Alþýðublaðið - 29.04.1926, Page 1

Alþýðublaðið - 29.04.1926, Page 1
1926. Gefid út af AIpýðMfiokknum Fimtudaginn 29. april. 98. tölublað. Óprlegt skattamálahneyksli. 1. maí. Verklýðsfélögin hér i bænum hafa ákveðið að halda alþýðudaginn 1. mai hátiðlegan nieð kröfúgöngu og kvöldskemtun. Við undirritaðir formenn Alþýðusambands- ins, Fulltruaráðsins og sambandsfélaganna hér i bænum skorum hér með á verkafólk og alla alþýðu þessa bæjar að taka þátt i kröfugöngunni og öðrum hátiðahöldum dagsins. Athugið auglýsinguna um fyrirkomulag hátiða- haldanna. Ráðstafanir hafa verið gerðar til þess, að 1. mai verði haldinn hátiðlegur viða um landið. Sýnum samtökin. Minnumst alþýðudagsins. Mætum öll. Reykjavik, 26. april 1926. Jón Balduinsson. Héöinn Valdimarsson. Forseti Alpýðusambands íslands. Formaður Fulltrúaráðsins i Reykjavik. Haraldur Guömundsson. Ólafur Friðriksson. Formaður Jafnaðarmannafél. íslands. Formaður Jafnaðarmannafélagsins. Jónína Jónatansdóttir. Guðm. R. Oddsson. Formaður Verkakvennafél. Framsöknar. Form. Bakarasveinafél. íslands. Magnús V. Jóhannesson. Sigurjón Á. Ólafsson. Form Verkamannafél. Dagsbrunar. Form. Sjómannafélags Reykjavikur. Guömundur Halldórsson. Formaður Reykjavikurdeilciar H. í. P. Allri útsvarsbyrði borcjar- Innar dembt á efnammni stéttirnar. Niðurjöfnunarskráin nýútkomna er eitthvert hið greinilegasta merki um það, hversu auðvaldsstéttin ætlar að nota sér yfirráðin í bæn- um, meðan hún hefir þau. Eins og sjá má af stuttum útdrætti, sem birtur er annars staðar í blað- inu, hafa útsvör stóratvinnurek- endanna veriö iækkuð um alt að í 00 000 — hundraö púsundum — króna frá því í fyrra. Að eins eitt stórgróðaféiagið, Aliiance, hefir hærra útsvar en kramvörukaup- maður og skókaupmaður með eina búð hvor. Hlutaféi. „Kveld- ú!fur“, milljónafyrirtæki, hefir að eins 1000 kr. meira útsvar en ann- ar lyfsaiinn og að eins 5000 kr. hærra en önnur smjörlíkisgerðin, sem framleiðir til innlendrar neyztu. Meiri hluti niðurjöfnun- arnefndar er ekki að fást um, þótt hún gefi tilefni til þess, að fatnaður, skór og viðbit alþýð- unnar og lyf sjúklinganna sé dýr. Aftur á móti hafa útsvör efna- minni stéttanna yfirleitt ekki lækk- að, heldur jafnvel hækkað. Slík niðúrjöfnun er svo ógurlegt skattamálahneyksli, að orð þrýtur til að lýsa því. Hlífðin við stór- gróðafélögin er meira að segja þeim til skammar. Að leggja ein- ar 15 þúsundir á h/f. „Kveldúlf' t. d. — það er hér um bil sama sem. að gefa út gjaldþrotayfir- lýsingu fyrir það. Það er á borð við áð færa 10 króna útsvör vinnu kvennanna niður í 1 eyri. Það er hin mesta furða, ef bankarnir fara ekki að gá að sparifé al- mennings, sem þeir eiga hjá stór- atvinnurekendunum, sem' niður- jöfnunarnefndin hefir lýst svona geðslega trausti sínu á. Þetta niðurjöfnunarhneyksli er því átakanlegra, sem auðvaldsfuli- trúarnir í bæjarstjórninni létu það í veðri vaka, þegar alþýðufulltrú- arnir vönduðu um það í fyrra, að ekki var tekið meira til bæjar- ins þarfa af nýfengnum firingróða burgeisanna þá, að því heldur gætu þeir goldið hátt útsvar í ár og áfrarn, þótt lakara yrði ár- ferði en 1924, ef ekki væri gengið hart að gróða þeirra í byrjun. En jressar eru efndirnar. Það er hreint ekki vanþörf á, að alþýða fjölmenni í kröfugönguna 1. maí til þess að mótmæla þess- um óskammfeilna ójöfnuði, og það rnvndi fráleitt skaða smærri atvinnurekendur og kaupsýslu- menn, þótt þeir hlyntu að mót- mælahreyfingunni þenna dag. Alþýða mótmælir. Kappteflið norsk-islenzka. íslendingar unnu hálfa aðra, Norðmenn hálfa skák. Þvi er nýlokið með jafntefli á borði II. Buðu Islendingar nú jafn- tefli, en áður höfðu Norðmenn boðið það, en ísiendingar hafnað, og liafa siðan verið tefldir 19 leikir. í tafliok voru 5 menn á borðinu, köngur og hrókur hjá hvorum tveggja og biskup að auki hjá íslendingum. Úrslitin eru sigur íslendinga með hálfri annari skák móti hálfri Norðmanna.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.