Alþýðublaðið - 17.05.1926, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 17.05.1926, Blaðsíða 1
ýðnblaðið Gefid út af Alpýduflokknuin 1926. Mánudaginn 17. mai. 112. tölublað. Kolanámuverkfallið i Englandi. Khöfn, FB-, 15. maí. Vinna er að hefjast aftur. Frá Lundúnum er símað, að útlitið hafi skyndilega batnað mjög mikið. Samkomulag hefir náðst við járnbrautarmenn, og viðurkenna þeir allsherjarverkfall- íð ólöglegt., Verkamenn verða Jteknir aftur í vinnu nema þeir, sem tóku þátt í spellverkum. Fjölmenn verkamannafélög hafa, foyrjað áð vinna aftur, t. d. prent- arar og hafnarverkamenn. Khöfn, FB., 16. maí. Ný tillaga i kolamálinu. Frá Lundúnum er símað, að óeirðalítið sé, og vinnuástand batni. Samgöngur verða væntan- lega komnar í lag á . mánudag. Atvinnurekendur neita ao reka burtu verkfallsbrjóta, því að þeir ^íta svo á, að þeir hafi bjargað frelsi þjóðarheildarinnar(!). Vegna jþessa eru erjur viða, en . sums staðar^ hafa saettir tekist. Baldwin hefir gert afar-umfangsmikla samningatillögu í kolaiðnaðarmpl- imi, er hefir fengið góðar und- írtektir í þinginu. Þjóðarstyrkur- ííin fellur niður, en þremur millj- jðnum sterlingspunda verður varið Jjl styrktar námuiðnaðinum, á njeðan endurbætur fara fram á honum. Bifrelðastjórafélag Islands Iteldur fund i kvöid kl. 9 a „Hótel Heklui' Stjérnin. Heimskautsflug Amundsens. . Khöfn, FB., 15. maí. Á siðasta spelinum. Enginn veit neitt um afdrif loft- skipsins „Norge". Annaðhyort liefir það lent einhvers staðar, án jþess að nokkur viti, eða það rek- |ur. Menn gizka á, að benzínforð- 'taohafi gengið til þurðar á föstu- dagsmorgunmn. - Khöfn, FB., 16. mai. Frá Nome er símað, að engar fregnir hafi borist af loftskipinu og menn ætla, að það hafi lent af sjálfsdáðUm í óbyggðum Ala- ska. Pó veðrið sé slæmt, er varla ástæða til þess að óttast, að skip- ið hafi eyðilagst eða mannskaðar oroið. i Loftskipið komið fram. Tilgangi f ararinnar náð. Loftskipið „Norge" lenti við Teller í Alaska eftir sjötíu og einnar stundar flug. Tilgangi far- arinnar náð. Loftskipið skaddað- ist eitthvað, er gasbelgurinn var tæmdur, en þó ekki meira en svo, að menn ætla, að hægt verði að gera við það. Skipshöfnin er heil á húfi. Síðar um daginn: Ekkert land við heimskautið. Frá - loftskipinu hafa enn borist litlar fregnir. Sólskin var fyrsta daginn. Þeir gátu tekið sólarhæð- ina á heimskautinu. Flugu þeir nokkrar hringferðir yfir því í a't- huganaskyni. Að morgni næsta dágs voru þeir miðja vegu miili Svalbarða og Aiaska. Land var hvergi sjáanlegt. Þoka var á upp frá því. Is' myndaðist mikill á fekipinu, og til þess að koma i vég fyrir, að hann þyngdi það um of, varð að eyða honum, en það gekk erfiðlega. Þeir voru í landsýn við Alaska 46 klukkustundum eftir brottförina frá Kingsbáy. Leit þá illa út, því að þoka þykknaM og alt efni á skipinu tii íseyð- ingar var upp gengið. Frambaid ökomið. Erlend símskeytí. Khöfn, FB., 15. maí. Byltingin i Póllandi. Frá Varsjá er símað, að Pil- sudski hafi hertekið borgina og umkringt höllina Belvedere, en þar er stjórnin innilukt nú. Meiri hluti hersins fylgir Pil- sudski. Frá ÍDanzig er símað, að flótta- menn segi, að Varsjá líkist víg- velli. Þjóðin sé sundruð, en borg- ararnir í flestum stóru borgunum fylgi Pilsudski að|*málum. Borg- arastyrjöld geysi. Khöfn, FB., 16. maí. Frá Danzig er síinað, að Pil- sudski hafi unnið fullnaðarsigur eftir harða baráttu. Frá Varsjá er simað, að 200 hafi verið drepnir í bardaganum þar, en 1000 særst. Her Pilsudskis' hefir tekið höllina Belvedere her- skildi, en stjórninni tékst að flýja í flugvélum. Vinstrimenn og jafn- aðarmenn fylgja Pilsudski, en járnbrautarmenn í Krakau hafa gext verkfall til þess að hindra hermannaflutning stjórnarinnár. Afturhalds-byltingartilraunin pýzka. Frá Berlín er símað, að við húsrannsókn hjá Class hafi fundist bréf, sem sanna leynimakk Vil- hjálms fyrr verandi keisara og þjóðernissinna. Átti að ýta undir sameignarmenn til upphlaupa og nota upphlaupin sem fyrirsiátt fyrir afturhaldsbyltingu þjóðernis- sinna. — Lögreglan hefir fundið geysimiklar birgðir af skotfærum óg vopnum grafnar niður úti í skógi skamt frá Berííö.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.