Alþýðublaðið - 27.04.1926, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 27.04.1926, Blaðsíða 1
Gefid út af Alfiýdufiokknuin 1926. Þriðjudaginn 27. april. 96. tölublað. Landhelgisbrot. 7 togarai* teknir. „Fylla“ kom í morgun til Vest- mannaeyja með 5 þýzka togara, er hún tók að veiðum í landhelgi. „Pór“ kom þangað einnig í morg- un með 2 togara, annan þýzkan, hinn belgiskan. Nánari fregnir ó- komnar. Erlenð simskeytí. Khöfn, FB., 26. apríl. Það var pá óttaefnið! Prá Berlín er símað, að þýzk- rússnesku samningarnir hafi verið undirskrifaðir, og muni þeir að líkinclum verða birtir um miðbik þessarar viku. Gizkað er á, að aðalinnihald þeirra sé staðfesting á Rapollo-samningnum, og þeir séu sáttmáli um hlutleysi. Friðarhugur Rússa. Frá Moskva er símað, að stj'órn- in vilji stuðla að því að gera beina hlutleysissamninga við önn- ur ríki, þannig, að samið sé við hvert ríki, en ekki mörg sameigin- lega eða fyrir milligöngu Þjóða- bandalagsins. Vatnavextir. Frá Moskva er simað, að mikill vatnagangur sé í Moskvafljóti, og sé flóð mikið á götum borgarinn- ar. Flóðið nálgast Kreml. Frá New—York-borg er símað, um mikla storrna og flóð í Oklo- hama og Texas. Mannskaðar hafa orðið og eignatjón. Verkbannið norska. Frá Osló er símað, að verkbþnn- ið snerti aðallega verkamenn í játtn- dúkagerðar-; bygginga-, / klæðn- aðar- og námu-iðnunum. Forystu- menn verkamanna mæltu með miðlunartillögunni, en lands- bandalag þeirra er enn þá íhlut- unarlaust. Viðvarpsnotkun eykst. Frá Lundúnum er símað, að myndir og tékkávísanir séu nú sendar þráðlaust til New-York- borgar. Frá 1. maí verður víð- varpið notað í verzlunarviðskift- um. Khöfn, FB., 27. apríl. Ellen Key látin. Frá Stokkhólmi er símað, að Ellen Key sé látin. Hún var fædd 1849. Frá loftfari Amundsens. Frá Leningrad er símað, að loft- skipið „Norge“ fari þaðan senni- lega á föstudag. Undirokun Sýrlendinga. Frá París er símað, að Frakkar beri hærri hlut í vopnaviðskiftum í Sýrlandi. Rússar og Norðurlönd. Frá Moskva er símað, að stjórn- in hafi sent Norðurlandastjórnun- um tilkynningar um, að Rússland vilji gera svipaða samúðarsamn- inga við þau og Þýzkáland. Kaup- mannahafnarblöðin álíta, að slíkir sérsamningar myndu stuðla að klofningi Þjóðabandalagsins. Sundrung meðal svartliða. Frá Berlín er símað, að alvar- leg misklíð sé komin upp á milli svartliða í Norður-ítalíu. Öflugir áhangendur Farinacci hefja bylt- ingaröldu gegn Mussolini. Kolanámumálið brezlta. Frá Lundúnum er simað, að málamiðlunartilraunir stjórnarinn- ar hafi enn engan árangur borið. Illviðri i Suður-Evrópu. Frá Róm er símað, að vetrar- veður sé víða suður i Evrópu. Vínakrar eru snjóþaktir, eignatjón orðið af völdum storma. Kúpull- inn á páfahöllinni^ er fokinn. (Seinasta klausan er allmjög af- hökuð í skeytinu, en á sennilega að vera svo.) Erindreki í bjorgunarniálum. Fiskiþingið síðasta ákvað að ráöa Jön E. Bergsveinsson sem erindreka félagsins í björgunar- málinu. Veitti þingið 5000 kr. á þessu ári og 4000 á ári næstu 2 árin til erindrekastarfsins. Jón heldur áfram síldarmatsstarfinu eftir sem áður. Gert er ráð fyrir, að Jón ferðist bráðlega til útlanda og kynni sér nýjungar á sviði björgunarmálanna hjá nágranna- þjóðunum. Enn fremur er honum ætlað að ferðast um landið (sjáv- arþorpin) og fræða menn um þessi mál. Enginn vafi er á því, að mikil þörf er á, að vel og viturlega sé unnið að þessu nauðsynjamáli, og ómetanleg framför verður það, ef betra skipulag og. framkvæmdir á þessu sviði gætu orðið ávöxtur af starfi þessu- en galli verður það að teljast, ef framkvæmdamaður í björgunarmálunum tekur sér þá stefnu að koma fram sem ákveð- inn stéttarhagsmunamaður. Slíkur maður má ekki halda úti málgagni og gerast talsmaður ákveðinna stétta og deila á Tiinar, sem hon- um kynni að vera minna geð- feldar. Slíkt er ógreiði við björg- unarmálið. Það er ekki mál sér- stakrar þjóðfélagsstéttar. Það er alþjóðarmál. Framkvæmdarstjóri björgunarmálanna verður því að standa utan við dægurþras stjórn- málanna og utan við deilur stétt- anna. Svo bezt getur hann unnið þessu máli verulegt gagn. S. Á. Ó.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.