Alþýðublaðið - 24.04.1926, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 24.04.1926, Blaðsíða 3
24. apríl 1926. ALÞÝÐUBLAÐID 3 að slíks væri eigi dæmi um jafn- mikiivægt mál og þetta. Hann kvaðst yfirleitt ætla, að happ- drætti yrði að eins til þess að vekja spilafýsn landsmanna og pjóðinni til lítils sóma. En ef stofna ætti happdrætti, þá væri mikiu nær að landið ræki það sjálft. Jónas tók 1 sama streng og S. E., en kvað pó ekki neitt á móti því að stofna hér happd'rætti í lík- ingu við fasteignabréfa-happdrætt- ið sænska. S. E. lagði til, vegna þess, hve illa undirbúið málið væri, að pví yrði vísað .til stjórn- arinnar. Gunnar vildi láta pað fara í neind. Frv. var samþ. til 2. umr. og vísað til fjhn. Ný frumvörp. Iðnaðarnám. Jón Baldvinsson, eini fulltrúi ’alþýðunnar á alpingi, flytur frv. um iðnaðarnám. Er pað laga- bálkur, er eykur og tryggir rétt- Indi iðnnema. Iðnaðarmaður, sem rýfur námssamning eða verður tvisvar að hætta iðn sinni og námssamningi er slitið af peim sökum, eða hann brýtur iðnnema- lögin á annan hátt, missir samkv. frv. rétt til að taka nemendur framvegis til kenslu. Iðnkennari setji nemanda tryggingu gegn tjóni af því, ef hann verður sjálf- ur gjaldprota og hættir að reka iðn sína. Sveinafélag hverrar iðnar ákveður kenslutímabil í þeirri iðn, en sveinanefnd, ef það er ekki til, og nefnir oddvita í gerðardóm um . ágreiningsatriði iðnkennara og nemenda, en peir sjálfir sína tvo hvor. Húsagavald iðnkennara fellur auðvitað burtu og fleiri slíkar miðaldareglur. Vinnutími handiðnarnema innan 18 ára aldurs er ákveðinn eigi lengri en 8 stundir á dag. Óheim- ■ ilt sé að iáta nemendur vinna á nóttum eða almennum „frí“-dög- um, p. á. m. 1. maí, og aldrei fleiri en 6 daga í viku (friðun helgi- dagsins). Nemandi fái sumarleyfi ár hvert í 1Ö daga a. m. k. Sett eru tryggingarskilyrði fyrir full- komnu námi og skólanámi i Iðn- skólanum eða jafngildi pess. Sam- iðnarmenn séu prófdómendur, og tilnefni lögreglustjóri einn, en sveinafélag eða kvæi^anefnd tvo. Landbn., n. d. flytur frv. um b'reytingar á lögum um atvinnu við sigiingar. Skulu smáskipapróf, er veita rétt til stýrimannastöðu á 12—60 smálesta skipi, haldin árlega í Reykjavík, á ísafirði, Ak- ureyri, Seyðisfirði og í Vestm.- eyjum, að loknu minst 12 vikna námskeiði. Skal próftaki hafa ver- ið háseti eftir 16 ára aldur a. m. k. í 24 mánuði á skipum eigi mfnni en 12 smálesta, par af minst 12 mán. á a. m. k. 20 smál. skipi, eða verið iormaður á vélbát, a. m. k. 6 smálesta í 12 mán. og háseti á a. m. k. 20 smálesta skipi í 12 mánuði. — Sig. Eggerz flytur frv. um, að dómarar séu 5 í hæstarétti, eins og verið hefir, og vill að hæstaréttarritara-embættinu verði haldið. — Kl. J. flytur pingsál.till. um, að ríkið kaupi Hlíðarenda í Fljótshlíð fyrir 12—14 pús. kr. BrassMd í borgiimi. Páll Ólafsson framkvæmdar- stjóri og skrifstofustjóri „Fé- lags islenzkra botnvörpuskipa- eigenda" dæmdur i hæstarétti til skaðabóta fyrir sölu á greiddum vixli. Um þessar mundir er mjög tai- að í borginni um dóm, sem ný- lega var kveðinn upp í hæsta- rétti. Auðvaldsblöðin, sem stund- um eru þó að myndast við að skýra frá hæstaréttardómum, hafa samt ekki á hann minst, enda á í hlut einn af þektustu bur- geisum bæjarins. Þar sem dómur- inn og máíið sýnir vel, á hvérsu hátt og óíyrirleitið stig braskið í borginni er komið, hefir Alpýðu- blaðið náð í dóminn og kynt sér málið og leyfir sér nú almenn- f „VÖBflur“ fást tvimælalaust beztu vörur bæj- arins. — Verðið sanngjarnast. Við- skiftin báðum aðilurn hagnaður. Gunnar Jénsson, Sími 1580. Vöggur. Einar skálaglam: Húsið við Norðurá. Svo lagði hann af stað heimleiðis. Öniurinn af köllum majórsins og Þorsteins barst til hans lengi. „Skárri eru það nú lætin,“ tautaði karl og .greikkaði sporið. VI. KAFLI. Hvað Eirikur fann i húsinu við Norðurá. Eiríkur var búinn að fá heilsuna aftur. Læknirinn hafði látið hann fá þennan eina óbrigðula Brama-lífs-elixír, sem öll mein hans gat bætt. Hann hafði bergt á honum ríflega og var með pað mikið í vasanum, að hann purfti ekki að búast við að fá aftur kast fyrstu dagana. Eiríkur var á heimleið. En pað var varla hægt að segja, að hann færi gangandi. Hann nánast sveif á rósrauðum og reyndar alla vega litum skýjum, og honum fanst heim- urinn vera svo yndislega fallegur, og honum óx ásmegin. Hann varð hugaður og djarfur. Hann þorði nú ýmislegt, sem honum ekki datt í hug ólæknuðum, og hann var alt af að vaxa og vaxa, og öll reiðin yfir pví atlæti, sem majórinn hafði sýnt honum alveg frá hafragrautnum sæla og til áfengisleysisins, er hingað til ekki hafði getað fengið svigrúm, gaus nú upp með fullum krafti. „Þessi Ííka ræfill og fylliraftur og bölv- aður drullustrokkur!“ tautaði hann, fullur gremju. Hann átti af einhverjum alveg óskilj- anlegum ástæðum ilt með að segja „sokkur“ og ýms fleiri algeng orð. Og svona rambaði Eiríkur glaður og reiíur lleim á leið. Það var liðið fram undir miðnætti, og peg- ar Eiríkur nálgaðist húsið, var eins og hann heldur færi að síga- niður á jafnsléttu aftur, pví að nú var eftir að komast inn, svo að ma-

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.