Alþýðublaðið - 17.04.1926, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 17.04.1926, Blaðsíða 3
17. apríi 1926. ALÞÝÐUBLAÐID 3 Hér með tilkynnist vinum og ættingjum, að jarð- arfiör mannsins míns, Kristins Asgrimssonar, fier firam fira firikirkjunni firiðjudaginn 21. p. m. kl. 1 e. h. að heimili hans Laugavegi 111. Ólafiía S. Jónsdottir. Sé slíkt hlerabrot ítrekað, megi sektin vera 400—1600 gullkrónur, í stað 2 pús. til 10 þús. gullkróna auk afla og veiðarfæra, samkv. nú gildandi lögum. — Jónas flyt- ur þingsál.till. um, að e. d. skori á stjórnina að láta endurbyggja prestssetrið á Bergþórshvoli í sveitabæjastíl, ef það álízt ekki dýrara en venjuleg prestsseturs- bygging. Frá bæjarstjörnarfundi 15 april. Byggingarnefnd hafði synjað um leyfi til Gunnlaugs Einarsson- ar að byggja hús, er Sigurður Guðmundsson húsameistari hafði gert uppdrætti að. Við athugun uppdráttanna gátu ýmsir bæjar- fulltrúanna ekki oröið nefndinni sammála, og kváðust enn ekki geta séð, að húsið væri nein .'hyggingarlistarfjóla''. Var leyfis- beiðninni vísað. aftur til nefndar- ínnar. Urn skipulag verka bæjarins var allmikið rætt: Var m. a. fundið að því, að það skipaðist of mjög unt kaþólsku kirkjuna íyrirhug- uðu, sem ráðið er að standi beint fram undan sjúkrahúsi St. Jósefs systra. Var samþykt skipulagsins frestað. Samþykt var að neyta forkaups- réttar að Norðurmýrarbletti nr. 3, sém er að stærð urn 4,14 dag- sláttur og fullræktaðar, fyrir 7500 kr. og enn fremur að leigja hesta- mannafélaginu „Fáki“ skeiðvöllinn. við Elliðaár til 15 ára. Fátækranefnd hafði klofnað um tillögu frá Hallbirni urn að kjósa þrjá nýja fátækrafulltrúa í stað nokkurra, er lagt hafa niður störf eða fallið frá þeim. Koma störf fátækrafulltrúa nú mjög á fáa menn. Borgarstjóri var mótfallinn og lagði til, að íhugað væri við næstu fjárhagsáætlun að skipa launaða fátækrafulltrúa. Meiri hluti f járhagsnefndar lagði til, að borgarstjóra séu greiddar í árslaun í ár 10 þús. kr. með dýrtíöaruppbót af allri launafúlg- unni eða 16700 kr. alls, en jafn- framt leitað samninga urn launa- kjör hafnarstjóra og rafmagns- stjöra (til lækkunar). Var þessari tillögu vísað til bæjarlaganefndar. Laun niðurjöfnunarnefndar í ár voru ákveðin, formanns 1500 kr. og annara nefndarmanna 1000 kr. alt með dýrtíðaruppbót. Samþykt voru kaup á Félags- túni og að leigja brezka steinohu- félaginu lóð í Örfirisey til 70 ára fyrir leigu, senr metin sé á 5 ára fresti. Prestskosningin á Seyðisfirði fór þannig, að séra Sveinn Víkingur Grímsson var lög- lega kosinn. SaltkjHt. Kartöflur, SaltSiskur, Góðar og ödýrar vonir. @uni&ar Jónsson, Sími 1580. Vöggnr. Einar skálaglam: Húsið við Norðurá. til veiðihússins oftar, 'en það vissi hún líka, að ekki var neinnar hjálpar von, þar sem faðir hennar var. Jón gamli myndi vafalaust telja þetta keipa úr henni og reka hana af stað aftur með harðri hendi. Flingað til hafði hún forðast að segja Þör- steini nokkuð frá áleitni majórsins við sig. Þó að hún væri heimalningur, hafði hún hug- boð um það, að þeir, sem hæglátastir eru, reynast oft eldfimastir allra manna, ef að eins nær að kvikna í þeim, og svona fanst henni einmitt að Þorsteinn myndi vera, og það var það, sem hafði aftrað henni frá umkvört- unum hingað til. Guorún var rauðeygð og með grátekka, þegar hún kom heim, og þegar þangað kom, hljóp hún beint í flasið á föður sínum. Hann stóð á hlaðinu, eins og hann átti vanda tii. Þegar hann kom augá á Guðrúnu, skildi hann þegar í stað, hvað gerst myndi hafa, og þót'. undarlegt sé frá að segja, gladdist hann við. 1 barnaskap sínum trúði hann þvi, að loitköstulum sínum myndi úr þessu engin .hætta bújn aí majórnum. Hann sá, aö mót- spyrnan royndi eingöngu stafa frá Guðrúnu, og við hana var hann ekki hræddur — enn þá. Jón gamli vildi lofa Guðrúnu að jafna sig, áður en hann tæki henni tak, og hann smokkaði sér því liðlega inn í skemmu, áður en ’ Guðrún var alveg til hans komin. Guðrún gekk inn í bæ og upp á bað- stofuloft. Þar sat Þorsteinn fyrir á rúmi sínu, og hún gekk til hans. „Gott kvöld, Þorsteinn minn!" sagði hún. „Viltu ekki ganga með mér út fyrir. Ég þarf að tala \úð þig.“ Þorsteinn leit á hana sem snöggvast og hnykkti við. Hann hafði aldrei séð hana, sem var glaðlyndust allra, gráta fyrr. „Ég kem,“ sagði hann, stóð upp og gekk með henni oían. Þau gengu hægt og þegjandi ofan að tún- garðinum og settust hvert á sína þúfu. „Hvað er að, Guðrún mín?“ sagði Þor- steinn og tók um hendur hennar. En þá kastaði hún sér grátandi í fandið á honum. „Ég fer aldrei oftar í veiðihúsið, — aldrei oftar,“ . kjökraði hún. „Hvað hefir komið fyrir, elskan mín?“

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.