Alþýðublaðið - 22.05.1926, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 22.05.1926, Blaðsíða 4
4 ALÞ.ÝÐUBLAÐID Afíurgengnar dylgjur. „Morgunblaðið“ og ullaríollurinn. Nærri hálfri sjöttu viku eftir að Jón Þorláksson, forma'ð'ur I- haidsflokksins, varð að gefast upp við pað á alþingi, að sanna. dylgjur sínar um, að hækkun toils á íslenzkii uíl í BandaTíkjunum hafi verið steinolíusamningnum að kenna, slær „Mgbl.“ fram sömu dylgjunum, líklega í því trausti, að almenningur sé nú búinn að gleyma rökhrotum fjármálaráð- herrans. Þegar honum var bent á. hve ólíklegt væri, að Bandaríkin hefðu hafið tollstríð þegjandi, vildi hann ekki kannast við, að hann hefði ætlað að drótta slíku að Bandaríkjastjórninni, og lenti í al- gerðu rökþroti. Upplýst var, að eina ástæðan til tollhækkunarinn- ar var óvissa tollstjórnar Bancja- ríkjanna um, hvort ekki gæti verið um að ræða kynblöndun íslenzks fjár og Merino-fjár eða ensks fjár, sem ullin af er í hærri tall- flokknum. Ef íslenzka féð var kyn- blandað, þá bar einriig að telja ísl. ull í hærri tollaflokknum. Svo sannaði dýralæknirinn hér, að svo er ekki, og mun það hafa orðið til að greiða úr málinu, þó að ieiðréttingin tefðist alllengi, svo sem hæíta er á að oft kurini að verða um slikar lögskýringar, ekki sízt í milljónaríkjum. ' Við umræðuiTiar á alþingi kom Jón Baidvinsson með líklegustu skýr- inguna, sem enn hefir verið gefin á tollhækkuninni. Benti hann á, að þegar ný tolialög koma til fram- kvæmda, þá eru vafaatriðin oft mörg, sem skera verður úr um, hvernig beri að beita þeim. Nú var tollstjórn Bandaríkjanna eðii- lega ókunnug íslenzku fé, og þeg- ar til hennar úrskurðar kom um, í hvorum toHflokknum íslenzk uli skyldi. vera, þá var eðlilegt, að sá, er úrskurða skyldi, liti á Ianda- bréfið, og þá sá hann, að Island liggur nærri Bretlaridseyjum, og pannig gat vaknað grunur um skyldleika fjárins. íslendingum bar að leiðrétta þetta, ef rangt var, og það hefir verið gert. Vonlegt er að vísu, að Jóni Þor- lákssyni og „Mgbl." gremjist, hve afskifti íhaldsstjórnarinnar og sendiförin alkunna urðu stjórninni til lítillar frægðar og málinu því síður til gagns. Hitt er þó skárra, að þegja síðan, heldur en að bæta gTáu ofan á svart, staðlaus- um dylgjum ofan á skemmilegt stjórnarklúður. Því heilræði bein- ir Alþýðublaðið til þeirra beggja. le&nleiid fíðÍBidie ísafirði, FB., 21. mai. Ko sningaf undur. Sigurður Eggerz bankastjóri hélt hér stjórnmálafund í gærkveldi. Auk hans töluðu alþingismennirn- ir Jón Auðunn og Sigurjón. Fund- urinn fór vel fram. Búnaðarmálafunáur. x Búnaðarsamband Vestfj. heldur hér fund þessa dagana. Búnaðar- málastjóri heldur fyrirlestur í kvöld um búskap á Vestfjörðum. Árferði. Tíðarfar gott. Mokaíli í Djúp- inu. V. . Um dísagfiim ©g ireginBa. Næturlæknir er i nótt Kjartan Ólafsson, Lækj- argötu 6, simi 614, aðra nótt Jón Hj. Sigurðsson, Laugavegi 40, sími 179, og þriðjudagsnóttina Daníel Fjeldsted, Laugav. 38, sími 1561. Næturvörður er næstu viku í lyfjabúð Lauga- vegar. Messur á morgun: 1 dómkirkjunni kl. 11 séra Friðrik Hallgríinsson, kl. 2 Mi- Chael Neiiendam, danskur doktor i guðfræði (dönsk messa), kl. 5 Jón biskup Helgason. 1 fríkirkjunni M. 2 séra Arni Sigurðsson, kl. 5 Harald- ur prófessor Níelsson. I Landakots- kirkju kl. 9 f. m. pontificahnessa, kl. 6 e. m. levít-guðsþjónusta með predikun. í sjómannastofunni kl. 6 e. m. guðsþjónusta. — Á annan hvítasunnudag: í dómkirkjunni kl. 11 séra Bjarni Jónsson, kl. 5 séra Frið- rik Hallgrímsson. í fríkirkjunni kl. 2 séra Árni Sigurðsson. I Landakots- kirkju kl. 9 f. m. hámessa, kl. 6 e. m. guðsþjónusta með predikun. 1 sjómannastofunni kl. 6 e. m. guðs- þjónusta. — Þar eð samsetningu nýja orgelsins í fríkirkjunni er ekki lokið, geta kirkjugestir að eins fengið rúm niðri í kirkjunni. Þöra Friðriksson rithöfundur er sextug í dag. Halldör Kiljan Laxness rithöfundur les upp í Nýja Bíó kl. 4 á annan hvítasunnudag kafla úr hinni nýju skáldsögu sinni, frá- sögnum af vefaranum mikla frá Kas- mír. Er þar sagt frá lífi ungs menta- manhs og heimsborgara og viðhorfi hans við mönnum og mentum, auði og örbirgð, konum og kenningum, drottni og djöflinum á þann djarfa og nýstárlega hátt, sem einkennir ritlist Halldórs. Listaverkasafn Einars Jónssonar verður lokáð á morgun, en opið á a#nan i hvíta- sunnu kl. 1—3. Kappreiðar á að þeyta á . sbeiðvellinum við Elliðaárnar á annan í hvítasunnu. Aðgöngumiðar að vorskemtun unglingastúkunnar „Svöfu“ verða afhentir í Góðtempl- arahúsinu í kvöld kl. 7—9. Veðrið. Hiti mestur 8 st., minstur 4 st. Átt austlæg og norðlæg, mjög hæg. Loftvægislægð fyrir sunnan land. Otlit: í dag hægur á landsunnan og skúrir sums staðar á Suður- og Suð- vestur-landi, hægur á norðan á Norðurlandi, iogn á Austurlandi. í nótt landsunnanátt og dálítil úrkóma á Suður- og Vestur-landi, hægur á landnorðan annars staðar. „Þrettándakvöld“ Shakespeares verður leikið í síðr asta sinn á annan í hvítasunnu kl. 8 síðd. í Iðnó. Gengi erlendra mynta í dag: Sterlingspund............kr. 22,15 100 kr. danskar .... — 119,60 100 kr. sænskar .... — 122,17 100 kr. norskar .... — 98,91 Dollar.....................— 4.56V2 100 frankar franskir. . . — 14,35 100 gyllini hollenzk . . — 183,77 100 gullmörk þýzk. . . — 108,54 Skinnsaumavél. P. Ammendrup klæðsk. hefir beðið blaðið að vekja athygli lesenda sinna á því, að hann hefir fengið nýja vél, sem saumar alls konar skinnfatnað. Það er fyrsta slík vél hér á landi. Valtýr tekinn af. Magnús Þorláksson bóndi á Blika- stöðum í Mosfellssveit (bróðir Jóns Þorlákssonár) hefir verið kosinn í stjórn Búnáðarfélags íslands, en Val- iýr Stefánsson, ritstjóri „Morgun- blaðsins“, tekinn af stalli sínum þar. Slík eru „trúrra þjóna verðlaun" hjá Ihaldinu — að sparka í þá. Timaritið „Réttur,“ 10. árg., er nýkomið út með mörg- um merkilegum greinum, sem allir hugsandi menn þurfá nauðsynlega að lesa. Nokkur eintök fást hjá af- greiðslu Alþýðublaðsins, og ætta 0

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.