Alþýðublaðið - 19.04.1926, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 19.04.1926, Blaðsíða 2
2 ALÞÝÐUBLAÐID jALÞÝÐUBLAÐIÐ [ < kemur út á hverjum virkum degi. j 3 Afgreiðsla i Alþýðuhúsinu við £ < Hverfisgötu 8 opin frá kl. 9 árd. ► 3 til kl. 7 siðd. £ J Skrifstófa á sama stað opin kl. J 3 9Va—10Va árd. og kl. 8—9 síðd. £ ; Simar: 988 (afgreiðsian) og 1294 ► j (skrifstofan). £ 3 Verðlag: Áskriftarverð kr. 1,00 á \ 3 mánuði. Auglýsingaverð kr. 0,15 £ 3 hver mm. pindálka. J 3 Prentsmiðja: Alþýðuprentsmiðjan £ 3 (í sama húsi, sömu símar). ► < > Afnám húsaleigíiiaganna. Svo setn segir í alþingisfrétt- (Unum í blaðinu í dag, er frv. um afnám húsaleigulaganna á flug- ferð í gegnum efri cleild. Kemur jrað til 3. umræðu í rlag samkv. clagskránni, svo að búast má við, að þegar blaðið er borið út til kaupenda, verði frv. orðið að lög- um. 1 fyrra dag var það samþykt til 3. umr. með 11 samhljóða at- kvæðum. Svo sammála er sú deild um að svifta leigjendur og þá fyrst og fremst fátækar barnafjöi- s^kyldur þeirri vernd, sem lögin hafa veitt þeim, að ekki einn ein- asti þingmaður hennar er á móti afnáminu. Það er auðséð, að al- þýðan, fátækir verkamenn, konur þeirra og börn, á engan fulltrúa í deildinni. Þeim var sumum þar lausara um málið, þegar þeir skemtu sér lengst við að Jrrefa um, hvort konur þurfi að vera í hrossakynbótanefndum. E. t. v. hef- ir þeim þótt það merkara mál en húsnæðismál fátæklinganna, sem Jieir hjálpa til — næstum þegjandi — að verði reknir í hópum út á götuna. Alplngl. Neðri deild. Frv. um heimild fyrir veðdeild Landsbankans tií að gefa út nýja flokka bankavaxtabréfa var í fyrra dag endursent e. d. og kaupfrv. safnaðarfulltrúa vísað til 2. umr. og allshn. Fyrri uínr. fór fram um þingsál.till. um skipun þriggja manna milliþinganefndar til að gera tillögur um ýms atriði í land- bi.naðarlöggjöf landsins. Virkjun- arfrv. Arnarfjarðaránna var til 2. umr. Var Ásgeir frsm. Samkvæmt tilmælum hans var frh. umræð- unnar geymt, en frv. rætt eins og við 1. umr. væri, úil að bæta upp hina þegjandi 1. umræðu. Boðaði hann, að fjárhn. myndi flytja br.- till. við síðari hluía umræðunnar. Sveinn í Firði og Tr. Þ. gerðu ýmsar athugasemdir við frv., en Ásgeir, Magn. Guðm. og Klemenz héldu uppi vörnum fyrir það. Sveinn kvaðst heldur hafa kosið, að sérleyfisumsóknin sjálf hefði komið til atkvæðagreiðslu í þing- inu, en að veita atvinnumálaráð- hérra heímild til milligöngu. Vitn- aði hann í gerðir hans í útvarps- málinu, þar sem honurn hefði ver- ið veitt heimild til sérleyfisveit- ingar. Hins vegar kvaðst Ásge'ir treysta stjörninni til milligöngunn- ar og taka mikið tillit <il álits Magn. Guðm. á þessu máli, sem heyrði undir hann sem atvinnu- málaráðherra. Sveinn vildi krefj- ast tryggingar af fossavirkjunar- félaginu fyrir því, að það notaði Ieyfið, ef það fengi það, en sér- leyfisveitingin yrði ekki gabb eitt. Magn. Guðm. kvað kostnað þann, sem félagið hefði þegar lagt í rannsóknirnar, vera tryggingu fyrir því, að því væri alvara að virkia árnar. KL.J. kvað ræður Sveins og Tr. Þ. hafa orðið sér vonbrigði, og var hann . á því, að sérleyfi til fossavirkjana aetti að veita til all- langs tima, svo að erlendir auð- menn sækist fremur eftir að fá þau; en Tryggvi kvaðst ekki van- ur að deila við Klemenz, en um ýmislegt í þessum málum skildi mjög á um skoðanir þeirra. Efri deild. Þar voru 5 mál á dagskrá á laugardaginn. Frv. um ríkisborg- ararétt, hversu menn fá hann Dg missa, var samþ. umræðulaust og sent til n. d. Frv. um afnám húsa- leigulaganna fyrir Reykjavík var umræðulítið samþ. til 3. umr. með 11 shlj. atkv. — Fjárlögin, eins og þau komu frá n. d., voru t\I 1. umr. Urðu um þau alllangar umræður og hnippingar milli fjár- málaráðh. og Jónasar. Fjármála- 'ráðh. tók fyrstur til máls. Kvað hann breytingatill. n. d. við frv. stjórnarinnar allar hafa gengið í hækkunaráttina og kvaöst vænta, að e. d. færi gætilega í það að hækka útgjaldaliðina frá því, sem nú væri, því að tekjurnar væru áætlaðar þannig i frv., að það leyfði eigi neina verulega liækkun. Jónas kvað stjórnina alt af hafa haft tilhneigingu til þess að áætla tekjurnar of lágt, og væri það í raun og veru tilraun frá hendi stjórnarinnar til þess að clraga úr þvi, að einstakir þingmenn bæru fram breytingátill. við stj.frv., og þar með væri reynt að leggja hömlur á fjárveitingavald þings- ins. Samkv. stjórnarskránni væri fjárveitingavaldið hjá alþingi, en elgi hjá stjórninni, og þingið bæri hina endanlegu ábyrgð á, hvernig það beitti því valdi sínu. Kvað hann fjármálaráðherra eigi alt af jafngætinn í fjármálunum fyrir landsins hönd, og mintist hann í því sambandi á veðréttinn, sem ráðherrann hefði • barist fyrir að landið gæfi „Kára“-félaginu og ís- landsbanka, skattaivilnanir þær, sem hann hefði viljað veita stór- útgerðarmönnum o. fl. o. fl. Frv. var að lokum samþ. til 2. umr. og því vísað til fjárv.nefndar. — Um till. til. þál. um málshöfðun gegn Sigurði Þórðarsyni út af meiðandi ummælum um alþingi, nú verandi dómsmálaráðherra og héraðsdómarann í Reykjavík og till. til þáJ. um byggingarstíl prestssetursins á Bergþórshvoli var um hvora um sig ákveðin ein umr. Jónas flytur báðar þessar tillögur. Bifreiðakaup. Samg.málan. e. d. leggur til, að þingsál.till. Jónasar um kaup á snjóbíl, er hún nefnir belta-bifreið, verði samþykt með þeim breyt- ingum, að þingið heimili stjórn- inni að kaupa snjódreka ásamt öflugri bifreið fyrir alt að 25 þús> kr., og einnig belta-bifreið fyrir alt að 10 þús. kr., ef likur séu til, að hún komi að verulegu gagni. Verðið mun vera miðað við áhöld þessi hingað komin. Snjódreka nefnir vegamálastjórinn sterka snjóplóga, knúða af aflmiklum bifreiðum, þar sem vélinni er beitt bæði á framhjól og afturhjól, og nú er tekið að nota í Noregi og Sviþjóð tí) að ryðja <snjó af veg- um, jafnvel þótt fannir séu djúpar og harðar, — eftir því, er segir í skýrslu vegamálastjórans, sem

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.