Alþýðublaðið - 28.04.1926, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 28.04.1926, Blaðsíða 3
3 Efri deild. Þar var frv. um sauðfjárbaðanir (afnám löggildingar baðlyfja) vís- að til 2. umr. og landbn. Síöan var 2. umr. f járlaganna og stóö fram á nótt, en atkv.gr. var frestað. Jafnaðarmeim á ísafirðl og konungskoman. ■ „Moggi“ hefir átt simtal við ein- hvern burgeisadindil á Isafirði. Talar sá borginmannlega um, hve Isfirðingar, „bæði jafnaðarmenn og verkamenn,“ séu óánægðir með gerðir jafnaðarmanna í bæjar- stjórninni, þar sem þeir neituðu að sóa fé bæjarins í sumar við íkomu Kristjáns Friðrikssonar köngs í Danmörku. Segir „Moggi“, að samtök verði hafin af ísfirð- inga hálfu til veizluhaldanna. Jafnaðarmennirnir isfirzku vissu það vel, að þótt bæjarins fé væTÍ verndað frá sóun, þá myndu þó ýmsir veizlu- og kóngs-dekurs- fiknir burgeisar leggja sjálfir fram í veizluhöldin. En það er áreiðan- legt, að mikill meiri hluti ísfirð- inga kann jafnaðarmönnum þökk fyrir gerðir sínar í málinu, og það gerir ekki til, þó því sé stung- ið að „Mogga“ — svona til að auka kvéisukvalir hans —, að þetta sama, sem ísfirzku jafnáðar- mennirnir hafa gert, gera jafnað- armenn bæði hér og annars stað- ar, þegar þéir hafa tekið völdin af burgeisastéttinni. r. S. n. Um ðagini ocy vegiim. Næturlæknir er í nótt Daníel Fjeldsted, Lauga- vegi 38, sími 1561. Jafnaðarmannafélagið. Aðalfundur kl. 8 í kvöld í Báru- húsinu. Félagar! Fjölmennið! Togararnir. Baldur hafði 77 tn. lifrar, Menja 70 og Skúli fógeti 77. Einnig komu í gær austri til Viðeyjar, en hingað Tryggvi gamli með 64 tunnur, Jón forseti með 43, Þórólfur og Grimur kamban með 50 hvor. Ölafur kom í morgun með 86 tn. Iþökufundur í kvöld. Kosning embættismanna o. fl. ALÞÝÐUBLAÐID Konnr! Bidjið um Smára* smjorlíkið, pví að Það er efnisbetra en alt annað smjörliki. Verzlun Gunnars Gnnnarssonar. Laugaveg 53. Simi 1950. Libby’s mjolk . . kr. 0.75 Every Day mjölk — 0.75 Dyyeland mjðlk . — 0.75 Columbus mjölk — 0.75 Gullfoss kom frá útlöndum kl. 7 í morgun. Veðrið. Hiti um alt land; 10—4 stig; hæg- viðri, víða logn. Loftvægisjægð fyrir suðvestan land. tJtli't: Hægviðri á Norður- og Austur-landi. Skúrir víða. Suðlæg átt allan sólarhringinn. Samsöng ætla „Karlakór Reykjavíkur“ og „Þrestir'1 úr Hafnarfirði að halda i Nýja Bíó á sunnudaginn kemur kl. 2 og sama dag kl. 5 í Hafnarfirði. Samningar milli verkamanna og atvinnurek- enda á Akranesi voru undirskrifaðir síðast liðinn þriðjudag. Kaupgjald verður sama og áður og gilda samn- ingarnir frá 30. apríl til 31. marz 1927. Trúlofun. Síðast liðinn laugardag birtu trú- . HifaflSskur. Kaffikoumisr. Katlar. Pottar. Nýjar vörur og ódýrar. finnuarJönsson, Sfmi 1580. Vðggar. HjartaáS" smjorlíkið er bezt. lofun sína ungfru Katrín H. Jónas- dóttir og Marteinn Halldórsson bif- reiðarstjóri. 3 Læknishérað Flateyjar hefir verið auglýst laust. Umsóknarfrestur er til 1. júlí. Sjúkrasamiag Reykjavikur. Skrifstofa þess er opin daglega kl. 2—5 og auk þess kl. 5—7 á laug- ardögum vegna verkafólks. Guðsþjönusta í aðventkirkjunni í kvöld kl. 8. Séra O. J. Olsen predikar. Gengi erlendra mynta i dag: Sterlingspund..........kr. 22,15 100 kr. danskar .... — 119,21 100 kr. sænskar .... — 122,08 100 kr. norskar .... — 98,59 Dollar...................— 4,56V2 100 frankar franskir . . — 15,50 100 gyllini hollenzk . . — 183,47 100 gullmörk þýzk... — 108,60

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.