Alþýðublaðið - 21.04.1926, Qupperneq 3

Alþýðublaðið - 21.04.1926, Qupperneq 3
21. apríl 1926. ALÞVÐUBLAÖlD 3 fyrir þeirra flokk í sveitunum, svo aö ekki væri vert fyrir þá að standa á móti henni. — Þá samþ. meiri hlutinn í n. d. það, sem e. d. hafði felt, að konur skuli geta skorast undan kosningu í bæjarstjórnir og hreppsnefndir. Töluðu þeir M. T. og J. Baldv. á móti þeirri samþykt. — Samþ. var, að listar til bæjarstjórnar- kosninga komi fram eigi síðar en 14 dögum á undan kosningu, svo að þe.ir, er fjarstaddir verða á kjördegi, geti kosið áður. I frv. var fresturinn áður ákveðinn að eins 2 sólarhringar. - Var frv. svo vísað til 3. umr. með 21 atkv. gegn 2. „Kaupin á Þör“, björgunarskipinú, komu þá tii fyrri umr. I þingsál.till., eins og e. d. samþ. hana, er áriegt gjald Vestmannaeyinga ákveðið 25 þús. kr. fyrir björgunar- og eftirlits- starf þess þar. Komu tvær breyt?.- till. fram: um að fella það gjaid alveg niður (frá Jakobi) og um að lækka það niður í 10 þús. (frá Ásg.). Jón Baldv. studdi síð- ari till. og minti jafnframt á, hve lengi Jón Magnússon hefði verið andstæður kaupunum. Till. voru báðar skriflegar, og varð það úr, að forsetinn geymdi tii síðari umr. að bera þær undir atkv. Var þingsál.till. síðan vísað til síð- ari umr. og sjávarútvegsn. Efri deild. Landsbankaútibu á Stykkishólmi. Till. til þál. um rannsókn á veg- og brúar-stæðum á Norður- og Austurlandi var samþ. með 9 shlj. atkv. og afgr. til ríkisstj. — H. Steinsson bar fram fyrirspurn til stjórnarinnar um útibú í Stykkis- hólmi frá Landsbankanum. Kvað hann hafa komið fram áskorun til stjórnarinnar þegar á þinginu 1919 þess efnis, að stofnað yrði útibú í Stykkishólmi frá Landsbankan- um. Hefði þá fjhn. e. d. verið því meðmælt, enda hefði áskorunin verið samþ. í deildinni. ' Sama hefði og verið í n .d. Fjhn, þar hefði lagt eindregið með þvi, að deildin samþykti áskorunina. Samt sem áður hefði í þessi 7 ár, er síðan væru liðin, ekkert verið að- hafst í málinu. Kvað hann stjórn Landsbankans jafnan hafa sagt, er hann hefði átt tal við hana um málið, að hún sæi sér eigi fært vegna fjárskorts að stofna útibú í Stykkishólmi. Kvað hann kenna nokkurs ósamræmis í orð- I um og gerðum Landsbankastjórn- arinnar í þessum efnum, þar eð hún hefði þó oft séð sér fært að veita stórlán gegn lítilli trygg- ingu. Kvað hánn því fé eins vel fyrir komið með þvi að skifta því til láns milli þeirra landshluta, er harðast yrðu úti um aðgang að lánsstofnunum landsins. Kvað ræðumaður allan syðri hluta vest- urkjálkans bíða þessa útibús með óþreyju, enda væri á því hin mesta nauðsyn að það yrði sett á stofn hið bráðasta. Bæði væri það, að örðugt væri fyfir menn á þessum slóðum að þurfa til Reykjavíkur til þess að afla sér nauðsynlegra lána, auk þess sem bankastjórarnir hér syðra værulítt kunnir högum manna og fjárhags- ástæðum vestra, og þvi síður fær- ir um aö meta greiðslugetu manna og fjárþörf en menn, er dveldu meðal lánbeiðenda. Kvaðst hann því skora fastlega á stjórnina að halda máli þessu vakandi og hrinda því í framkvæmd hið allra bráðasta. Fjármálaráðherra, J. Þ. Ódýr sykur Melis i 25 kg. kössum. Strausykur í 50 og 100 kg. sekkjum. Kandís i 25 kg. kössum. Gunnar Jónsson, Simi 1580. Voggur. Einar skálaglam: Húsið við Norðurá. vatt sér frá honum og lagði af stað burt frá bænum. Það sauð og vall blóðið. í Þorsteini., Hann hafði stilt sigt meðan Jón og Guðrún voru við, en nú þurfti þess ekki. Hann var fullur heiftar og haturs við þennan sífulla útlenda þrjót, sem hafði vogað að renna augum til Guðrúnar — unnustunnar hans —, tala við hana, snerta hana, ætla að kyssa hana. . . . Þorsteini sortnaði fyrir augum, og honum fanst hann með köldu blóði geta snúið ma- jórinn úr hálsliðnum. Það var farið að rökkva, og hann var á leiðinni til veiðimannahússins, og heiftin og hatrið jókst með hverju fótmáli. Hann var fastráðinn í því að láta til skarar skríða og hefna sín alvarlega á majórnum. Þegar Þorsteinn hafði skilið við Jón gamla á Haiastaðakotshlaði, hafði Jón farið að velta því fyrir sér, hvert Þorsteinn myndi ætla, og hvað hann myndi ætla að hafast að. Þó að Þorsteinn stilti sig eftir föngum, sá Jón gamli, hvað honum leið. Svo flaug honum alt í einu í hug, að hann myndi vera á leið til veiðimannahússins, og að jafngott myndi vera að sjá til hans, og hann lagði af stað í humátt á eftir Þorsteini án þess, að hann þó vissi neitt um það. Þegar Þorsteinn kom að húsinu, sá hann ljós í setstofuglugganum, og hann heyrði þegar í fjarska, að majórinn var að gaula klámvísur. Þorsteinn var orðinn svo æstur, að hann var tæpast með fullu ráði, og þó bjó ein- hvers staðar í undirvitund hans vilji hins heilbrigða rnanns til að sitjá á sér og hlaupa ekki á sig. Hann gekk titrandi inn í húsið og hratt upp hurðinni inn í setstofuna. Þar sat ma- jórinn blár í andliti með whiskyið fyrir fram- an sig. Majórinn leit upp og framan i Þorstein og varð hálf-feginn, því að honum virtist Þor- steinn líka vera drukkinn; honum leiddist að drekka einn og þótti gótt að fá einhvern til samlætis. „Fáðu þér glas! Seztu niður og drkktu!“ drafaði í majómum. En Þorsteinn stóð titrandi, starði á hann og þagði. I

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.