, er þar um ræðir ,en sá, er henni stjórnaði.. Par sem sagt er, að ég hafi skemt vatnskassa á annari bifreið, þá er það alveg rangt, því að bifreiðin, er vatnskassinn skemdist á, ók aftan á bifreið þá ,.er ég stýrði, og af því brotnaði vatnskassinn. Tel ég mig geta leitt vitni að þessu, ef þyrfti. Sigaaldi Sigwðsson bifreiðarstjóri. Landhelgisbrot. „Fylla tók þýzkan togara að land- helgisveiðum í fyrra dag og flutti hann hingað. Fékk hann 12 500 ísl. kr. sekt, og afli og veiðarfæri gerð upptæk. Dómurinn féll í gær og síð- an var- fiskinum skipað upp. ¦ Skipsstrand. Fisktökuskip, „Express", rak á, land á Pingeyri i Dýrafirði í rok- inu á aðfaranótt miðvikudagsins. „Esja" fór i gærkveldi kl. 9 í hringferð1 austur og norður um land. Magnús Torfason hefir skýrt blaðinu frá, að meining hans i ræðu þeirri um gengismálið, sem getið var um hér í blaðinu s.T. mánudag, hafi veríð sú, að hann sé með stýfingu krónunnar. Siálf- sagt er að taka þessa skýringu trú- anlega, því' að auðvitað veit hann bezt sjálfur, hvað hann hefir ætlað að segja, þó að erfitt væri að fá þessa meiningu út úr þeirri ræðu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.