Alþýðublaðið - 06.05.1926, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 06.05.1926, Blaðsíða 3
6. maí 1926. ALÞÝÐUBLAfilD veldara myndi að sannfæra þá' af enskum stjórnmálamönnum, er hyggnastir væru og víðsýnastir, og vinna þá málinu til íylgis, þegar hægt væri að færa fram vísindaleg rök, heldur en enska útgerðarmenn, sem hafa stundar- hag af því ástandi, sem er. — Um nauðsyn rýmkunar landhelg- innar voru allir sammála, og var málið afgreitt til e. d. með 21 samhlj. atkv. Þingsál.till. J. A. J., er stefnt var gegn .lánveitingum úr Fiski- veiðasjóðnum til hafnarbóta í Reykjavík og á Akureyri, var vís- að til stjórnarinnar (till. Ól. Th.), og var talið, að smærri lánbeiðn- uin úr sjóðnum yrði hægt að sinna, þótt þessi lán væru veitt. Síldarsalan. Félagseinkasölufrumv. var fyrst vísað til 3. umr., og höfðu þá fíutningsmenn þess fallist á, að þeir, sem leggja fram gögn fyrir, að þeir ætli að gera. skip út á síldveiðar eða láta salta' eða krydda síld þetta ár, megi verða stofnfélagar ásamt hinum, sem höfðu þá atvinnu í fyrra, og var br.till. þeirra þar um samþ. og önnur, er veitir féiagsstjórninni rétt til að ákveða fyrir eitt ár í senn, hve mikla síld megi salta og krydda til útflutnings. Aðrar till. þeirra, er skýrt var frá hér í blaðinu í gær, voru einnig sam- þyktar, nema aukning „tunnuat- kvæða" eins manns var feld. Næst kom frv. Jóns Baldv. um rikiseinkasölu á síld til 2. umr. Benti hann á, að í því væri tekið sterkari tökum á málinu og að á þann hátt væri meiri trygging fyr- ir góðum árangri. Samkvæmt hinu frumvarpinu með hlutafélagsblæn- úm myndu þeir félagsmenn, er mest hefðu fjármagnið, bráðlega ráða jnestu, en allir, sem starfa að síldveiðum, ættu að hafa notin af endurbötunum. Með ríkiseinka- sölu væri miklu meiri trygging fyrir því, að sölustjórnin yrði skipuð með hag fjöldans fyrir augum. Hún værí og tryggari en söluiélagsstjórn einstaklinga gegn því, að sá orðrómur legðist á, að hún hugsi að eins um hag stórútflytjendanna. Þegar skipulag væri komið á síldarsöluna, yrði bönkunum að vonum óhættara að eiga fé í lánum til síldarútgerð- ar, heldur en ella er. Síðar gæti ríkið svo tekið sildarverksmiðj- urnar undir sína stjórn, en þá þyrfti það að eignast nýjar og góðar verksmiðjur, og kvað bezt, eins og nú standa sakir, að þær væru einkum á Siglufirði. — Ja- kob sagði, að úr því komið væri mn á þessa braut, þá væri betra að samþ. þetta frv. en hitt. Ját- aði hann, að síður sé hætt við að ríkiseinkasölu sé misbeitt en ein- okun einstakra manna. Samþykt félagssölufrv. kallaði hann tvöfart brot gegn „frjálsu samkeppninni", og væri alls ekki örugt um, að úr slíku félagi gæti ekki orðið okurhringur. — Jón Baldv. taldi réttara, að atkvæðagreiðslu um sitt frv. væri frestað, eins og sakir stóðu, þar eð svo gæti farið, að það greiddi fyrir framgangi þess, ef félagssölufrv. félli áður, og væri því rétt að sjá fyrst, hversu því reiddi af í deildinni. Kom ríkiseinkasölufrv. því ekki til atkv. að því sinni. Svo fór, að samkvæmt óskum ýmsra þingmanna á víxl voru þau mál, er eftir voru á dágskrá fund- Éinar skálaglam: Húsið við Norðurá. VII. KAFLI. Yfipvðld i algleymingi. Miéðan 'skjáldiafákurinn 'hnieggj^lði laus- beizlaður heima í Borgarnesi, sat Gunnlaugur sýslumaður á dómstólnum í veiðihúsinu og áminti um sannsögli. Það var liðið fram að hádegi og múgur og margmenni úr sveitinni hafði þotið niður að veiðihúsi til að sjá vegs of merki og hlusta á og sjá þegar yfirvaldið tækii í lurgihn á söku- dólginum og léti hann fá makleg málagjold. Sýslumaður var búinn að prófa ótal vitni og búinn að færa óyggjandi sönnur á eittt og annað, sem var nógu nýstárlegt að vita, t. d. að tveir gluggar og dyr væru á framhlið veiðihússins, en tveir gluggar væru á stöfn- am, að húsið væri eldrautt á lit og ýmislegt fleira, sem upplýsti morð majórsins jafnmikið. Hann hafði einnig tekið nákvæman fram- burð undir eiðstilboð af Sigurði hreppstjóra um það, með hvaða hætti hann hefði komist úr rúminu um nóttina, og höfðu þessar yfir- heyrslur allar fgengið eins og í sögu. Sama er að segja um yfirheyrsluna yfir Eiríki með augað, sem vitaniega reið mest á. En þó var um skeið eins og þar ætlaði að koma babb i bátinn. Það var hin fast að því vísindalega nákvæmni hins ágæta dóm- ara, sem þarna virtist ætla að hljótast vand- ræði af. Alt yildi hann vita; óseðjandi spurði hann um alt. Meðal annars var hann mjög áfjáður í að vita, hvaða erindi Eirikur með augað hefði átt i Borgarnes daginn áður. Eiríkur komst í standandi vandræði, því að það sá hann, að hvað sem öðru leið, þá var erindi hans ekki lagað til þess að vera nefnt upphátt í rétti og lenda inni í málsskjöl- unum, og hann varð órór og fór að stama. Hið næma eyra yfirvaldsins fann, að hér átti eitthvað dult að fara. Hann hvest.i hinar haukfráu sjónir á Eirik þrumaði mælskur eins og meistari Jón yfir honum mergjuð- ustu sannsöglisáminninguna, sem hann átti til, en þar var tvisvar minst á helvíti og kvalirnar. Eiríkur var alveg að digna. Hann ætlaði að fara að segja alt af létta. En þá spurði sýslumaður hann með einkar-léttu bragði — alveg eins og hann væri búinn að gleyma erindi Eiríks í Borgarnes —: „En sáuð þér ekkert til Maxwvells, þjónsins', á ieiðinni?" Eiríkur vissi ekkert, hvaðan á sig stóð veðrið; svo kom þessi breyting honum á óvart. Hann litaðist um í ,allar áttir og sá

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.