Alþýðublaðið - 08.05.1926, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 08.05.1926, Blaðsíða 5
áleýðublaðid 5 fýsi sumra þingmanna hefði ráðið talsverðu þar um. Frv. um að ýmsar opinberar byggingar og þvílík hús í Beykja- vík skuli undanþegin fasteigna- og lóðagjaldi til bæjarins, var visað til 3. umr. með 20 atkv. gegn 3. Taldi Jón-Baldv. ranglátt, að bæn- um væri gert að fá ekkert endur- gjald fyrir kostnað þann og þæg- indi, sem hann ber og veitir við hús, sem ríkið á, og væri það á- gengni við bæjarfélagið. Jafnframt sannaði hann hvort tveggja, að Jón Þorl. hefði talið gjald þetta sanngjarnt, þegar lögin voru sett, 1924, og jafnframt hitt, að nú hefði hann komið afnámsfrumv. ♦nn í þingið, þótt aðrir hefðu ver- ið fengnir til að bera það fram, og spurði svo, hvoit snúningur þessi stafaði af þvi, að nú ætlaði hann sér að verða þingmaður annars stærra kjördæmis en Reykjavíkur. Við 3. umræðu um Landsbanka- frv. benti Jón Baldv. á, að Lands- bankinn hefir dafnað batur en fslandsbanki, þrátt fyrir það, þó að hann hafi verið olnbogaba'rn þings og stjórnar, og að styrkur hans liggur í skipulagi hans, þar eð hann er eign þjóðarinnar, en ekki hlutabanki, og freistingin því minni til að elta eigin gróðavonir og tefla þar á fremsta hlunn. Bankastjórar hans hafa líka föst laun, en ekki ágóðaþóknun, svo aö þar væri braskfreistingin ekki aukin. Hann hefði líka haldið trausti fólksins. Honum sé því betur trúandi fyrir seðlaútgáfunni en hlutabanka. Enginn héldi því heldur fram, að hafa ætti ,frjálsa‘ útgáfu seðla, sbr. „frjálsa verzl- un“. Hins vegar væri stofnféð, sem seðlabankanum væri ætlað i frv., 3 millj. kr., alt of lítið. Þá benti hann enn frernur á, að í stað þess að stofna nýjan einkabanka ætti að auka og efla banka þjóð- innar. Einkabankarnir gætu orðið oss íslendlngum til erfiðleika síð- ar meir, eins og komið hefir á daginn um þann, sem fyrir er. — Enn fremur sýndi hann stjórn- inni fram á, að hún hefði átt að leggja meiri áherzlu á, að járn- brautarmálið, sem hún hefði þó staðið að, dagaði ekki tfppi í þing- inu, eins og nú lítur út fyrir að verði. Sýndi þar í vanstyrk henn- ar til að koma fram nauðsynleg- framkvæmdamálum, þótt hún virt- ist hafa nógu stóran flokkinn um sig í sessinum. Nokkru fyrir miðnætti var umr. fréstað, þá er Ben. Sv. hafði flutt meira en tveggja stunda ræðu fyr- ir ríkisbankafrumvarpi sínu. Þess gleymdist að geta í gær, að breytingar minni hluta fjárh.n. n. d. við gengisfrv. voru sarnþ. Fréttir frá e. d. verða að bíða næsta blaðs vegna þrengsla. Atkvæðagreiðslur gegn útsölumSpánarvína. Áskorun til alþíngis frá Um- dæmisstúkunni á Suðurlandi. Á fulltrúafundi, er umdæmis- stúka Góðtemplara á Suðurlandi hélt í Hafnarfirði á sunnudaginn var, var svofeld áskorun samþykt í einu hljóði og hefir verið lögð frant á alþingi: „Umdæmisstúkan nr. 1 skorar á alþingi: 1. að samþykkja þingsál.till. þá, er flutt hefir verið í efri deild þess, um niöurlagningu áfengis- útsölunnar á Sigluíirði, 2. að fela stjórninni: a) að láta fara fram í hverjum kaupstað um sig, þar sem slík vínsala er látin fara fram, al- menna atkvæðagreiðslu urn, hvort vínsölunni skuh haldið áfram eða hún lögð niður, — ef bæjarstjórn eða firnti hluti kjósenda í kaup- staðnum óska slíkrar atkvæða- greiðslu, og b) að hún láti vínsöluna niður falla, ef ósk um það er samþykt við þess konar atkvæðagreiðslu.“ Um daginn og veginn. Næturlæknir er i riótt M. Júl. Magnús, Hverfis- götu 30, simi 410, og aðra nótt Árni Pétursson, Uppsölum, simi 1900. 40 ára afmæli unglingareglunnar er á morgun. Ungl.stúkan Unnur nr. 38heldurhátíða- fund með inntöku nýrra félaga kl. 10 f. h. Sverrir F. Johansen frá Reyðar- firði stjórnar fundinum. Svöfu-félaga biðja gæziumenn að koma k). 1'/4 að Templarahúsinu á morgun til að vera við minningarguðsþjónustu. Ungmennafélagshúsinu. Aðgangur ókeypis. Meðal farþega á Lyru siðast til útlanda var ung- frú Jórunn Bjarnadóttir, yfirhjúkr- unarkona á Kleppi. Barnaskðlabyggingin. Á bæjarstjórnarfundinum síðasta voru lagðir fram fullnaðaruppdrætt- ir að skólabyggingunni nýju, sam- þyktir af skólanefnd og byggingar- nefnd, og tillaga frá skólanefnd Um að byrja nú þegar á skólabygging- unni. P. Halld. og Magnús dósent höfðu ekki verið á fundi skólanefnd- ar. Á bæjarstjórnarfundinum hreyfði J. Ól. frestun á byggingunni, en H. H. og Ó. F. mótmæltu. Var tillaga skólanefndar síðan s;amþykt með öll- um atkvæðum gegn einu (J. Ól.). í nefnd til að standa fyrir bygging- unni voru kosnir skólanefndarmenn- irnir nema Magnús dós., en í stað hans Guðm. Ásbj. Félagið „Norden“ hefir boðið tveimur mönnum héðan úr verzlunarstétt á mót verzlunar- manna, sem haldið verður i Gauta- borg i þessum mánuði. Til fararinnar hafa verið valdir þeir Brynjólfur Þorsteinsson starfsmaður í Landsbank- anum og Ásgeir Ásgeirsson starfs- maður á Vitamálaskrifstofunni. Þeir föru með Lýra. Næturvörður er næstu viku í lyfjabúð Lauga- vegar. Landhelgisbrot. „Þór“ tók. i gær tvo togara af land- helgisveiðum austur fyrir söndum, þýzkan og enskan, og flutti til Vestm. eyja. Færeyski maðurinn fanst i gær i Gufunesshöfðanum og var fluttur hingað í Herkastalann og er undir læknishendi. Veðrið. Hiti 6—1 stig. Útlit fyrir hægviðri áfram. Messur á morgun: í dömkirkjunni kl. 11 séra Bjarni Jónsson, kl. 5 séra Friðrik Hallgrímsson. Engin messa í fríkirkj- unni. 1 Landakotskirkju kl. 9 f. m. hámessa, kl. 6 e. m. guðsþjónusta með predikun. í sjómannastofunni ki. 6 e. m. guðsþjónusta. Togararnir. í gær komu: Njörður m,eð 70 tn. Egill Skallagrímsson með 58, Apríl með 52 og í morgun Arinbjörn hersir með 75 og Otur með 65. Alþýðublaðið er sex síður i dag. Skólasýning á smiðisgripum og teikningum úr kvöldskóia Rikarðs Jónssonar verður haldin á morgun kl. 11—6 í

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.