Alþýðublaðið - 27.04.1926, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 27.04.1926, Blaðsíða 3
ALÞÝÐÖBLAÐIÐ 3 sér slíkrar úrvalsmentunar og sennilega enginn hans jafnaldra. Þórbergur gaf út bók . \ fyrra, sem hann kallaði „Bréf til Láru'L . . . Er bókin afarhörð á- deila, en þó gersamlega fólsku- laus . . . á hendur hinni ríkj- andi mannfélagsskipun. Allir ját- uðu óvanalega ritsnild, en bókin vakti ákafa mótspyrnu hjá mörg- um, mjög svipaðri fyrstu „Þym- um“ Þorsteins Erlingssonar, enda er margt með þeim líkt. Meðal annars* réðst séra Árni Sigurðsson á þessa bók í Presta- félagsritinu heima. Höfundurinn svaraði honum með opnu bréfi, er birtist í Alþýðublaðinu 24. sept. 1925. Er þar kveðinn upp afar- þungur, en fólskulaus dómur um starfsemi séra Árna og stéttar- bræðra hans.“ Síðan eru tildrög Eldvígslunnar rakin, og að lokum segir ritstjór- inn: „Það er annars eftirtektarvert, að tvær af þeim þremur bókum, sem nýlega hafa verið ritaðar heima í óbundnu máli af dýpstri hyggju og hæstri snild, eru ritaðar af „sjálfmentuðum" mönnum. Þessar þrjár bækur eru „Nýall“ dr. Helga Péturssonar, „Hrynjandi íslenzkrar tungu“ eftir Sig. Kristó- fer Pétursson og „Bréf til Láru“ eftir Þórberg Þórðarson. Eitthvað hlýtur íslenzkt eðli að standa ein- kennilegri rótum, í einkennilegri jarðvegi, undir einkennilegri himni, í einkennilegra umhverfi en tíðkast með öðrum þjóðum.“ 1 „Heimskringlu" 10. marz segir svo um Eldvígsluna í aðsendri grein: „Svo mikla undrun hefir þessi þarfa lexía vakið hér vestra, að t. d. hér í Winnipeg, hvar sem menn mætast, er spurningin þessi: „Hefirðu Iesið Eldvígsluna ?“ Um hana spinnast margar og fjöl- breyttar umræður, sem Ijóslega sýnir, að innihaldið hefir haft á- hrif og hrært hjörtu fólksins." Landhelgisgæzlan. Landsstjórnin hefir tekið á leigu bát til landhelgisgæzlu fyrir Vest- fjörðum j sumar. Það er sami bát- urinn, sem annaðist landhelgis- gæzluna á því svæði í fyrra. Ingi- bjartur Jónsson, áður kennari við Stýrimannaskálann, veirður fbr- maður bátsins. Stýrimaður verður Jón Jónannesson frá Bíldudal. Saltkjot. Riflliapylsur. Saltfiskur. Kartðflair. Alt göðar og ödýrar vörur. ©smiaar Jénssois, Sími 15SO. Voggw. Báturinn byrjar um miðjan næsta mánuð. Við skipstjórn á Þór tekur Friðrik Ólafsson frá ísafirði, en stýrimaður verður Eiríkur Kristó- fersson. Nú verandi skipstjóri á Þór, Einar Einarsson, verður stýri- maður á nýja varðskipinu. Um daginn og veginn. Næturlæknir er í nótt Ölafur Gunnarss., Lauga- vegi 16, sími 272. Fult tungl er í kvöld kl. 11 og 17 minútur. Togararnir. Karlsefni fékk 96 tunnur. í morgun komu: Skallagrímur, Baldur, Menja og Skúii fógeti, Hafði Skallagrimur 100 tn. lifrar, en hinir minna, en allir voru þeir fullir af fiski, og það svo að nokkuð af honum var ósaltað. Jafnaðarmannafélag íslands. Fundur, sem verða átti i kvöld, getur ekki orðið. * Heilsufarsfréttir. / (Eftir simtali við landlækni i morg- un): Ágætt heilsufar um alt land. Hér mjög fáir með „inflúenzu", en þö nokkrir með meinlitla „rauða hunda“. Jafnaðarmannafélagið. Aðalfundur á morgun i Bárunni: kl. 8. e. h. Brunaorsök. Lögreglurannsókn hefir leitt í ljós, að eldurinn, sem kom upp í einu byggingarfél.-húsanna nýlega, kvikn- aði út frá vindlingareykingum ölvaðra Einar skálaglam: Húsið við Norðurá. fann hann, að hann var blautur á höndum, og honum varð litið á þær, og hann sá, að þær voru — blóðugar. Hann stóð steini lostinn og það rann áf honum í einni svipan. Hvað var þettg? Hvað hafði komið fyrir? Hver var það? Hafði ma- jórinn í einu æðiskastinu drepið Maxwell? Eða hafði majórinn ráðist á Maxwell, og hann orðið að drepa majóripn til að verja hendur sínar? Eða hvað . .? Eða hvernig . .? Eiríkur botnaði ekki neitt í neinu, þetta ætlaði alveg að æra hann. Það eitt var hon- um ljóst að inni í húsinu lá maður dauður — drepinn — myrtur. Svo áttaði hann sig á því að bezt myndi vera að fara inn í húsið —- og sjá hver það væri sem lá þar. Hann gekk fram í eldhúsið, kveikti á lampa, sem þar stóð og reyndi að verka sig eftir föngum. Svo tók hann lampann og gekk iiin í stofu. Hann steig hægt og gætilega og hjartað barðist í brjósti hans. Hann hallaðist fram og teygði fram höfuðið. Svo sá hann hver það var. Það var majór- inn. Hann lá endilangur á gólfinu. Handlegg- irnir lágu langt út frá honum og höfuðið lá út á hægri hliðina. Munnurinn var lítið eitt opinn, svo að það glitti í gullfyllinguna í tönnunum, en augun voru sigin aftur til hálfs. 1 brjóstinu stóð hnífur vinstra megin beint í hjartastað, og út með honum vætlaði blóð- fetraumur. Það var kominn töluverður pollur á gólfið, svo að það hlaut að vera nokkuð síðan majórnum var veittur áverkinn. En kring-um líkið og ofan á því lágu gler- og t postulíns-brot. Það stafaði frá bakkanum, sem Eiríkur hafði felt áðan þegar hann datt ofan á líkamann. Eiríkur beygði sig ofan að majórnum og hlustaði, hann andaði ekki. Svo snerti hann á hendinni á honum, hún var hálfköld.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.