Alþýðublaðið - 05.05.1926, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 05.05.1926, Blaðsíða 3
ALÞÝÐUBLAÐID 3 Aðvornn. (Grein þessi hefir legið lengi hjá blaðinu, en ekki komist að vegna prengsla, og er hún pó birt nú eftir eindreginni ósk höfundar. Ritstj.) Tilefni þess, að ég skrifa þessar línur, er það, að siðast liðið sumar bað mig ekkja, sem ekki á heima hér í bænum, að sækja fyrir sig um styrk úr svo kölluðum Styrktarsjóði V. Fischers, er Nicolai Bjarnason hefir eitthvað með að gera, enda auglýsti hann, að þeir, sem ætl- uðu að sækja um styrk úr þessum sjóði, gætu sótt eyðublöð undir um- sóknir á skrifstofu sína. Gerði ég það og færði síðan ekkjunni eyðu- blaðið til þess, að hún gæti látið út- fylla það. Afhenti hún mér það síð- an, en ég lagði það þá þegar inn á skrifstofu Nic. Bjarnasonar, og varð hann sjálfur til að veita um- sókninni móttöku. Tjáði ég honum, að hún kæmi heldur seinna en vera bæri eftir hans auglýsingu, og sagði hann það ekkert gera til. Leið svo fram í dezember, að ég fór að grenslast eftir, hvort þessi ekkja hefði orðið styrks aðnjótandi. Þá skeði það einkennilega, að Nic. Bjarnason fann ekki umsókn þess- arar ekkju og nafn hennar hvergi Alum. P O T T A R mjög þykkir og af öllum stærðum nýkomnir. Verðið ötrúlega lágt. Guxtnar Jónsson, Simi 1580. Vöggur. skrifað. Kannaðist hann ekkert við, að sótt hefði verið um styrk fyrir hana. Spurði ég þá Nic. Bjarnason, hvernig stæði á þvi, að hann fyndi ekki nafn eða umsókn þessarar ekkju, þar sem hún meira að segja hefði sótt um styrk áður og fengið hann, enda hljóti síðasta umsókn að hafa glatast hjá honum, þar sem hann hafi sjálfur tekið við henni af mér. Segir þá Nic. Bjarnason, að hann viti ekki, hvernig standi á þessu, en samt viti hann, að um- sóknin hafi ekki glatast hjá sér. •Þóttu mér þetta dálítið skrítin svör, þar sem bæði hann og ég hlutum að vita, að umsóknin fór engra á milli nema okkar beggja, enda vildi Nig. Bjarnáson auðsjáanlega ekki meira um þetta tala og fór þar með út af skrifstofunni, og gat ég þá ekki átt meira við það í það skiftið. Leið svo til 28. dez., að ég fer aftur til Nic. Bjarnasonar að vita, hvort hann hefir ekki fundið um- sóknina og hvort hann ætlaði að halda því fram, að hann hefði ekki glatað umsókninni, og fékk ég ekki annað en sömu svörin og í fyrra skiftið. Sagði ég honum þá, að ég neyddist til að opinbera hann í blöð- um, þótt um smámuni væri að ræða, þar sem hann sýndi mér fádæma- ósvifni með því að vilja ekki kann- ast við að hafa tekið við umsókn- inni. Sagði Nic. Bjarnason þá, að ég skyldi bara opinbera sig i blöðum, en hefir auðvitað haldið, að ég gerði það ekki eftir minrii aðstöðu i mannfélaginu. Annars þoli ég ekki að slík rangindi séu höfð í frammi gagnvart fátækri ekkju. Það er ó- hætt að almenningur sjái, hverjir það eru, sem það gera. (Frh.) H. Jónsson. Unt daginsfi og veginn. Næturlæknir er í nótt Jón Hj. Sigurðsson, Laugavegi 40, sími 179. Sambandsstiömarfundur kl. 8,30 í kvöld. Carl Kuchler, hinn kunni þýzki Islandsvinur, er kominn hingað ásamt konn sinni, og ætla þau að dvelja hér um hríð. Björgunarskipið „Ægir“ fór héðan í fyrra _dag áleiðis til Danmerkur. Hefir því ekki heppn- ast að ná „Ásu" út aftur. Helgidagafriðunin. Við hana áttu ummælin i efri- deildarfréttunum í gær, um að þau lög væru hert nokkuð og um gát stjórnarinnar á heiðrun þeirra. Glimusýning Danmerkur-faranna er kl. 9 í kvöld. Kolanámudeilan enska. Yfirlitsgrein um hana og tildrög hennar hefst í blaðinu á morgun. Gengi erlendra mynta í dag: Sterlingspund. . . , . kr. 22,15 100 kr. danskar .... — 119,28 100 kr. sænskar .... — 122,32 100 kr. norskar .... — 99,54 Dollar................— 4,57V4 100 frankar franskir , . — 15,21 100 gyllini hollenzk . . — 183,87 100 gullmörk þýzk... — 108,60 Sjúkrasamlag Keykjavikur. Skrifstoía þess er opin kl. 2—5 virka daga og á laugardögum auk þess kl. 5—7. Einar skálaglam: Húsið við Norðurá. á Sigurð. „Idiot!“ spýtti hann út á milli tann- anna. En Sigurður dáðist að lærdóminum. „Héma er hnífurinn,“ sagði læknirinn og dró vopnið úr sárinu. „Það er sjálfskeiðingur nokkuð stór. „Það er víst varla nokkur vafi á því, að þetta sé hnífurinn,“ lopaðist út úr Sigurði. Nú sprakk sýslumaður alveg i loft upp. „Heyrirðu, læknir? hvað ,fjolsið‘ segir,“ stimdi hann. „Er það ekki alveg ,desperat‘. Það er ,sgú‘ synd að segja, að landsstjómin ,ökónómíseri‘ með kraftana, þegar hún lætur ,kapacitet‘ eins og okkur þurfa að .forpokast* við að .dirigera' þessum sauðsvarta sálar- ,pöbli‘.“ Fokvondur fleygði hið sálræna yfirvald sér í stól, opnaði réttárbókina og byrjaði yfirheyrsluna: „Ár 19. . hinn 4. ágúst var lögregluréttur settur og haldinn í veiðihúsinu við Norðurá af hinum regluksga' dómara, Gunnlaugi sýslu- manni Elentínussyni, með undirrituðum vott- um. Fyrir réttinum mætti Sigurður hreppstjóri Hannesson í Brekkugerði, 58 ára, og var ámintur um sannsögji.“ , , . Ekkert þótti sýslumanni eins skemtilegt í embættisfærslunni eins og að áminna um sannsögli, og aldrei komst list hans hærra en þegar hann með háfleygum likingum lýsti því fyrir titrandi vitnúm, hvernig tukthúsdyr, þessa og annars heims galopnuðust fyrir þeim, ef þau segðu ekki honum — Gunnlaugi sýslumanni Elentínussyni — bláberan sann- leikann. „. . . pg þér hafið þar með ekki að eins týnt virðingu og trausti samborgara yðar þessa heims, heldur og glatað ódauðlegri sál yðar, dýrmætasta hnossi, sem forsjónin hefir gefið yður,“ klykkti hann út, og sprakk um lpeið, þvi að hann var kominn alla leið upp á hzáa c-ið.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.