Alþýðublaðið - 08.05.1926, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 08.05.1926, Blaðsíða 3
8. maí 1926. ALÞÝÐUBLAÐID 3 III. í klæðasmiðjunum er að eins tíundi hluti verkamanna i samtökum. Upphaflega var verkfallið ein- göngu mótmæli gegn kauplækkun. En athæfi iðnrekenda og yfirvalda hefir komið því til ieiðar, að verkamennirnir hafa nú tilkynt, að verkfallinu verði ekki aflétt, fyrr en búið sé að láta þá verkfalls- menn lausa, sem. settir hafa verið í fangelsi, kaupið hækkað um 10 til 20 af hundraði, 44 stunda vinnu á viku sé á komið, heilbrigðis- lastandið í verksmiðjunum sé bætt, allir, er skaðast hafa af ofbeldi lögreglu og hers, fái bætur fyrir meiðslin og félagsskapur verka- manna sé viðurkendur af atvinnu- rekendunum. Að klæðaiðnaði Vesturheims vinnur, um ein milljón karla, kvenna og barna. Verkafólkið er að miklu leyti utan samtakanna. Iðnaðurinn er á eftir timanum. Vélarnar eru gamiar. Framleiðslu- aðferðirnar og vörusalan gengur eftir sömu reglum og fyrir 25 ár- urn. En verksmiðjueigendurnir græba samt sem áður milljónir. Oft strita verkamennirnir eins og þrælar, en bera þó minna úr být- um en aðrir verkamenn í Vestur- heimi. Margar tilraunir hafa verið gerðar til að koma á umbótum meðal verkafólksins i.klæðasmiðj- unum. En allar tilraunir í þá átt hafa farið út um þúfur. Þegar verkfallið skall á var að eins tí- undi hluti verkafólksins j samtök- um. Tvö prósent af honum til- heyrði I. W. Wþrjú prósent „The Americán Federation of La- bor“ og fimm prósent „The Amalgamated Textile Workers.“ IV. Stúdentarnir við Harvard- og Yale-háskóla styrkja verkamenn. Hvernig geta 21 000 verkamenn og fjölskyldur þeirra, sem ekk- ert höfðu afiögum, dregið fram lífið vinnulausir í hálfan þriðja mánuð? Það er óskiljanlegt, en engu að síður hafa þeir gert það. Hungrið er hryllilegt i JPassaic, Clifton og Garfield. Verkfalls- fólkið vantar alt nema hugrekki, von og eldmóð. Albert Weisbord — „bolsivik- inn“, sem blöð lýðveldissinna kalla — safnaði nokkur þúsund dollurum meðai stúdenta við Har- vardháskóla. Stúdentarnir við Yaleháskóla höfðu skotið saman nokkrum þúsundum. Kvenstúd- entar við Columbíuháskóla reyttu saman nokkur þúsund doll- ara á götunum í New-York. Lög- reglan tók þær fastar fyrir ó- leyfilegt betl. Verkamennirnir i klæðaverksmiðjunum í Chikago láta af hendi 10 prósent af kaup- hýru sinni. Þingmaðurinn Robert La Folette, Clarence Darrow málaflutningsmaður og William Grénn, forseti verkamannasam- bands Ameríku, hafa safnað nokkrum þúsundum handa verk- fallsfólkinu. En hið auðuga lands- samband í Ameríku hefir ekki enn þá látið af hendi grænan eyri. Davis, atvinnumálaráðherrann í Bandaríkjunum, hefir tilkynt Weisbord, að hann skuli semja við verksmiðjueigendurna, ef verkamennirnir byrji þegar í stað að vinna. Verkfailsmenn af- báðu sér aðstoð atvinnumálaráð- herrans. Atvinnurekendurnir hafa lýst yfir því, að þeir semji hvorki við Wiesborn né neina verkfalls- menn né sendiboða þeirra. V. Borgarstjörinn i Passaic á að kenna verkfallsmönnum „ósvikna ameriska lexiu“. Tekst atVinnurekendum að s.velta í hel verkafólkið? Nei. Þeim tekst það ekki. Grimdar- æði verksmiðjueigendanna og yf- irvaldanna i Ameríku hefir vald- ið þvi, að nú er hótað verkfalli í öllum klæðasmiðjum Vesturheims. Verkafólkið í Lawrence, Sodi og öðrum klæðaémiðjubæum í New Jersey hefir hótað að hætta vinnu, ef lögreglan i Rassaic geri enn þá aðsúg að verkfallsmönnum. Þetta hefir skotið valdhöfunum í New .lersey skelk í bringu. Á sunnudagsmorguninn söfnuð- ust þau yfirvöld fylkisins, sem játa katólska trú, saman til alt- arisgöngu í eina katólsku kirkj- una í Passaiq! Eftir hina heilögu athöfn var skotið á fundi og verk- fallsmálið tekið til umræðu. Þau yfirvöldin, sem töldust til mót- mælendatrúar, voru og á þess- urn fundi. Fundurinn byrjaði með ræðu, er forseti verzlunarhagstofunnar í borginni flutti. Hann kvað verk- fallið stafa af því, að verkamenn- irnir hefðu hlustað á villuheim- speki, heimspeki, sem kennir, að þessi setning: „yfirvöldin bera ekki sverðið til einskis“, feli það ekki í sér, að hinum undirgefnu beri að hlýða yfirboðurum sínum í öllum greinum. Ræðumaður sagði enn fremur, að eina ráðið til að koma vitinu fyrir verka- menn, væri að senda predikara út á göturnar í stað hermanna og lögregluþjóna, en þó predikara, sem ekki fölsuðu Heilaga ritn- ingu!*) Borgarstjórinn í Passaig lýsti yfir því, að lundarfar verkfalls- mannanna væri evrópiskt. Og hann bætti því við, að hann og undirmenn hans ætluðu ekki að hlífa verkfallslýðnum, heldur kenna „boIsivikunum“ úr Evrópu „ósvikna ameríska lexíu.“ VI. Ástæður verkamannafjölskyld- anna eru hryllilegar. Ef verkfallið grípur um sig, verður ekki komist hjá að rann- saka ástandið opinberlega. Fram- sóknar.leiðtogarnir í þinginu hafa heitið að' gæta þess vandlega, að rannsóknin skuli ekki fara fram með sama hætti og títt er í Ame- ríku. Jafnvel svívirðilegustu atferli skuli verða afhjúpuð. Að 12 ára gömul börn vinna átta klukkustundir á hverjum degi í þessum verksmiðjum, að mæður og ógift kvenfólk vinnur yfir 10 stundir á hverri nóttu meö að eins 15 mínútna hvíld, að þessar vesíings manneskjur lifa við sárustu eymd, að íbúðirnar, sem félögin leigja á 11 dollara urn mánuðinn, eru svo hraklegar, ,sem hugsast getur, að eins eitt herbergi og kró með engum eldhúsglugga, að eldstæðin eru óhæf, að hvert hús er troðfult- af rottum og kakkerlökkum, að einungis 30 prósent af börn- unum í Passaig og Garfield njóta * Beriö Jjennan kafla og reyndar alla frásögn Lundquists saman við XVIII. kafl- ann i Bréfi til Láru og höfuópöstana i Opnu bréfi til Árna Sigurðssonár og Eldvígslunni! Finst ykkur ég hafa ástæöu til að kvíða pólitískum og trúarlegum „dómi sögiinnar*? Þ. Þ.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.