Alþýðublaðið - 03.05.1926, Blaðsíða 2
ALÞ.ÝÐUBLAÐID
[alþýðublaðið
< kemur út á hverjum virkum degi.
l Afgreiðsla i Alpýðuhúsinu við
< Hverfisgötu 8 opin frá kl. 9 árd.
3 til kl. 7 siðd.
* Skrifstofa á sama stað opin kl. I
9V2— lOVa árd.ogkl. 8—9 siðd. [
Simar: 988 (afgreiðslan) og 1294 >
. (skrifstofan).
Verðlag: Áskriftarverð kr. 1,00 á
mánuði. Auglýsingaverð kr. 0,15
hver mm. eindálka.
Prentsmiðja: Alpýðuprentsmiðjan
(í sama húsi, sömu símar).
Kröfugangan 1. mai.
Kröfugangan hófst um kl. 2.
Var þá Bárah orðin full af fólki,
sem tók þátt í henni, og hefði
vafalaust verið meiri aðsókn, ef
útlit um veður hefði ekki verið
rigningarlegt. Gengið *var um
nokkrar göíur, og var gangan
myndarleg og skipuleg. Staðar
var numið á Austurvelli, og flutti
Haraldur Guðmundsson þar ræðu,
er birt verður hér í blaðinu. Var
þá mjög tekið -að rigna. Flutti
manníjöldinn sig þá út í Báru-
búð, og fluttu þar snjallar ræður
Hallgrímur Jónsson, Héðinn Valdi-
marsson, Stefán Jóhann Stefáns-
son, Ölafur Friðriksson, Felix
Guðmundsson og Sigurjón Á. Ól-
afsson. Að forgöngu hans var
hinn rauði fáni Alþýðuflokksins
og alþýðustéttar alls heimsins
hyltur með húrra-hrópum. Um
. kvöldið var skemtisamkoma al-
þýðu í Iðnó.
Mein var að því í kröfugöng-
unni, að lúðrablástur vantaði fyr-
ir henni. Var Iúðrasveitin ekki til-
tæk, vantaði einstakar raddir.
Alpingi.
Neðri deM.
Þar byrjaði fundur 1. maí eftir
að þingmenn auðvaldsflokkanna
höfðu horft á kröfugöngu verka-
lýðsins og Haraldur Guðmunds-
son hafði lokið ræðu sinni á Aust-
urvelli.
Erv. um skeratanaskatt til þjóð-
leikhúss, er greiðist frá fleiri stöð-
um en verið hefir, svo sem áður
hefir verið skýrt fra, var afgreitt
til e. d. með 12 atkv. gegn 11 með
þeirri breytingu, að állir sjónleikir
séu í Iægra skattflokknum (10 af
hundraði, br.till. fr^ Jakobj). —
Um þingsál.till. Jónasar um mæl-
•ingu siglingaleiða voru ákveðnar
tvær umr. — Þ.á var lengi rætt um
Lairdsbankafrv., en síðan frestað
umr. Vitnuðu ræðumenn að.venju
til ' Cassels um f jármálakenning-
arnar á'báða bóga, næstum eins
og Grímur meðhjálpari til Síraks,
enda er oft skemtilegra aðgeta
bent á fræðimann sér til uppbótar.
Meiri hluti fjárhagsn. (Kl. J., M.
dós., Ásgeif o'g H. Stef.) jnælir
með því, að frv. verði samp., en
leggur jafnframt til, að sleginn
sé varnagli gegn þvi, að Jon Þorl.
geti rekið eða látið reka nú ver-
andi Landsbankastjórn frá starfi
sínu.
I dag átti að greiða atkv. um
kröfu 6 þingm. úr „Ffamsóknar"-
flokknum um að taka gengisfrv.
T.r. Þ. (stýfinguna) á dagskrá
þegar. , x_
Eíri deild.
Felt að veita Hafnfirðingum ping-
fulitrúarétt.
Þar var bifreiðafrv. endursent
n. d., en síðan kom á dagskrá
frumv. Jóns Baldv. um skiftingu
Gullbringu- og Kjósar-sýslu í tvö
kjördæmi. Einar, Jónas og Guðm.
voru við jarðarför, og stakk Sig.
Eggerz upp á, að atkv.gr. væri
frestað þangað til þeir kæmu, en
Halld. Steinsson, forseti deildar-
innar, kvað það óþarft og neit-
aði um frestun. Bj. Kr. þvældi
málið, en gekk ekki beint framan
að því. sSamt var ekki hægt að
álykta annað af ræðu hans, en að
hann myndi verða á móti þv'í að
lokum, eins og Ól. Th., þó að hann
greiddi þvi atkv. til 2. umr. Jón
Magn. talaði um að breyta þurfi
kjördæmaskipuninni i landinu.
Virtist meining hans helzt vera sú,
að einhverja lausn yrði að fá,
er bætti úri ranglæti kjördæma-
skipuriarinnar, og eftir henni yrði
að bíða, en að hann vissi ekki
hver hún væri(!). Þó játaði hann,
að jafnaðarmenn ættu rétt á fleir-
um þingmönnum en einum að til-
tölu við atkvæðamagn. Mikið var!
' Frv. var síðan felt frá 2. umr.
með 6 atkv. gegn 5 að við hofðu
nafnakalli. „Já" sögðu: Ágúst,
Ingvar, I. H. B., Sig. Egg. og Bj.
Kr., en „nei": E. P., Gunnar, Jó-
hann, Jóhannes, Jön Magn. og H.
Steinsson. — Hefði Sig. Egg. eða
aðrir, sem greiddu frv. atkv., réynt
að beita sér fyrir samþýkt þesss.
þá var í lófa lagið að halda uppi
umr. um frv. í svo sem klst., þar
til hinir þrír komu frá jarðarför-
inni. Hefir oft verið rætt lengur
í deildinni um ómerkara mál, —
þótt ekki sé bent á annað en deil-
una um, hvort konur þyrftu að
vera í hrossakynbótanefndum.
Þar sem ihaldið rikir.
Þá lauk déildin 3. umr. fjár-
lagafrv.
M. a. var skálda- og listamanna-
styrkurinn lækkaður um 2 þúsund
í 8 þús. kr. (8 : 3) og felt að bæta
10 þús. kr. við fjárveitinguna tiJ
að reisa barnaskólahús.
Nýjar pingsályktunartillögur.
J. A. J. flytur þingsál.till. urh,
að n. d. skori á stjórnina að sjá
um, að slysatryggingariðgjöld
skipverja, er vinna fyrir hlut af
afla eða hundraðsgjaldi, séu
greidd af óskiftum afla „skipa og
báta". — Deildin hefir áður felt
sams konar tillögu. — Jónas flyt-
ur þingsál.till. um, að e. d. skori
á stjórnina að reyna að fá frú
Sigrúnu Blöndal í Mjóanesi (við
Lagarfljót) til að stofna og starf-
rækj'a húsmæðraskóla á Hallorms-
stað, og sé hann einkafyrirtæki.
Innlenfil fíðiiadi.
Aflafréttir.
Seyðisfirði, FB., I. maí. .
''Síldarkast hér á laugardags-
kvöld, 11 strokkar, örlítið a
mánudag. Fiskafli er tregur á
Hornafirði og Suðurfjörðum, en
góður hér.
Verkfallið á Eskifirði.
Á Eskifirði tiófst verkfall í fyrra
morgun, og var orsökin sú, að
atvinnurekendur mæltu í móti því
að semja um kaupgjald yfir sum-
artímann. Togarinn Ari kom inn
til salttöku eftir verkfallsbyrjun,
en varð að hverfa frá óafgreiddur.
Samningsumleitun fer fram, og er
útlit fyrrr verkfallslok á morgun.
Hcmir.