Alþýðublaðið - 26.04.1926, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 26.04.1926, Blaðsíða 1
aöið Gefid út af Alþýðuflokknum 1926. Mánudaginn 26. april. 95. tölublað. Verkbann I Noregi. 30000 verkamenu sviftir atvinnu. CTilkynning frá norska aðalkon- súlatinu i Reykjavik.) k FB., 25. april 1926. Eftirrit af simskeyti frá utanrikis- ráðuneytinu í Oslo til norska aðal- konsúlatsins, Reykjavik, dagsett i Osló 25. april 1926: »Vinnuteppa er orðin i járniðn- aði, námum, byggingagreinum, vefnaðar- og skó-verksmiðjum. Alls 30 000 verkarnenn hafa i dag verið sviftir vinnu, par eð þeir hafa hafnað miðlunartillögu um 17% launalækkun.« Erleiad símskeyti. Khöfn, FB., 24. april. Botved kominn til Shanghai. Frá Shanghai er símað, að flug- maðurinn Botved sé að koma þangað. Friðarsamningum frestað. Frá París er simað, að friðar- samriingunum í Marokko hafi ver- ið írestað. Útlánsvextir i New York. Frá New-York-borg er símað, að útlánsvextir séu par nú 3,5 af hunclraði. Atvinnuleysi minkar i Dan- mörku. Atvinnuleysi í Danmörku mink- ar hröðum fetum. Strandvarnarskipið nýja. Strandvarnarskipinu var hleypt á. flot í dag og skírt „Óðinn". Jarðarfðr konunnar minuar, Guðbjargar H. Arndai, fer fram á morgun, þriðjudaginn 27. apríl, frá Frikirkiunni 1 Hafnarfirði kl. 2 e. h. Kr. Arndal. Náðun f jársvikabiskups synjað. Náðunarbeiðni Basts biskups hefir verið synjað. Verkbannið i Noregi. Frá Osló er símað, að verka- menn hafi hafnað miðlunartillögu um 13 prósent lækkun nú, en 27 prósent lækkun í haust hlutfalls- lega, ef vöruverðlækkun verður yfir 10 prósent. Síðari liðurinn er aðalorsök pess, að verkamenn höfnuðu. Á milli 30 og 40 pus. af þeim eru nú atvinnulausir. Ný uppfundning. Frá Baltimore er símað, að vís- índamenn við Hopkins háskóla hafi fundið hreint „insulin", kryst- all, sem er uppleysanlegut í vatni. Bannmálið i Noregi. Frá Osló er símað, að meiri hluti þmgnefndar sé andstæður at- kvæðagreiðslu um bannmálið. Bænclapingflokkurinn er tvískift- ur, og eru líkindi til, að atkvæða- greiðslan fari fram í október. Kolanámumálið brezka. Ný úrlausnartillaga. Frá Lundúnum er simað, að stjórnin hafi borið fram tillögu í kolamálinu, er líkleg pyki til sam- komulags. Tillaga stjórnarinnar 'ler í þá átt, að tekið verði lán til pess að endurbæta framleiðsluað- ferðir, en vexti borgi ríkið, náma- eigendur og verkamenn, að einum þriðja hver aðili. Skipafréttir. Botnia kom i gærkvöldi norðan og vestan um land frá útlöndum. Esja var væntanleg hingað i dag. Innlend tíðindi. Seyðisfirði, FB. 25. apríl. Aflafréttir. Austfjarðaafli var alls 1. april 1635 skpd., en mikið hefir aflast siðan, einkanlega á Fáskrúðsfirði, Berufirði og einnig nokkuð hér innfjarða. Ýmir kom inn á Fáskriiðsfjörð á fimtudag með göðan afla af Hvalbak. — Sölskinsbliða. Hœnir. Akureyri, FB., 24. april. Veiðiskapur nyrðra. Höfrungs- og hnisu-veiði er mik- il i fjarðarmynninu og á Skjálf- anda. Bátur af Húsavik fekk 50 hnisur i gær, annar frá Grenivik 35. Bátur úr Ólafsfirði fekk 12 höfrunga, annar úr Siglufirði sama. Fisklaust að kalla, pó silungsveiði talsverð i pollinum i fyrirdrátt. — Sumarbliða. Alþýðuflokksf undurinn i fyrrakvöld fór hið bezta fram að vanda. Skýrði Jön Baldvinsson ýmis pingmál fyrir fólkinu. Siðan var rætt um 1. mai og ályktað, að taka ösleiti- lega þátt i fyrirhuguðum athöfnum verkalýðsins á alþýðudaginn. Hæstaréttardömur var kveðinn upp síðast liðinn föstu- dag i vinsmyglunarmáli pýzka togar- ans „Siegfrieds". Sækjandi yar cand. jur. Stefán Jóh. Stefánsson, og var petta 3. prófmál hans, en verjandi hrm. Guðm. Ólafsson. Refsing Jóns Jónssonar fyrrv bryta var hækkuð upp í 3 mánaða fangelsi við venjúleg fangaviðurværi (i stað tveggja i undirrétti), og Becher var dæmdur i tveggJa mánaða fangelsi við venju- legt fangaviðurværi (í stað tveggja mánaða einfalds fangelsis i undirrétti).

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.