Alþýðublaðið - 28.04.1926, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 28.04.1926, Blaðsíða 2
2 ALÞÝÐUBLAÐID ! ALÞÝÐUBLAÐIÐ j < kemur út á hverjum virkum degi. ► J Afgreiðsla í Alþýðuhúsinu við í < Hverfisgötu 8 opin frá kl. 9 árd. ► 5 til kl. 7 síðd. { < Skrifstofa á sama stað opin kl. ► 5 9Va—10V2 árd. og kl. 8—9 síðd. I J Simar: 988 (afgreiðslan) og 1294 ► < (skrifstofan). í < Verðlag: Áskriftarverð kr. 1,00 á ► j mánuði. Auglýsingaverð kr. 0,15 í | hver mm. eindálka. f. < Prentsmiðja: Alþýðuprentsmiðjan ► ) (í sama húsi, sömu símar). Alplngl. Neðri deild. Þar var í gær frv. um skatt af lóðum og húsum í Siglufjarðar- kaupstað, til greiðslu kostnaðar bæjarsjóðsins af sjóvarnargarðin- um jrar, afgreitt sem lög, og „hlerabrota“-frv. vísað til 3. umr. Fossavirkjunin. Við 3. umr. þess máls vitnaði Jón Baldv. til þess ákvæðis í lög- um um vatnsorkusérleyfi, að í sér- leyfisbréfi getur ráðherra trygt íslenzkum verkamönnum vinnu, sem við virkjunina verður, og beindi hann þeirri fyrirspurn til M. G. atvinnumálaráðherra, hvort slíkt skilyrði yrði sett i sérleyfið, svo sem sjálfsagt væri. M. Guðm. kvaðst gera ráð fyrir því, að sér- leyíishafa yrði bannað að flytja inn „óþarft“ verkafólk, en ekki mætti taka of mikið af vinnukrafti frá öðrum atvinnuvegum landsins, sagði hann. Þó kvaðst hann ekki gera ráð fyrir öðrum erlendum verkamönnum en sérfræðingum, ejtir að virkjuninni væri lokiö. Jón Baldv. bjöst ékki við, að fleiri menrt myndu vinna við virkjunina en svo, að erlendra verkamanna þyrfti við, annara en sérfræðinga, ef þá nokkuð yrði af henni. Nær- sveitamönnum þar myndi þykja hart undir því að búa, ef þeir yrðu t. d. að víkja fyrir pólskum vinnulýð, sem fær yfirleitt mjög Jág vinnulaun. Einnig minti hann á hinn ónotaða sérleyfasæg, sem alþingi hefir áður veitt til hins og annars, og kvað undarlegt að leggja á -móti tryggingum gegn göbbunum. Svo fór, að br.till. frá Sveihi í Firði um að krefjast 50 þús. kr. tryggingar frá leyfishafa, fyrir efndum á virkjun og sérleyf- isskilyrðum, var samþykt með 13 atkv. gegn 12 að viðhöfðu nafna- kalli. Með henni voru Jón Baldv., Jakob, M. T„ P. Ott., J. Sig. og „Framsóknar“-flokksmenn, nema Ásg. og Klemenz, sem voru á móti henni ásamt Ben. Sv. og 9 íhalds- mönnum, en Öl. Th. og Þórarinn voru ekki viðstaddir. Einnig var samþ. sú till. S.veins, að virkjunar- fresti megi ráðherra að eins lengja um eitt ár, svo að framkvæmdirn- ar verði ekki dregnar á langinn von úr viti, en feld var 3. till. Sv„ um að fella burtu það ákvæði, að ráðherra megi leyfa framsal sér- leyfisins í hendur öðrum mönnum eða félögum. Var frv. svo breytt afgr. tií e. d. með 17 atkv. gegn 2 (J. Baldv. og Sveins). Einkasala. Um einkasölu á áburði var rætt lengi dags, og bar þá margt á góma. M. a. lagði Tr. Þ. þær spurningar fyrir M. Guðm., hvort Jón Þorl. hefði selt ríkinu sement á meðan hann var landsverkfræð- ingur og hvort hann seldi ríkinu byggingarefni nú síðan hann varð ráðherra, og um hvors hag honum myndi þá vera annara, rikisins eða verzlunarinnar „J. Þorl. og Norðmann", og hvor aðilinn græddi á þeim viðskiftum. Loks spurði hann, hvort ekki væri á- stæða til að vernda ríkið og ein- staklinga gegn einokun á sementi og setja upp ríkiseinkasölu á því. M. Gdðm.: Ég var ekki ráðherra þegar Jón Þorl. var landsverk- ingur og skifti mér ekkert af stjórnmálum þá. — Jón Þorl. hafði verið í e. d„ en hann kom að í þessu. Neitaði ,hann því að hafa selt ríkinu sement á meðari hann var landsverkfræðingur, og óskaði, að deildin framseldi Tr. Þ. til að bera ábyrgð orða sinna, ef hann hefði borið á sig sakir á þeim vettvangi. Hitt kvaþst hapn ekkert vita um, hvort verzlun sin hefði selt sement í einstakar opin- berar byggingar síðan hann varð ráðherra, t. d. í Laugaskólann. Tryggvi sagðist þá að eins hafa verið að launa fyrir sig, — því að M. G. stríddi honum sem for- manni Búnaðarfél. við 2. umræðu málsins, en fyrirspurnirnar kvaðst Tr. Þ. gjarna skyldu birta. Hann ber varla fram frv. um einkasölu á sementi. Þetta er rakið sem dæmi um deilur „Framsóknar“- og íhalds- flokkanna. Stríðni, karp og glam- uryrði á báðar hliðar, á milli þess sem liðin mynda alls konar sam- bönd við atkv.gr. um mikilvæg þjóðmál, eða þeir sameinast alveg gegn alþýðunni, svo sem um fest- ingu verðtollsins, sem að eins einn „Framsóknar“-maður var á móti í n. d. í fyrra dag. Magnúsi dósenti þótti áburðar- málið tekið að gerast alvarlegt: Einkasala í vændum! Hélt hann tvær stórskotaræður til að reyna að snúa íhaldsmönnunum frá þeirri villu. Kvað hann aðalatriðið, að útsöluverðið væri rétt. „Hvað er rétta verðið?“ spurði Hákon. Það áleit Magnús ekki koma þessu máli við. Hákon bar honum lika það vitni á eftir, að hann væri duglegur að flækja mál, e» kvaðst þó vænta þess, að undir vissum kringumstæðum vildi hann. unna sannleikanum viðurkenning- ar. Magnús dósent bar fram dag- skrártill. um að vísa málinu frá, í því trausti, að ríkisstjórnin léti hafá nákvæmt eftirlit með verð- lagi áburðarins og sæi um, að það yrði sanngjarnt, en M. Guðm. kvað stjórninni það ekki unt. Jafn- vel Jón Þorl. kvað þarna þurfa að girða fyrir misnotkun sam- kepninnar; hjá einkasöluheimild yrði ekki komist, því að samkepn- in væri úr sögunni hvort sem væri. Fremur væri þó búandi við einkasölu ríkisins en ábyrgðar- lauss einstaklings. Þó kvaðst hann vera með frv. í þeirri von, að til einkasölunnar þurfi ekki að grípa, en Búnaðarfél. endurheimti umboð sitt. Enn fremur mintist hann á, að svo geti farið, ef til- efni gefist, að einhvern tíma síð- ar flytji hann frv. gegn einokunar- hringum, þar sem útilokun sam- keppni á einhverri vörutegund varði sennilega missi söluleyfis þess félags á henni, en síður gerði hann ráð fyrir, að slíkar verzl- anir yrðu leystar alveg upp af þeim sökum. Skyldu íslendingar eiga eftir að sjá hann bera slíkt frv. fram? Það verður gaman að athuga. — Svo fór, að dagskrár- till. Magn. dós. var feld með 17 atkv. gegn 5, en frv. afgr. til e. d.. með 17 gegn 3 atkv.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.