Alþýðublaðið - 05.05.1926, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 05.05.1926, Blaðsíða 2
2 ALÞÝÐUBLAÐID \ALÞÝÐUBLA9IÐ \ i kemur út á hverjum virkum degi. ► < ===== —— ► J Afgreiðsla i Alþýðuhúsinu við ► < Hverfisgötu 8 opin frá kl. 9 árd. * i til kl. 7 síðd. I J Skrifstofa á sama stað opin kl. ► < ÐVa—lO1/^ árd. og kl. 8—9 siðd. | < Simar: 988 (afgreiðslan) og 1294 ; 5 (skrifstofan). I < Verðlag: Áskriftarverð kr. 1,00 á > 5 mánuði. Auglýsingaverð kr. 0,15 í J hver mm. eindálka. ► < Prentsmiðja: Alþýðuprentsmiðjan \ 5 (i sama húsi, sömu simar). { Alþingi. Neðri deild. Frv. um skipströnd og vogrek var vísað til 3. umr. að samþ. nokkrum lagfæringum, er allshn. hafði gert. Unclir umræðum um það var nokkuð deilt um, hvort skip sé strandað, þegar það er komið á land. — Þá fór fram fyrri umr. um þál.till. Jónasar um mælingar siglingaleiða fyrir Barðaströndum og á Gilsfirði. Reis þá upp einn þingmaður eftir annan og kröfðu mælinga, hver fyrir sínu kjördæmi. Endirinn varð sá, að málinu var vísað til stjórn- arinnar með 13 atkv. gegn 2 (till. J. A. J.). Séra Sigurður Gunnarsson, áður prestur í Stykkishólmi, var kos- inn gæzlustjóri Söfnunarsjóðsins til ársloka 1927, í stað Ólafs sál. Briem, með 25 atkv., en 1 seðill var auður. Einnig var Ingólfur Bjarnason alþingismaður kosinn í stjóm Minningarsjóðs Jóns Sig- urðssonar frá Gautlöndum til árs- loka 1931, í stað Sigurðar sál. Jónssonar frá Yztafelli. Fyrst fengu þeir Ingólfur og Guðmund- ur Friðjónsson 13 atkv. hvor, en Klemenz Jónsson 1, en er kosning- in var endurtekin bættist við Ing- ólf það atkv., er KI. J. fékk áður. Sildarsalan. Síklarsölufrv. meiri hluta sjáv- arútvn. kom til 2. umr., var rætt og síðan frestað þar til í dag á- samt einkasölufrv. J. Baldv. Bj. Línd. viðurkendi enn, að einkasala sé eina ráðið til að bjarga síldar- útgerðinni. — Hann ætti að stíga sporið heilt og fylgja frv. Jóns Baldv. Þá væri síldveiðunum bezt borgið, ef alþingi bæri gæfu og ætti víðsýni til að samþykkja það. — Þeir Björn og félagar hans, er að síldarsölufélagsfrumv. standa, hafa nú flutt þær br.till. við það, að stofnendur sölufélagsins megi ekki vera færri en 20, og megi þar á meðal vera útgerðarmenn frá fyrra ári, þótt ekki hafi þeir selt síldina út sjálfir né látið salta hana; að félagsstjórnin megi banna að salta eða krydda síld til útflutnings frá 15. nrarz til 25. júlí ár hvert, ef bannið er auglýst með mánaðar fyrirvara, — til að koma í veg fyrir að gölluð vara sé seld —, en þetta var í frumv. reglugerðaratriði; að félagsstjórn- in megi selja þá síld innan lands, >r hún telur ekki svara kostnaði að flytja út, og að tilraunir með nýja meðferð síldar til útflutn- ings á nýja markaði geti hún lát- ið gera á kostnað félagsins. Loks leggja þeir nú til, að ákveða atkvæðisrétt í félaginu þannig, að eitt sé fyrir hverjar 200 tunnur seldrar síldar, í stað 300 tn., á sama hátt og áður hefir verið skýrt frá, en sami maður megi hafa 35 atkv. — (Þar skal mann- gildið mælt í tunnum.) Efri deild. Þar varð að lögum frv. um veitingu ríkisborgararéttar til handa þeim Kláusi Níelssyni, Júli- usi Sghopku og Lárusi Kristjáns- syni í Krossanesi, og mun þá jafnframt leyfilegt að skrifa og beygja nöfn þeirra á íslenzku. — Frv. um fræðslu barna var vísað til 3. umr. Síðan flutti Jónas fram- söguræðu sína um málshöfðanir gegn Sigurði Þórðarsyni í tvær stundir eða þ. u. b., og var umr. síðan frestað. Kvað hann þurfa að 'koma, í ljós álit alþingis um, hvort S. Þ. sé fær til að bera ábyrgð orða sinna í „Nýja sáttmála“, sem Jónas vitnaði til, og þá í annan stað, hvort þau skuli standa ómót- mælt. Barnafræðslan. Mentamálanefnd e. d. vildi breyta fræðslukröfunum að nokkru, þeim, sem gerðar eru til 14 ára barna í frv. M. a. skyldu þau geta sagt frá aðalatburðunum í þremur helztu íslendingasögun- um og vita nokkuð um æfiatriði merkustu manna þjóðarinnar og þektustu manna veraldarsögunnar, en hins vegar yrði ekki skyldu- nám í tímabilaskilgreiningu sög- unnar né í almennum brotum talna, nema því, að breyta al- mennum brotum í tugabrot og reikna þar eftir. I stað þess að í frv. er börnum ákveðið að læra ættjarðarljóð og söngljóð, skyldn þau læra nokkur fegurstu kvæði eftir merkustu skáld íslenzk síðan um 1800. — Br.till. þessar voru allar feldar, og jafnvel einn flm., Jóhannes, greiddi atkv. gegn sum- um þeirra, og báru þeir Jón Magn. því við, að samþykt þeirra gæti tafið frv., og taldi Jóhannes a. m. k. suma úr mentamálan. n. d. and- stæða nokkrum breytinganna. Jón- as taldi þá réttara, að þingið væri að éins í einni deild, heldur en að nefndastörf væru ónýtt sökum hræðslu við, að þingið hiypi frá málunum. — Það er gömul og ný krafa jafnadarmanna, að þing starfi í einni deild, því að hrakn- ingar milli deilda og afturhald öldungadeilda (sbr. önnur kosn- ingalög hér) hafa oft orðið góðum málum til tafar. Af aðalbreytinga- till. nefndarinnar var sú samþ., að börn skuli læra um áhrif heilsu- spillandi nautnameðala, t. d. vin- anda og tóbaks. Ný þingsályktunartillaga. Enn flytur Jónas eina þeirra um, að e. d. skori á landsstjórnina að gefa skýrslu um kostnað ríkis- sjóðs sökum þess, að bæjarfóget- inn hér og málafærslumaður við réttinn eru feðgar, svo að setja þarf setudómara af þeim sökum; að stjórnin leiti álits málfærslu- mannafélagsins í Reykjavík um það skipulag og leggi skýrslu um það fyrir næsta þihg, og að hún leggi þá fram frv., er ákveði sömu aðstöðu málfærslumanna, sem eru skyldir eða tengdir undirdómur- um, eins og gildir um hæstaréttar- lögmenn, sem skyldir eða tengdir eru dómurum í þeim rétti. — Al- þýðublaðið hefir fengið þær upp- lýsingar, að þau lög séu þegar í gildi, og samkvæmt þeim víld undirréttardómari sæti, ef t. d. sonur hans fiytur mál fyrir rétt- inum. Vömskip, .JJagny l.“, kom i morgun með sement o. fl. til Hallgrims Bene- tiktssonar og félaga hans.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.