Alþýðublaðið - 29.04.1926, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 29.04.1926, Blaðsíða 3
ALÞÝÐUBLAÐID 3 ’ ið mörgum. -a Skyldi hann hafa heiöur af, ef hann berst næst fyr- ir afnámi Spánarvínssamningsins; en hitt læknar áreibanlega engan, að svifta hann frjálsræði fyrir þær sakir, að alþingi og landsstjórn hafa stuðlaÖ að því, að hann var leiddur á glapstigu. Ný frumvörp. Sildarsalan. S\’0 sem vænta mátti leggur meiri hluti sjávarútvegsnefndar, þeir Öl. Th., B. Línd., Sigurj. og Sveinn, á móti frv. Jóns Baidv. um einkasölu ríkisins á útfluttri síld. 1 þess stað flytja þeir frv. um, að „ef einhverjir þeirra manna, er á síðast liðnu ári feng- ust við söltun eða útflutning síld- ar, stofna félag í þeim tilgangi að sjá um hagkvæmari sölu síldar á erlendum markaði, þá er ráðherra heimilt að veita slíku félagi einka- sölu á sild til útfiutnings.“ Skal öil síld, er félagsstjórnin selur, seid fyrir sameiginlegan reikning, þannig, að verð fyrir sams konar síld verði jafnt handa öllum selj- endum. Heimilisfang félagsins sé á Akureyri. Atkvæðisréttur í fé- Hafið (tið spurt um bvaða verð er á sykri i Vðggnr? Gunnar Jdnsson, Simi 1580. Vöggur. laginu fyigi hverjum 300 íunnum síldar, er félagið selur fyrir fé- lagsmann af framleiðslu næsta árs á undan, og megi sami maður hafa 25 atkvæði. Skylt sé félags- stjórninni að seíja utan Norður- landa alt að 5 af hundraÖi af útfluttri síld árlega, til þess að útbreiða markaðinn. — Bæði síld- arsölufrv. eru á dagskrá n. d. í dag. Kvenréttindi. Bandalag kvenna og „Hvíta- bandið“ hafa sent alþingi áskor- anir um aö nema hvervetna úr lögum þau ákvæði, að konur megi fremur en karlmenn skorast und- an kosningum í trúnaðarstöður. Um dagim og veglmi. Næturlæhnlr er í nótt Magnús Pétursson, Grundarstíg 10, simi 1185. Togararnir. Snorri goði kom af veiðum í gær með 107 tunnur lifrar. Kærufrestur yfir útsvörum er útrunninn 27. mai en ekki 13., eins og misritast, hafði í auglýsingu borgarstjóra hér í blað- inu. Veðrið. Hiti 8—3 stig um alt land, 7 st. í Rvík. Átt austlæg, hæg, víða logn. Otlit: I dag vaxandi austanátt og rigning á Suðurlandi, ef til vill hvass í kvöld. Vaxandi austlæg átt á Suðvesturlandi. Fremur hæg norð- austlæ.gi átt á Norðvesturlandi. Kyrt fyrst, síðan vaxandi austlæg átt og þoka, siðar úrkoma á Austur- og Norðaustur-landi. í nótt: Aust- læg átt, allhvöss eða hvöss sunnan lands. Úrkoma á Suður- og Austur- landi. 1. mai. Gefið nákvæman gaum að auglýs- ingu formanna verkalýðssamtakanna hér í blaðinu til eftirbreytni á al- þýðudaginn. Stýrimannaskólinn. Prófi var lokið þar í gær, og luku 8 nemendur fullnaðarprófi. Þingtíðindi. Þingsál.till. Jónasar Jónssonar um að höfða mál gegn Sigurði Þórðar- syni kemur til uniræðu á morgun í þinginu. Gengi erlendra mynta i dag: Sterlingspund...........kr. 22,15 100 kr. danskar .... — 119,21 100 kr. sænskar .... — 122,13 100 kr. norskar . . ... — 99,72 DoIIar....................— 4,56V3 100 frankar franskir . . — 15,38 100 gyllini hollenzk . . — 183^71 100 gullmörk þýzk. . . — 108,60 Nið urj öf nunar skráin er komin út, og ^er nokkuð vikið að verkinu á henni annars staðar i blaðinu. Hærra en 10 þúsund kröna útsvar hafa þessir einir gjaldendur; Alliance, fiskihlutafélag. . . 25000 Ásgarður,. smjörlikisgerð. . 10000 Defensor, fiskihlutafélag. . 12000 Egill Jacobsen............ 12000 H. P. Duus................ 10000 Haraldur Árnason.......... 17000 Jensen Bjerg.............. 20000 Jóri Björnsson kaupmaður. 10000 Kvöldúlfur.................15000 Einar skálaglam: Iiúsið við Norðurá. Það var enginn vafi, það var lík Smiths majórs, sém Iá þarna. Eiríkur var alveg utan við sig og hver spurningin eftir aðra gaus upp í huga hans. En loks varð sú sem næst lá sterkust, — hvað átti hann til bragðs að taka. Ef til vill yrði hann grunaður. Og Eiríki kólnaði og hann svitnaði við þá tilhugsun. En þá mundi hann eftir því að Sigurður Hannesson, hreppstjórinn, bjó á næsta bæ, Brekkugerði. Það varð vitanlega að segja yfirvöldunum til og láta þau taka málið i sínar hendur. Svo setti Eiríkur lampann á borðið, gekk út og lokaði dyrunum. Hann gerði það svo að Maxwell skyldi ekki verða eins bylt við ef hann kæmi. Hvernig hann koöist heim í Brekkugerði vissi hann varla, hann var nánast meðvit- undarlaus. En þegar þangað kom var alt fólk í fasta svefni. Svo hamaðist Eiríkur á bæjarhurðinni eins og óður maður, svo að fólkið hrökk upp með andfælum. . Sigurður hreppstjóri var maður hægur og gætinn og seigur til allra snúninga. Hann reis fyrst upp við dogg og hlustaði nokkra stund á barsmíðina. Þegar hann svo full- komlega var búinn að átta sig á því að það væri einhver sem vildi finna heimafólkið, sem var að berja, þá fór hann fram á gólfið og gekk síðan á nærbuxunum í mestu hægð- um sínum til dyra. „Hver er það?“ spurði hann sígandi. „Það er ég, Eiríkur úr veiðihúsinu, það er búið að myrða majórinn, hann liggur dauð- ur niðri í húsi,“ kallaði Eiríkur í ofboði. „Já, einmitt það,“ ansaði hreppstjóri og opnaði dyrnar meb mestu hægð. „Þér verðið að koma með ofan eftir,“ sagði Eiríkur. „Ég verð það víst,“ ansaði hreppstjórinn og gekk inn til að klæða sig og segja ma- dömunni frá.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.