Alþýðublaðið - 17.04.1926, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 17.04.1926, Blaðsíða 4
4 ALÞÝÐUBLAÐID Hneyksli á alþingi. Hákora Kristöfersson, þingmaður Earðstrendinga, ber tilhæfulausa slúðursögu um fjarstaddan mann fram i þingræðu. Vib 3. umr. fjárlaganna í nebri deild s. J. þriðjudag flutti einn þingmaðurinn, Hákon í Haga, til- hæfulausa slúður&ögu um fjar- staddan mann, Guðmund Einars- son listamann, um að hann væri sagður hafa flutt til landsins á- höld tií áfengisbruggunar. Kvað Hákon sér hafa verið sögð saga þessi ' um morguninn og hljóp þegar með hana inn í deildina. Þegar Guðmundur frétti þetta, leitaði hann sér upplýsinga um, hvérnig. Hákoni hefði komið sag- an, og lýsti þá maður sá, er sagði Hákoni, skrifiega yfir því, að hann ' hefði skrökvað þessu að þing- manninum, og Væru ummælin tii- hæfuiaus 'ósannindi, að því, er hann bezt vissi. Fór þá Guðmund- ur fram á það við Hákon, að hann iæsi yfirlýsingu þessa upp í deiJdinni og kannaðist þannig við það á sama vettvangi og hann hafði flutt ilimælið, að það væri tilhæfulaust. Ekki vildi Hákon bæta fyrir þessa fiflsku sína á þanrr hátt, þó ab hann geti ekki mótmælt því að hafa- hlaupið með íilhæfuiausa óþverrasögu um sak- iausan mann inn í þinghelgina. Rétt er að geta þess, að Ásgeir Ásgeirsson mótmælti í deildinni ,slúðursögu þessari. — Má merki- legt kalia, að þingmaður iáíi skrökva sig fullan og beri svo staöiausar slúðursöguf inn á al- þingi, Eða hvað segja Barðstrend- ingar um siíka framkomu þingfull- trúa sins? Ðieselskipin. Það voru Danir, sem fyrjstir urðu ti! þess að byggja. síór fiu:n- ingaskip með Dieselmótor. Skip- um þessum er alt af að fjöiga, þar eð þau eru ódýrari í rekstri en gufuskip. Til samanburðar á þessum tveim skipategundum má geta þess, að í haust fóru gufu- skipið „Oakwood" og móíorskipið „Isie de Java“ náiega samtímis frá Kyrrahafsströnd Bandaríkj- anna til Singapore með viðkomu- stað í Honolulu. Mótorskipið var með 3990 smálestir, en gufu- skipið með 3600 smál. af flutn- ingi. Á gufuskipinu voru 39 skip- verjar, en á mótorskipinu ekki nema 25 menn. Mánaðarkaup skipverja nam samtais 790 sterl,- pundum á gufuskipinu, en ekki nema 513 á hinu, en höfðu þó jafnt kaup. Eldsneyti frá Hono- lulu kostaði 2800 sterlingsjjund fyrir gufuskipið, en ekki nerna 520 st.pd. fyrir mótorskipið, sem varð 3 vikum á undan hinu til Singa- pore. Sænska Amefikulínan er ný- iega búin að láta gera sér stórt skip, „Gripsholm“, með 17 þús. hestafla Dieselmótorum. Skipið var smíðað í Englandi, en mótor- arnir eru frá Burmeister & Wain í Khöfn. „Gripsholm“ er fyrsta vélskipið, sem verður í föstum á- ætiunarferðum yfir Atlantshaf.. Sjómannafélcigi nr. .9. Um dagiíií.i£ ©g vecpBiss. Næturlæknir er í riótt Jón Hj. Sigurösson, Laugavegi 40, síini 179, og' aðra nótt Daníel Fjeldsted, Laugavegi 38, sími 1561. Veðrið. Frostlaust svo víða, sem til spyrst. Norðanátt, hvöss á norðvestan í Véstm.eyjum. Snjókoma á ísafirði. Veðurspá: í dag norðlæg og norð- austlæg áít, allhvöss á Suðurlandi, úrkoma á Norður- og Auátur-landi. 1 nótt norðaustlæg og norðlæg, senni- lega allhvöss eða hvöss, úrkoma á Nörður- og Austur-landi. í siðasta sinn veröur leikurinn „Á útleið“ sýndur annáð kvöld. Hefir hann þar með /erið sýndur 20 sinnum. Messur á mörgun: 1 dómkirkjunni kl. 11 séra Bjarni Jónsson (ferming), kl. 5 séra Friðrijk Hallgrimsspn. 1 frí- kirkjunni kl. 12 séra Árni Sigurðs- so'n (ferming), kl. 5 séra Ragnar E. Kvaran. í Landakotskirkju kl. 9 f. m. hámessa, kl. 6 e. m. guðsþjón- usta með predikun. í aðventkirkj- unni kl. 8 e. m. séra O. J. Olsen. Tegararnir. Hávarður ísfirðingur kom af veið- um í gær með 65 tunnur Iifrar. Ölafur Þórðarson frá Hafnarfirði var með hann þessa ferð. Vilhjálm- ur Árnason skipstjóri var í landi sér til heilsubótar, en tekur nú aftur við skipsstjórninni. — Ari fékk 75 tunnur. Blaðið fer stækkandi. Nú hefir það verið sex siður tvo daga í röð. Munið fulltrúaráðsfundinn í kvöld kl. 8’'2 i Ungmennafélagshúsinu, „Eldvigslan“ verður leikin í k\'öld. Jafnaðarmannafélagsfundur er í Bárunni á morgun kl. 4. Fé- lagar! Fjölmennið! „Barnasköli“ heitir erindi, sem Steingrímur Ara- son kennari flytur á morgun kl. 2 í Nýja Bíó. Insilend tíðlisdi. ísafirði, FB., 16. apríl. Bærinn vinnur bryggjumálið gegn Sameinuðu verzlununum. Páli Jónsson lögiræðingur dæmdur í sekt fyrir ósæinilegan rithátt. Dórnur er fallinn í undirrétti í bryggjumáli bæjarins gegn Sam- einuðu íslenzku verzlununum, er voru dæmdar til að nema burtu viðbótarbryggju. frá 1920 innan 45 daga frá birtingu dómsins, ella hafnarnefnd heimiit að gera það á kostnað stefnda. Verzlanirnar dæmdar í 400 kr. málskostnað. Málafærslumaöur þeirra, Páll Jónsson, dæmdur í 30 kr. sekt fyrir ósæinilegan rithátt. Setu- dómari Brynjólfur Árnason. F. Kraftar i kögglum. Öllum kemur saman um það, að Oddur gamli hafi staðið sig vel á hafn- arbakkanum um daginn. Barðist hann þar af mikilli hreysti. Sagt er, að Tryggvi Magnússon, iþrötta-maður og -leikari, hafi sýnt karlmensku sina í þvi að ráðast á gamla manninn, en seigar eru ganilar sinar, og varð sá yngri að láta undan síga fyrir ofur- efli gamla mannsins. Sex „Morgun- blaðs“-liðar réðust að Oddi i einu og „höluðu" aliir í stafinn, en fengu hann hvergi bifað. Þetta er nú maðurinn, sem „Morgunblaðið" kallar aumingja og öðrum niðurlægingar-nöfnum. Þessi frækilega frammistaða Odds, sem er bæði gamall og ný-staðinn upp eftir uppskurði og langar legur, sýnir kraft hinnar íslenzku alþýðu, þegar hún á að etja við pappírsbúka og augnaþjóna auðvaldsins, og væri óskandi, að alpýðumenn láti gamla manninn framvegis njóta pessarar hraustlegu frammistöðu. Gamall sjómaöur..

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.