Alþýðublaðið - 28.04.1926, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 28.04.1926, Blaðsíða 1
ýðublaðið Gefld út af AiþýðuflokknunB 1926. Miðvikudaginn 28. april. 97. tölublað. 1. mal. Þrjú siðustu árin hafa verk- íýðsfélögin hér í bænum haldið 1. maí hátíðlegan með kröfu- göngu. I fyrra héldu verklýðs- félögin á ísafirði og Akureyri einnig minningarsamkomur al- Jjýðudaginn. Úm pessi hátíðahöld er hægt að segja pað, að þau hafi tekist betur en .við var að búast áf byrjunartilraun, en þó langt frá því, sem þau eiga að verða og eru orðin hjá alþýðunni erlendis. Suður um alla Norðurálfuna er alger vinnustöðvun þenna dag, og milljónir verkamannanna ganga fylktu liði með fána sína um göt- ur stórra og smárra bæja, minn- ast liðinnar baráttu, herða sam- tökin, bera fram kröfur sínar og sýna samfylkingu þá, sem sigr- inum vill ná gegn kúgun og ó- jöfnuði, en koma á freisi, jöfn- uði og bræðralagi milli allra vinn- andi manna og þjóða. Róm var ekki bygð á einum degi, og íslenzk alþýða getur trauðla í einu stökki náð sama þroska og erlendur verkalýður hefir náð með samtökum áratug- um saman. En hver og einn l.-maí- dagur, sem kemur, verður að vera svipmeiri og samtökin efdari en fyrr. Hvers er að krefjast? Hví þarf alþýðan að sýna sig í kröfu- göngu? Ihaldsstjórn situr við völd. Allar ráðstafanir hennar og lög alþingis ganga nú í þá áttina að halda alþ ýðunni niðri með skattaálögum, ójöfnuði fyrir dóm- stólunum og stöðvun allra um- bótatilrauna. Stóraivinnurekendur, ■ sem ráða lögum og lofum í lattd- inu, hafa sumpart þrýst niður kaupi verkalýðsins, sumpart stað- Ið í langri árangurslausri deilu til þess að lækka kaupið og ætla sér enn að ganga lengra að lok- inni vertíð. Alþýðan á því að minnast lið- innar kaupdeilu, líklegrar nýrrar Göður guö launi (illum, sem sýndu okkur samúð og hluttðku i veikindum og íráSalli minnar elskuðu ddttur og systur okkar, Lilju Jdnsdöttur. Valgerður Jdnsdöttir og bðrn. Skölavðrðustig 15. kaupdeilu, liðinnar óstjórnar, vænt- anlegs landkjörs og nýrra kosn- inga, þar sem hægt er að skifta um þingfulltrúa. Það er þvi mikils virði, að einmitt nú mæti allir al- þýðumenn og konur í kröfugöng- unni, sem vilja halda lifskjörum þeirn, sem þeir höfðu náð og heimta umbætur á stjórn landsins. Sameinaðir stöndum vér. Verkfail á Eskifirði. Atvinnurekendur neita um kauÐssanminga. (Einkaskeyti til Alþýðublaðsins.) Eskifirði, 28. apríl. Verkfall er hafið hér í dag. Á- stæðan er sú, að atvinnurekendur vilja ekki semja um kaupgjald. „Röðull“. Erlend símskeyti. Khöfn, FB., 28. apríl. Þýzk-rússneski samningurinn. Frá Berlín er simað, að þýzk- rússneski samningurinn hafi ein- rórna samþykki allra flokka. Að- alatriði hans er hlutleysi ef ráð- ist er á annað hvort landið. Frá Moskva er simað, að Iitio se á samninginn sem fyrsta stórsigur yfir stjórnmálastefnunni í Genf. Abd-el Krim boðar sókn. Frá París er símað, að Abd-el- Kaupið eingöngu íslenzka kaffibætinn „ S ó 1 e y “. Þeir, sem nota hann, álíta hann eins góðan og jafnvel betri en hinn útlenda. Látið ekki hleypidóma aftra ykkur frá að reyna og nota íslenzka kaffibætinn. Krim láti í veðri vaka, að hann muni hefja sókn bráðlega. Rúðleysi auðvaldsins. Frá Lundúnum er símað, að ilt útlit sé með kolasamningana. Síðasta fjárhagstímabil varð 5 milljóna sterlingspunda tekjuhalli vegna kolanámastyrks, er varð 19 milljónir sterlingspunda. Enginn léttir verður á sköttum i ár. Auðvaldsáhrifin til spillis. Frá Moskva er símað, að rúss- nesk-finskum samningatilraunum sé slitið. Rússar kenna áhrifum frá Englandi um, að samningar tókust ekki. finnlend tíðindi. Vestm.eyjum, FB., 28. apríl. Landhelgisbrotin. Varðskipið „Fylla“ tók 5 þýzka togara við Dyrhólaey, en varð- skipið' „Þór“ einn enskan og ann- an belgiskan við Eyjar. Skipstjór- inn á belgiska togaranum hefir verið sektaður um 10 000 gullkrón- ur og alt upptækt. Dómar verða upp kveðnir í dag.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.