Alþýðublaðið - 20.04.1926, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 20.04.1926, Blaðsíða 2
2 ALÞÝÐUBLAÐID j &LÞÝÐUBLAÐIÐ f 1 keinur vit á hverjum virkum degi. f 3 Afgréiðsla í AlJjýðuhúsinu við { J Hverfísgötu 8 opin frá k). 9 árd. | < til kl. 7 siðd. { ISkrifstofa á sama stað oþin kl. | 9’ /2 —10' o árd. og kl. 8 — 9 siðd. { Siinar: 988 (afgreiðs)an) og 1294 ► (skrifstofan). > Verðlag: Áskriftarverð kr. 1,00 á ► | mánuði. Auglýsingaverð kr. 0,15 } J hver mm. eindálka. f 1 Prentsmiðja: Alpýðuprentsmiðjan } | (í sama ln'isi, sömu sínrar). f „Þít ríkir eins og ljón“. Það er þegar greinilega komið í Ijós, ao Knútur Zimsen ætjar ekki að eins að láta sannast á sér þau ummæli gamla páfans um Bonifatius (frb. Bónifasíus) páfa VIII.: „Þú kemst inn eins og ref- ur." Hann reynir líka eftir mætti aö ríkja eins og ljón. Jafnframt pví, sem flokksmenn hans krefjast stórkostlegrar launahækkunar til handa honum, reytir hann 10 aura um hverja klukkustund af kaupi fátækra verkamanna, sem vinna hjá bænum. Það lítur ekki út fyrir annað, en að hann láti sig litlu skifta, jró aö þeir, börnin jveirra og annað. skyldulið, líði skort, ef hann hefir sjálfur nóg að bíta og brenna. Ætlar hann e. t. v. ein- hvern tíma að flytja predikun um jiessa sanngirni sína? Eöa er hann búinn að gleyma orðum Krists um minstu bræðurna og íarinn aö ryöga í ummælum postulans um þá, sem hafa á sér yfirskin guð- hræðslunnar, en afneyta hennar krafti 1 Alþingi. Neðri deild. Happdrætti o. fl. Þar var í gær frv. utn stofnun haþpdrættis (einkaleyfis í alt að 15 árum), er í fyrstu var bundið við nöfn Friðriks og Sturlu Jóns- sona, afgreitt til e. d. með þeirri breytingu (frá Birni Lindal), að stjórninni heimilist að veita fé- lagi í Reykjavík slíkt einkaleyfi, án þesp að það sé í lögunum bundiö við nöfn. Var nafnakall um hvort um sig, breytinguna og frv. sjálft, og voru tneð i hvort sinn 14 atkv., en 11 á móti. Jón Baldv. var með því, að fella burtu nöfnin. Með frv. greiddu atkvæði: Ben. Sv., H. Stef., Jörundur, Kle- menz, P. Þ. og 9 íhaldsmenn (þeir, sem ekki eru síðar taldir), en á móti’: Árni, Jakob, Jón Baldv., Jón Þorí., M. T. og „Franr- sóknar“-flokl(smenn þeir, er ekki voru áður taldir. M. Guðm. og Ól. Th. voru ekki við staddir. í frv. eru bönnuð önnur peningahapp- drætti á meðan einkaleyfið sé í gildi og sala erlendra happdrætta hér- á landi. Þau ákvæði reyndi Jón Kj. að fella burtu, en tókst ekki. Frv. um fjáraukalög fyrir 1924 og um samþykt á landsreikning- um sama árs var báðum vísað til 3. umr. Lærði skölinn. Mentamálanefnd n. d. hafði klofnað um frv. um lærÖan skóla. Voru þeir Magnús dósent, Sigur- jón og Þórarinn með frv., og fluttu nokkrar breytingatill., sem Jón Ófeigsson kennari hafði komið að flestum, þótt eigi væri hans getið á þingskjalinu, en Ásgeir og Bernharð lögðu á móti samþ. frv., og fylgdu með áliti þeirra m. a. bréíieg ummæli skólastjóra mentaskólans, G. T. Zoega um, að hann teldi vafasamt, að frv. yrði til bóta, þó að það yrði að lögum (eins og það var flutt). Þegar til umræðu kom, deildu |)eir Magnús dósent og Ásgeir lengi, einkum um aukningu la- tínunámsins og skiftan skóla eða óskiftan. Kvað Magnús ]>að lítil- fjörlega ástæðu gegn auknu la- tínunámi, að j>að sé ekki hagnýtl nám, en Ásgeir sagði, að e. t. v. yrði farið að halda því frarn á næstunni, að þeir, sem ekki kynnu latínu, hefðu ekki sál. Kvað hann málinu hafa verið vísað til stjórn- arinnar í fyrra í þeim tilgangi, sem venjulegur væri, að það kænri ekki þaðan aftur. Magn. dósent sagði, að líklegt væri, að fá mætti rúm í barnaskólanum tilvonandi fyrir gagnfræðaskóla. Sjálfur er hann í skólanefnd bæjarins og ætti því að vita, að gert er ráð fyrir, að þegar i stað verði jafn- vel að prísetja i eitthvað af kenslustofunum. — Svo lauk, að stofnun heimavistar og nokkur smærri atriöi frv. voiu samþ. til 3. umr., og sú tillaga Jóns Ófeigs- sonar kennara, að taka megi próf upp í hverja deild skólans sem er; en aðalbreytingarákvæðin voru feld, aukning latínunáms og óskiftur skóli. Viö atkv.gr. fóru fram 15 nafnaköll, og var það oftar en mest hefir verið á þessu þingi um hvorn hluta fjárlaganna um sig. Var ein þeirra jafnvel um fyrirsögn frv. Meö 1. gr. greiddu atkv. Ben. Sv., Klemenz og íhald- ið, en á móti Jón Baldv., Jakob, M. T. og „Framsóknar“-flokkurinn. Var hún samþ. með 14 atkv. gegn 12. Ól. Th. var ekki við. Síðan var Árnf frá Múla ýmist með að fella eða samþykkja till., og loks hætti Kl. .1. að greiða atkv. Vildi hann láta dæma frv. sjálffallið, úr því, sem komið var, en forsetinn félst ekki á þann skilning á meðferð máísins. Efri deild. Húsaleigulögin afnumin. Svo sem skýrt var frá hér í blaöinu í gær, rak e. d. þá smiðs- höggið á afnám húsaleigulaganna, og varö frv. um afnám þeirra að lögunr, þaimig, að leigjendum rria. þó ekki segja upp húsnæði til burtflutnings fyrr en 14. maí 1927 né hækka leigu til þess tíma, svo sem áður hefir verið frá sagt. Jónas talaði nokkur orð. Kvaðst hann ekkí Hafa gréitt. atkv. við 2. umr. málsins. Sagði hann, sem satt er, að vandræði myndu hljót- ast af afnámi laganna, en bætti j)ví við, að ekki yrði heimtað af aljringi, að það feldi frv. þetta, eftir að ósk um afnám þeirra hefði verið samþykt í bæjarstjórn- inni. Hefir hann stundum gengið fastar að, ef honum hefir verið hugað um að láta fella eða 'sam- þykkja eitthvert frv. — E. P„ tal- aði af hálfu allshn. e. d., og hélt því sama fram og Jón Þorl. áður í n. d., að heimildarlög fyrir bæj- arstjórnina um reglugerðarsetn- ingu væru sízt betri en húsaleigu- lögin sjáif. En hann bætti því við, sem vert er að muna eftir, til jress aö geta síðar vitnað til þeirra orða frstn. nefndarinnar, að ef bæjarstjórnin kæmist að annari niðurstööu að hausti en s. 1. haust, og jjættist þá sjá vandræði fram undan vægna afnánts laganna, þá væri uppsagnarfrestur húsnæða

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.