Alþýðublaðið - 23.04.1926, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 23.04.1926, Blaðsíða 1
aðfð Gefilð út af AlþýðuGlokluuim 1926. Föstudaginn 23. april. 93. tölublað. Gleðilegt sumar! Alþýðublaðið. Evlemd siatiskeyti. Khöfn, FJB., 23. aþríl. - Sampykt skuldasainninga. Frá Washington er ý símað, að öldungadeild Bandaríkjapingsins hafi sampykt skuldaspmningana við Italíu prátt fyrir mikla mót- spyrnu. Pólska stjörnin segir af sér. Frá Varsjá er símað, að stjórn- in hafi sagt af sér. Sameiginlegar pvingunarráð- stafanir kolanámaeigenda náðu ekki að komast i framkvæmd. Frá Lundúnum er símað, að kolafundinum sé slitið án pess 'að samningar hafi tekist. Gaspur Mussolinis. Frá Rómaborg er símað, að á afmælisdegi borgarinnar (21. apr- íl) hafi Mussolini sent út ávarp og stóð jþar m. a.: Sigurinn við Vit- torio (24. okt. 1918) og Veneto(?) á að álíta byrjun nýs páttar í frægbarsögu ítalíu. Fyrr en varir skulu gamlar kröfur framkvæmd- ar. Deilan við Abdel Krim. Frá París er símað, að Abdel- Krim neiti bráðabirgðakröfum. Lítur illa út um, að samningar tak- ist. Innlend tfðindi. fsafirði, FB. 22. apríl. ísfirðingar neita um fjárveitingu til konungsmóttöku. Konungsheimsóknin rædd hér í bæjarstjórn í gær. Oddviti lagbi til, að veittar yrðu 2000 kr. úr bæjarsjóbi og að kosin væri nefnd íil pess að sjá um undirbúning. Jarðapfðr mððui* og fengdamóðup okkav, Þérunnar Margrétar Andrésdóttur, hefst með húskveðju frá Nðnnu« götu 1, kl. 1 e. h. 24. þessa mánaðar. Guðrún Brynjólfsdóttir. Asa Magnúsdöttir. Andrés Bryniölfsson. Guðmundur Brynjolfsson. Arni Brynjölfsson. Hngheilar hjartans pakkir fyrir auðsýnda samúð við andiat og jarðarfðr Kristins Asgrimssonar. Olafia S. Jonsdottir, foörn og tengdabðrn. Alþýðnflokksfnndnr i Bárunni annað kvöld (laugardag) klukkan 81-j síðdegis. Fundarefni: Þingmál, er alpýðu varða, og fleiri mál. F|ölmennið k fundinn, konur og karlar! Framkvæmdanefndin. Fjárveitingin var feld með 5 atkv. gegn 4. Móti henni voru: Vil- mundur Jónsson, Finnur Jönsson, Jón M. Pétursson, Jón H. Sig- mundsson og Magnús Ölafsson, en með voru oddvitihn, Sigurbur Kristjánsson, Stefán Sigurðsson og Eiríkur Einarsson. Engin nefnd kosin. Finnur Jónsson lýsti yfir pví, að það væri stefnumál sitt, að veita ekki fé til pessa. V. Árferði. Afbragðstíð. Landburður af fiski við Djúpið. F. Frá sjómönnunum. FB.S 21. april. Óskum ættíngjum og vinum gleðilegs sumars. Velliðan. Kærar kveðjur. Skipverjar á Apríl. I. O. G. T. Sumarfagnaðnr St. Verðandi nr. 9 verður laugardaginn 24. p. m. í G.T.-húsinu og hefst klukkan 9 sd. Fjðlbreytt skemtiskré, danz. Aðgöngumiðar ökeypis fyrir skuld- lausa félaga, að éins afhentir föstud. kl. 5—6 og á laugard. 4—7 og á sama tima seldir öðrum templurum. Alpýðufölk! Ef pið purfið að auglýsa, pá auglýsið i Alþýðu- blaðinu! (Einkaloftskeyti til Alp.blaðsins.) „Ceresio", 22. apríl. Gleðilegs sumars óskum við öll- um okkar vinum og ættingjum með þökk fyrir veturinn. Skipshöþiin á „Ceresio". \

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.