Alþýðublaðið - 17.05.1926, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 17.05.1926, Blaðsíða 1
Gefid út af AlHýðuHokknum 1926. Mánudaginn 17. mai. 112. tölublað. Kolanámuverkfallið í Englandi. Bifreiðastjérafélag islands heldur fund I kvold kl. 9 h „Hótel Hekluí4 Stjórnin. Khöfn, FB., 15. mai. Vinna er að hefjast aftur. Frá Lundúnum er símað, að útlitið hafi skyndilega batnað mjög mikið. Samkomulag hefir náðst við járnbrautarmenn, og viðurkenna þeir allsherjarverkfall- íð óiöglegt. Verkamenn verða Jteknir aftur í vinnu nema þeir, siem tóku þátt í spellverkum. Fjöimenn verkamannafélög hafa tjyrjað að vinna aftur, t. d. prent- arar og hafnarverkamenn. Khöfn, FB., 16. maí. Frá Nome er símað, að engar fregnir hafi borist af loftskipinu og nienn ætla, að það hafi lent af sjálfsdáðúm í óbyggðum Ala- ska. Pó veðrið sé slæmt, er varla ástæða til þess að óttast, að skip- ið hafi eyðilagst eða mannskaðar orðið. Erlend símskeyti. Khöfn, FB., 15. maí. Byltingin í Póllandi. Frá Varsjá er símað, að Pil- sudski hafi hertekið borgina og umkringt höllina Belvedere, en þar er stjómin innilukt nú. Meiri hluti hersins fylgir Pil- sudski. Frá Danzig er símað, að flótta- menn segi, að Varsjá líkist vig- velli. Pjóðin sé sundruð, en borg- ararnir í flestum stóru borgunum fylgi Pilsudski að'. málum. Borg- arastyrjöld geysi. Khöfn, FB., 16. mai. Frá Danzig er símað, að Pil- sudski hafi unnið fullnaðarsigur eftir harða baráttu. Frá Varsjá er símað, að 200 hafi verið drepnir í bardaganum þar, en 1000 særst. Her Pilsudskis hefir tekið höllina Belvedere her- skildi, en stjórninni t4kst að flýja í flugvélum. Vinstrimenn og jafn- aðarmenn fylgja Pilsudski, en járnbrautarmenn í Krakau hafa gert verkfall til þess að hindra hermannaflutning stjórnarinnár. Afturhalds-byltingartilraunin pýzka. Frá Berlín er símað, að við húsrannsókn hjá Class hafi fundist bréf, sem sanna leynimakk Vil- hjálms fyrr verandi keisara og þjóðernissinna. Átti að ýta undir sameignarmenn til upphlaupa og nota upphlaupin sem fyrirslátt fyrir afturhaidsbyltingu þjóðernis- sinna. — Lögreglan hefir fundið geysimikiar birgðir af skotfærum og vopnum grafnar niður úti í skógi skamt frá Berlíu. Khöfn, FB., 16. maí. Ný tiiiaga i kolamálinu. Frá Lundúnum er simað, að óeirðalítið sé, og vinnuástand batni. Samgöngur verða væntan- J.ega konmar í lag á mánudag. Atvinnurekendur neita að reka burtu verkfallsbrjóta, því að þeir ,iíta svo á, að þeir hafi bjargað frelsi þjóðarheildarinnar(I). Vegna þessa eru erjur víða, en sums staðar hafa sættir tekist. Baldwin hefir gert afar-umfangsmikla samningatillögu í kolaiðnaðarm|ál- inu, er hefir fengið góðar und- irtektir í þinginu. Þjóðarstyrkur- inn feliur niður, en þremur millj- ónum steriingspunda verður varið til styrktar námuiðnaðinum, á meðan endurbætur fara fram á honum. Heimskautsflug Amundsens. Khöfn, FB., 15. maí. Á siðasta spelinum. Enginn veit neitt um afdrif loft- skipsins „Norge“. Annaðhvort liefir það lent einhvers staðar, án jþess að nokkur viti, eða það rek- |ur. Menn gizka á, að benzínforð- 'fetn bafi gengið til þurðar á föstu- dagsmorguninu. Loftskipið komið fram. Tilgangi fararinnar náð. Loftskipið „Norge“ lenti við Teller í Alaska eftir sjötíu og einnar stundar flug. Tilgangi far- arinnar náð. Loftskipið skaddað- ist eitthvað, er gasbelgurinn var tæmdur, en þó ekki meira en svo, að rnenn ætla, að hægt verði að gera við það. Skipshöfnin er heii á húfi. Síðar um daginn: Ekkert land við heimskautið. Frá loftskipinu hafa enn borist litlar fregnir. Sólskin var fyrsta daginn. Þeir gátu tekið sólarhæð- ina á heimskautinu. Flugu þeir nokkrar hringferðir yfir því í at- huganaskyni. Að morgni næsta dags voru þeir miðja vegu milli Svalbarða og Alaska. Land var hvergi sjáanlegt. Þoka var á upp frá því. ís myndaðist mikill á Iskipinu, og til þess að koma í vég fyrir, að hann þyngdi það um of, varð að eyða honum, en það gekk erfiðlega. Þeir voru í landsýn við Alaska 46 klukkustundum eftir brottförina frá Kingsbay. Leit þá illa út, því að þoka þykknaði og alt efni á skipinu til íseyö- ingar var upp gengið. Framhald ókomið.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.