Alþýðublaðið - 26.04.1926, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 26.04.1926, Blaðsíða 2
ALPÝÐUBLAÐID ALÞÝDUBLADIÐ kemur út á hverjum virkum degi. Afgreiðsla i Alþýðuhúsinu við Hverfisgötu 8 opin frá kl. 9 ard. til kl. 7 síðd. Skrifstofa á sama stað opin kl. 9Va—10»/a árd- °S kl- 8—9 síðd- Simar: 988 (afgreiðslan) og 1294 (skrifstofan). Verðlag: Áskriftarverð kr. 1,00 á mánuði. Auglýsingaverð kr. 0,15 hver mm. eindálka. Prentsmiðja: Alþýðuprentsmiðjan (i sama húsi, sömu símar). Alþingf. Neðri deild. Þar var í fyrra dag fossavirkjV unarfrv. visað til 3. umr., að br.- tilL' fjárhn. og þeirra Ásgeirs og J. A. J. samþyktum, en engar af tillögum Sveins náðu fram að ganga: Jóni Baldv. þótti ekki nóg trygging vera fyrir því, að sér- leyfið geti ekki ient í braski og verði ekki notað, og greiddi hann því atkv. gegn abalgreinum frv., vísun þess til 3. umr.,< en með tillögum um hert ákvæði, en ,Framsóknar'-flokkurinn og ,Sjálf- stæbis'-flokksbrotib voru bæði klofin um þetta mál, eins og mörg önnur. — Frv. um sauðfjárbað- anir var umræðulaust afgreitt til e. d. og frv. um húsa- og lóða- skatt í Siglufjarbarkaupstað vísab til 3. umr. Einkasala á áhufði. Frv. Tr. P. um, að Búnabarfé- Iagib selji áburb í næstu fjögur ár, hafði tekið allmiklum stákka- skiftum hjá landbn. Skýrbi nefnd- in frá því á þingskjali, að samkv. skýrslu Búnaðarfélagsstjórnarinn- ar hefði framkvæmdarstjóri fél. (þ. e. Sig. Sig. búnaðarmálastjóri) slept, að því. er viríist viljandi, þvert ofan í samþykt. búnaðar- þingsins, einkasölu á Noregssalt- pétri, er félagið hefði haft, í hend- ur félagi. Nathans & Olsens í Reykjavík, og dulib stjórn Bún- abarfélagsins þessa nærri hálft annað misseri — eða jafnvel í alt ab 10 mánuði, samkv. því, sem M. Guðm. sagbi í þinginu. Vibur- kendi Tryggvi sem form. Búnab- árfél., ab skýrsla nef ndarinnar væri rétt, en einnig var skýrt frá þvi í umræbunum, ab Sig. áliti, ab hann hefði sjálfur haft einkaum- boðið, en ekki Búnaðarfélagið. — Nathan & Olsen hafa einnig ein- okun á þýzkum kalksaltpétri. Nú voru góð ráð dýr, og sá landbún.- nefndin (Hákon, Jör. Br., Jón á Reynistað, H. Stef. og Árni frá Múla) ekki annað vænna til trygg- ingar sæmilegu verðlagi en að Ieggja til, ab heimila ríkisstjörn- inni ab veita Búnaðarfélaginu einkasölu á tilbúnum köfnunarefn- ísáburði frá næsta nýjári, ef það hefir ekki áður endurheimt hið mista umboð. Magn. dós. mun hafa þótt þetta undarlegt uppá- tæki, að íhaldsmenn mæltu meb einkasölu, því að hann óskaði nafnakalls; en þrátt fyrir nafna- kallið var frv. vísað til 3. umr. með 19 atkv. gegn einum 4. Kaupin á „Þor". J. A. J. Iagði til, að árlegt gjald Vestmannaeyinga til útgerðarinnar verbi 15 þús. kr., og varð það eins og vant er ab vera til þess, ab þær tillögur, er lengra gengu, voru feldar. Niburfall gjaldsins alls féll meb 8 : 7 atkv., en 10 þús. kr. ákvörbunin meb jöfnum atkv. (8 : 8), en till. J. A. J. var samþ., og bíður þál.till. um kaup- in svo breytt ályktunar sameinaðs þings, svo sem venja er til, þegar sú deild, er síðar ræðir þál.till., breytir henni. Þingtruflanir. Tvent gerbist þann dag, sem mörgum virtist í óþinglegra lagi: — Sjö ræður voru haldnar um, hvort fjárkláðafrv. skyldi tekið út af dagskrá þar til í dag, svo að útbúnar yrðu br.till. vjð það. Ta.l- aði Árni frá Múla þrisvar gegn því og í fjórba sinn jafnframt Hákoni, svo að forsetinn varð ab grípa til bjöllunnar, og þar með var málið tekið út af dagskrá, svo sem ábur 'var ætíað. — Aftur á móti var reynt ab halda fundi á- fram eftir kaffihléið, og tókst þab í nálægt 20 mín. Þá kom safnab- arfulltr.frv. til umr. Vib þab flýtti M. T. sér út úr deildinni, og var þá svo fátt þingmanna eftir, ab hún var ekki álitin ályktunarfær, varb ab slíta fundi. Efri deild. Frv. til fjáraukalaga fyrir árið 1924 og frv. um samþ. landsreikn- inga 1924 var vísað til 2. umr. og fjárhagsn, Hæstiréttur. Um hæstar.frv. urðu Iangar umr. Flm., S. Eggerz, kvað breytingu þá, er gerð var á þinginu 1924 í þá átt, áð fækka dómendunum ;niður í 3, vera svo hættulega fyrir réttaröryggið í landinu, að brýna naubsyn bæri til að leiðrétta þau afglöp. J. M. forsætisrábh. talabi gegn frv. Kvaðst hann vera á sörriu skoðun nú, sem 1924, að réttarörygginu væri fyllilega nógu vel borgið með 3 dómendum, og myndi hann því greiða atkv. gegn frv., er þar að kæmi. Jónas deildi á J. M. fyrir það, ab hann hefði eigi framkvæmt lögin frá 1924 um dómendafækkunina og niðurlagn- ingu hæstaréttarritaraembættisins, enda þótt honum hefði verið innan handar ab skora á dómstjórann að segja af sér, þar eb hann væri svo"; aldurhniginn ab hann gæti eftir lögunum farib frá með full- um launum, — og hann hefbi get- ab losab landib vib hæstaréttar- ritaraembættið með því - að veita nú -verandi hæstaréttarritara, sem 'væíri í alla staði og að allra dómi ágætlega hæfur maður, forstjóra- starfið við Brunabótafélag íslands, í stab þess ab veita þab manni, sem ekki væri sambærilegur vib hann í þessu efni. — Varð nokkuð karp milli Jónasar og J. M. út af þessu. Enn fremur beindi Jónas þeiTri spumingu til S. E., hvort það væri vegna nokkurrar sér- stakrar spillingar í dómsmálalífi þjóbarinnar, sem hann bæri nú fram frv. En S. E. kvað nei við, — Frv. var vísað til 2. umr. og alíshn. Nýjar pingsályktunartillðgtir tvær flytur Jónas frá Hriflu i e. d., abra um að skora á stjórn- ina að láta rannsaka siglingaleið- ir við Barðastrendur og á Gilsfirbi til ab tryggja það, ab strandferöa- skip geti hættulaust komib á nokkrar hafnir á svæbinu frá Hagabót ab Króksfjarðarnesi og á Salthólmavík, og hina um að skora á stjótnina að leggja fyrir næsta alþingi frv. um, ab svifta megi menn, sem ab læknisdómi eru langvarandi ofdrykkjumenn, lögræbi og fjárræbi, ef bæjarstj. eba sveitarstjórn óskar. Kveðst

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.