Alþýðublaðið - 22.05.1926, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 22.05.1926, Blaðsíða 2
2 alþ:?ðublaðid jALÞÝÐUBLAÐIÐj I’ kemur út á hverjum virkum degi. | Afgreiðsla í Alpýðuhúsinu við í Hverfisgötu 8 opin frá kl. 9 árd. ► til kl. 7 siðd. t Skrifstofa á sama stað opin kl. ► 9»/a—10Va árd. og kj. 8-9 síðd. t Simar: 988 (afgreiðslan) og 1294 ► (skrifstofan). t Verðlag: Áskriftarverð kr. 1,00 á ► < mánuði. Auglýsingaverð kr, 0,15 t < hver mm. eindálka. | < Prentsmiðja: Alpýðuprentsmiðjan t j (í sama húsi, sömu símar). ► < ,,,,,,,, t Efllng jafnaðarstefnunnar i Englandi. (Norðmaðuiiim Kaare Fostervoll, frélíaritaii „Social-demokratens" norska og stenska i Lundúnum, á samtal \ið Fenner Brockway, ritara ótiúða verkamannaflokksins í Eng- laridi. Lauslega pýtf.) Þaö var ekki hin heimskunna páskaæsing, er rak á eftir mér, pegar ég Iraut norður yfir Eng- land á föstudaginn langa i hráð- lestinni, sem gengur rnilli Lun- dúna og Edinborgar. Þaö var ann- að aljjjóöarafl, sem knúði mig af staö. Mark mitt og mið var fundur óháða verkamannailokks'ns- enska. (British Independent Labour Par- tys), er haldinn var í Whitley Eay, skemtilegu baðþor^i á strönd- um Norðymbralands, spölkorn frá Newcastle. y Hin „ágæta einangrun", sem nijög lengi hefir verið hugsjón Breta í almennri alþjóðarpólitík, 'hefir einnig að vissu leyti sett mark sitt á verkalýðshreyfinguna ensku. Þó er það ekki svo að skilja, að enska verkamenn vanti áhuga á aiþjóðarmáium eða þau séu þeim cinskisvirði. Þvert á móti. Áhrif þeirra á jafnaðarmannahreyfing- una á meginlandi Evrópu hefir ráðið mestu um viðgang hennar,; síðan þeir hófu verkalýðsbarátt- una heima fyrir árið 1870 og fram á þennan dag. Og nú eru verka- lýðssámtökin ensku síærsta deild- in í alþjóðarhreyíingunni bteði fc- lagslega og pólitiskt. En jafnframt er jiað alkunn- ugt fyrirbrigði, að verkalýðshreyf- ingin enska hefir sérstöðu. Hún beitir sérstökum skipulagsaöferð- um, vinnur eftir sérstökum ensk- um hætti og fylgir að vissu leyti sínum sérstöku meginreglum. Og alt hefir jretta verið knúið fram af aldarbarátíu verkalýðsins gegn borgarastéttinni, sem talin er skyn- samasta borgarastétt 1 víðri ver- öld. í verkalýðssamtökunum í Eng- landi eru jrrjár milljónir manna. Innan þeirra og í fararbroddi er Ilokkur óháðra verkamanna. 1- honum eru 67 þúsund manns. Flokkur þessi er mjög vel vopn- um búinn bæði að lærdómi og cerklegri leikni. Og hann er fast- ákveðinn í að kiða jafnaðarstefn- una til endanlegs sigurs. Mér var það einkar-mikið á- nægjuefni að vera á fundi óháðra verkamanna. Og ég get ímyndað mér, að aðrir jafnaðármenn á Norðurlöndum hafi gaman að heyra sitthvað af því, sem hinn dugiegi ritari flokksins, Fenner Brockway, lét mér góðfúslega í té. Fenner Brockway er af hinni yngri kynslóð enskra jafnaðar- manna. Hann hefir valið sér'þetta að kjörorði: Jafnaðarstefnan skal leidd til sigurs á vorum dögum! Hann er ákafur styrjaldaóvinur og vann af kappi móti heims- styrjöldinni. Fyrir j.'að var hann setlur í íangelsi og hvorki meira né minna en 5 000 flokksmenn hans með honum. Hann er alþjóð- arforseti þess félagsskapar, er neitar að taka þátt í hcrnaði. Yfir- leitt er Brockway óvenjumikill hugsjónamaður og friðarvinur. Hann er jafnaðarmaður í húð og hár. Hann er lærður mjög og hefir mikla foringjahæfileika til brunns að bera. Hann er gæddur „agítatóriskri" kyngi. Hann er sér- staklega áðlaðandi í viðmóti. Hann er mjög í hávegum hafður og eftirlælisgoð allra, sem kynn- ast honum. Fyrsta spurningin, sem ég lagði fyrir herra Brockway, var á þessa leið: Er ekki óháði verkamanna- flokkurinn óþarfur í verkalýðs- hreyfingunni ensku, ineðan hún starfar í skjóli jiingræðisins? — Síður en svo. Síðan á stjórn- árárum MacDonalds hefir flokk- urinn eflst og aukist meira en nokkru sinni áður. Árið, sem leið, jókst tala flokksmanna úr 54 000 upp í 67 000, og áhrif flokksins eru bæði meiri og nauðsynlegri en þau hafa nokkru sinni áður verið. Ljóst dærni þess eru iðn- aðarfélögin. Þau hafa verið hið hægfara afl í verkalýðshreyfing- unni og dregist með allmarga hreina íhaldsmenn. En nú má með réttu telja þau hinn framsækna fylkingararm hreyfingarinnar. Méðan svona er ástatt, er gengi óháða verkamannaflokksins eðli- legt og áhrif hans einnig ómiss- andi til þess að beina hreyfing- unni í sanna jafnaðarmenskuátt. Stafar aukning flokksins að eins af þessurn orsökum? Er hún sjálfsögð afleiðing af eílingu verk- lýðssamtakanna yfirleitt ? Nei. Hún á aö rniklu leyti rót sína að rekja til aukinnar út- breiðslustarfsenn og skipulags- vinnu, sem hinn látni forseti, Clifford Ailan, hefir int af héndi þrjú árin síðustu. Áhrif lians mega jafnvel teljast höfuðástæðan að aukningu flokks vors. Hvernig eru horfurnar fyrir verkamapnahreyfingunni yfirleitt ? —■ Alt hnígur í ])á átt, nð hún hafi biásandi byr undir báða vauigi. Og jretta á ekki að eins við flokk óháðra verkamanna, heldur hreyfinguna í heikl sinni. Og við höfum allir ástæöu til að treysta því, að frainsókn hennar haklist. —- Er nokkur von um, að verka- menn nái meiri hluta við næstu kosningar? — Næstu kosningar verða senni- lega ekki fyrr en eftir þrjú ár, þar eð íhaldsstjórnin vill sitja svo lengi sem sætt er með sin 200 at- kvæði. Það er hugsanlegt og meira að segja sennilegt, að oss takist að ná meiri hluta eftir þrjú ár. En til þess þarf svo mikla framgöngu, að við getum ekki tal- iö oss sigurinn vísan. Við síöustu kosningar bættist oss ein milljón atkvæða. Ef vér fáum aðra eins viðbót við næstn kosningar, þá höfuni við náð méiri hluta. En slíkur meiri hluti getur þó bæði orðið oss til styrktar bg trafala. Næsta verkamannastjórn verður sem sé að reka öfluga þjóðnýtingarpólitík. En til þess Jrarf einhuga og óbilandi vilja kjósendanna, er styðja stjórnina til valda. Það, sem oss ríður nú á mestu, er verkamannastjórn med valdi, en ekki stjórn, sem að eins fer með völdin að nafninu til.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.