Alþýðublaðið - 12.05.1926, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 12.05.1926, Blaðsíða 2
ALRÝÐUBLÁÐID ALÞÝÐUBLAÐIÐ; kemur út á hverjum virkum degi. > Afgreiðsla í Alþýðuhúsinu við Ilverí^gtttu 8 opin frá kl. 9 Ard. til kl. 7 síðd. Skrifstofa a sama stað opin kl. 91/.,— lOi/g árd. og kl. 8—9 síðd'. Simar: 988 (afgreiðslan) og 1294 (skrifstofan). i Verðlag: Áskriftarverð kr. 1,00 á ? mánuði. Auglýsingaverð kr. 0,15 ? hver mm. eindálka. ? Prentsmiðja: Alþýðuprentsmiðjan ( (í sama húsi, sömú simar). Alþfngfi* Áðaimálin daga uppi. , Nú er það bert orðið, að þessu alþingi verður slitið næsta ¦ laug- ardag. Sá er hinn 99. dagur þess eins og í fyrra. Hvort mun ótti vi'ö 100 daga umtal yalda nokk.ru um, að þingmenn eru nú að því komnir að hlaupa frá stærstu mál- um þess óloknum, svo sem járn- brautarmálinu og seðlabankamál- inu ? Eða á að nota þessi mál ad eins sem knetti hancla ihölcl- unum þremur til að kasta á milli sín i væntanlegum kosningadeil- um? Þú er 14 vikunum eytt til lítils 'gagns — fyrir þjóðina, fyr- ir álþýðu þessa lands. Nýjar pingsályktunartillegur. Þorleii'ur og Austfjarðaþing- mennirnir þrír í n. d. fluttu þál.- till. um að skora á stjórnina, að, lá-ta „Esju" hefja strandferðir næsía ár eigi síðar en 1. febr, og ver'ði ein eða tvær fyrstu ferð- irnar farnar inilii Reykjavikur og Amtíjaröa sunnan um land. — Austrjarðaþingm. prír og Tryggvi ffuítu aðra þál.till. um að heim- ila stjóminni að greiða í ár alt að 3 þús. kr. upp í ferðakostnað dr. F. K. Reinsch frá Vinarborg, til framhaldsiannsókna á veiðiám og veiöivötnum hér á landi, og a.tt að 3 þús. 'kr. upp í kosrnað við að gera Lagarfoss í Lagarfljóti laxgengan (með Jaxastiga), ef það verður framkvæmt í sum'ar að forsögn og undir eftirliti clr. Reinsch. Hefir dr. Reinsch boðið aðstoð sína ókeypis til þessara starfa og Lúðvík Guðmundsson mentaskólakennari að fylgja hon- um, einnig án launa. — Ing. Bj. flutíi þriðju tillöguna um flutning póstafgreiðslu frá Grenjaðarstað í S.rÞingeyjarsýsIu að Einarsstöð- um eða Breiðumýri, og sé þóst- leiöum og bréfhirðingastöðum í grená breytt í samræmi við það. — 1 e. d. flytur Jónas þá fjcn'ðu, uiri áskorun um stjórnarfrv., er lagt verði fyrir næsta þing, um að fastákveða Jaun bæjarfógetans og lögreglustjórans í Reykjavík, álíka há og laun hæstaréttardcmi- ara, auk skrifstofukostnaðar, en ríkið fái :aukatekjurnar. Fyrirspurn um Spánarvína- reglugerðina. Tr. Þ. flytur fyrirspurn til stjórnarinnar um, hvort. hún á~ Jiti, að fært sé að breyta Spánar- vínareglugerðinni þannig, að bæj- ar- og sveitar-fél. utan Reykja- víkur sé heimilað að ákveða með ahnennri atkvæðagieiðslu, hvort þau vilji hafa útsölu áfengis eða ekki. — N. d. hefir leyft, að fyr- irspurnin kæmi þar á dagskrá. | Sameinað ping kom saman á laugardaginn og kaus þingfararkaupsnefnd. Eru E. P., Guðm., Þorl. og Þórarinn í henni eins og áöur, en Þ. Ott. í stað Hjartar lieit. Snorrasonar (félagslisti Ihalds og „Frámsókn- ar"). — Tillögurnar um kaupin á „Þór" og fyrirhleðslu Þverár m. m. voru endanlega samþyktar eins og n. d." gekk frá þeim. Neðri deild. Framsalskrafan. I fundarbyrjun í fyrra dag bað Tryggvi sér hljóðs og óskaði, að deildin samþykti, að Jón Þorl. mætti' lögsækja sig fyrir hvert það orð, sem hann hefði sagt þar um hann. Sveinn kvað kröfu J. Þo.rl. skrípaleik, þar eð Tr. hefði boðið að endurtaka orðin utan deildar, og væru þau ekki fremur meið- andi en ýmislegt annað, sem sagt hefði verið í deildinni. Vildi hann, að J. Þorl. tæki kröfuna aftur. J. Þ. hélt því fram, að samkv. því, sem sér hefði verið sagt og þing- skrifarar skiifað, væri hér um að- dróttun um glæp að ræða, — mis- notun stöðu sinnar sem landsverk- fræöings. Jón Baldv. mælti gegn því, að sú venja væri innleidd, að þingið leyfði málshöfðanir, þótt aðfinslur væru bornar fram á kurteislegan hátt, jafnvel þótt einhver orð féilu á þann veg, að lögsókn væri hægt að gera út af, ef sögð væru utan þings. Tóku fleiri þingmenn undir það, þar á meðal forseíinn, sem kvaðst ekki hafa fundið ástæðu til að víta orð Tryggva. Einnig var bent á, að sú er venja hér, að þingmenn mega Jeiðrétta ræður sínar, ef þeim þyk- ir ástæða til. Verður og syo að vera, á meðan þær eru ekki hrað- ritaðar orðréttar. Magnús Torfa- son benti á, að margir hefðu ver- ið* dæmdir fyrir að bera fram rétt mál. T. d. hefði Alberti drepið niður allar aðfinsJur með mál- sóknum. „Hann gat það lílta vel," sagði< M. T., „því að hann stal fénu, sem málin hans voru greidd með. — Með þessu var ég alls engu að clrótta að hajstvirtum r'jármálaráðherra. Síður en svo!" — Hákon fór þá fram á, að J. ÞorL léti sér nægja, að Tryggvi lýsti yfir því, 'að ummælin hefðu ekki verið meint sóm aðdróttun til &>ans. Það ' gerði Tryggvi, og féll málið þar með niður. — F]f til vill hefir Jóni Þorl. þóít, sem hann yrði að gera eitthvað að ósk- um Hákonar, úr því að hann stakk ekki alveg af og skildi stjórnina eftir í atkvæðahraki. Ýmis mál. . í gær var þar frv. um.að und- anþiggja ýmsar opinberar bygg- ingar og önnur slík hús í Reykja- vík fasteignagjaldsgreiðslu til bæjarsjóðs afgreitt sem lög, eftir að feld hafði verið br.till. frá Ja- kobi o. fl. um, 'að undaríþága þessi yrði að eins gerð um kirkjur og sjúkrahús. — Nökkuð var deilt um, hvort rétt væri að bera undir þjóðaratkvæði, hvort alþingi skyldi haldið á Þingvöllum frá 1930. Þótti víst ýmsum þing- manna, sem hér væri frekar lítt hugsað mál á ferðinni, sem fáir hafa sKrifað um síðasta manns- aldurinn eða tvo, og hagurinn meira en tvísýnn, sem væri af slíkum flutningi. Væri því aUs ekki sanngjarnt að krefja atkvæða almennings um það, án óská hans. I^ingsál.till. þessi var feld með 14 atkv. gegn 12. Voru „Fram- sóknar"-flokksmennirnir með henni og M. T. og Ben. Sv., en aðrir þingmanna. á móti, nema Magn. dós. greiddi ekki atkv. Hann vildi vísa málinu til stjórnarinnar, en j í I

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.