Alþýðublaðið - 17.04.1926, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 17.04.1926, Blaðsíða 1
Ctefið út af /Upýðuftokkuum 1926. Laugardaginn 17. april. 89. tölublað. verkamanna hjá bænurn og borgarstjóra. í sambandi við, umræður um tillögu meiri hluta fjárhagsnefnd- ar um hækkun á launum borg- arstjóra vék Héðinn Valdimars- son, sem gert hafði fyrirvara í fjárhagsnefnd um þetta launamái, að kauplækkunarfyrirskipun boig- arstjóra á hendur verkamönnum, er vinna hjá bænum. Vítti hann pað tiltæki og benti á pá aðferð, sem bæjarfélög allra siðaðra landa hafa, að semja við atvinnufélag verkamannanna um kaupio. Bar H. V. fram svo hljóðandi tillögu: „Bæjarstjórnin ályktar að fela borgarstjóra í samráði við fjár- hagsnefnd að semja við verka- mannafélagið „Dagsbrún" um kauptaxta verkamanna, sem-vinna hjá bænum." Ct af tillögunni urðu allmiklar umræöur miijí Alþýðuflokksfull- trúanna annars vegar og borg- arstjóra og útgerðarmannanna J. Ól. og P. Halld. hins vegar. Brann í peim gömul gremja frá kaupdeil- unni við verkakonur. Alpyðu- fiokksfuSltrúarnir sýndu fram á pað auk margs annars, bversu ó- viðurkvæmiiegt pað væri, að borgarstjóri, sem á að vaka yfir sameiginlegum hag bæjarbúa, léði sig minnihlutastétt atvinnurekenda til þess að kúga verkamenn til að vinna fyrir lægra kaupi en peir teldu sig megna. Myndu atvinnu- rekendur nota petta tiltæki óspart með því að vitna til þess við pá, er peir vildu lækka kaup hjá, að bærinn væri búinn að lækka kaup- ið. Varð lítið um varnir hjá meiri hlutanum. Borgarstjóia var, ber- sýniiega illa við pessar umræður og reyndi að fá forseta til að hindra pær. Færði hann það til,' að málið væri ekki á dagskrá, en forseti (Guðm. Ásbj.) benti á, að ávalt hefðu verið leyfðar umræður um tillögur í sambandi við dag- skrármál. Borgarstjóri viðurkendi, að bæj- arstjórn hefði rétt til að fela fjár- hagsnefnd að ráðstafa kaupmál- inu. Samt var tillagan feld með 7 ; 6 atkvæðum, og voru alþýðu- fulltrúannr einir með hehni, en allir hinir á móti. Fjarverandí eru Jonatan, Hallgrímur og Björn Ól. Svona er sanngirni meiri hlut- ans í bæjarstjórn gagnvart hags- munamáium verkalýðsins. Evleiad sfmske^fi« Khöfn, FB., 17. apríl. Loftfar Amundsens i Leningrad. Frá Leningrad er símað, að loft- skipið hafi komið pangað í fyrra Kvöid. Næsti áfang'inn er erfið- agíur. Ófarir kinverska pjððhersins. Frá Berlín er símað, að sím- fregnir hafi borist-pangað um, að kínverski pjóðherinn hafi beðið fullkominri ósigur og stjórnini(?) sé fariii frá Peking. Fregnin um leynisamningaRússa og Þjóðverja borin til baka. Frá Moskva er símað, að enska fregnin um leynisamning á mill- um Þýzkalands og Rússlands and- stæðan Locarno-samþyktinni, sé byggð á dylgjum einum. Hins vegar sé von um, að stjórnir Rússlands og Pýzkalands ^geri með sér hlutleysissamning. Flugslys. Kask liðsforingi beið bana og Koefoed Jensen kapteinn særðist, svo að honum er eigi líf hugað, í lendingarslysi, er flugæfingar fóru fram í hernum (danska). Fránkinn fellur enn. Frá Lundúnum er símað, að frankinn falli á kauphöllinni par. Pegar fjármálin voru til umræðu í pinginu, urðu miklar æsingar og höfou sumir jafnabarmannaping- menn sig mjög í frammi. Khöfn, FB., 16. apríl, Sykurfranileiðslan minkar. Frá Havana ei' símað, að sam- þykt hafi verið að minka sykur- framleiðsluna þar. Stórtap 1925. Frá Stokkhólmi er símað, að ekkert útlit sé fyrir neina sykur- rófnarækt í ár, neraa síjórnin greiði fyiir framleiðendum.. Hún hefir tvívegis neitað. í Danmörku •hafa samningar. . náðst (um að ríkib greiði fyrir framíeiðendum). Afvopriunarfundurinn og Rússar. Einhverjir hafa ef til vill orðið hjssa á skeyti því, sem birtist í blöðunum um, að Rússar neituðu að taka þátt í afvopnunarráö- stefnu stórveldanna. En pað hafa líka a'ð eins verið peir,. sem má!a- vöxtum voru-ekki kunnugir. Menn muna eftir pvi, að fyrir skömmu neituðu Rússar að sitja á ráð- stefnu í Sviss, og ástæðan fyrir pví var morðið á Vorofsky sendi- herra ¦ peirra í Italíu, sem 1923 var myrtur í veitijigahúsi í Sviss, Morðingjarnir voru í fyrra sýkn- aðir af morðinu, og eins og eðli- legt var neita því Rússar að sitja fund í landi, þar sem dómstólamir höfðu þannig lýst yfir, að morð á sendiherra væri ekki saknæmt. Stórveldin tóku . ekki tillit til þessarar neitunar og ákváðu að halda fundinn í landi morðingj- anna. Petta var líka alveg eftir kokkabók auðvaldsins, og nú hafa Rússar neitað að sitja ráðstefn- una, og eiga þeir heiður skiliö fýrir aö mótmæla þannig 'sýknun moröingja. . V. Alþýðublaðið er sex síður í dag. Sagan er í miðblaðinu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.