Alþýðublaðið - 27.05.1926, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 27.05.1926, Blaðsíða 3
ALEÝÐUBL'AÐID S Hins vegar hefir það flutt aðsendar greinar um trúmál frá ýmsum hlið- um, svo sem lesendunum er kunnugt. Verzlunin „Liverpool“. Magnús Kjaran, sem lengi hefir verið forstjóri hennar, hefir nýlega keypt pann hluta hennar, sem hann átti ekki áður, og á liana nú einn. Dánarfregn. t nótt lézt á heimili sonar síns, Jóns Guðnasonar, Bergstaðastræti 44, ekkjan Þuríður Hannesdóttir, 86 ára að aldri. Togararnir. Gyliir kom í gær með 100 tunnur og Ölafur í morgun með 39. Halldór K. Laxness endurtekur upplestur sinn í Bár- unni á föstudagskvöldið kl. 9. Afmæli. Sextugur er í dag Jóhann P. Pét- urss. frá Hákoti, nú á Reykjavíkúr- vegi 26 í Hafnarfirði, og fimtugur er Helgi Helgason, verzlunarstjóri og leikari. Skipafréttir. „Botnia“ fer héðan annað kvöld. „Nordland ‘ kom hingáð i gær meeð vörur. Sálarrannsóknarfélag íslands áeldur fund í kvöld kl. 81/2- Har- aldur próf. Níelsson talar. Síðan kemur húsbyggingarmálið til um- ræðu. Fyrirlestur um Láther heldur danski guðfræCidoktorinn M. Neiiendain í kvöld kl. 7 í Nýja Bió. Þá verða og sýndar myndir úr æfisögu Luthers. Ódýr innlend fæða. Kaupfélagið selur ágætt saltkjöt af sauðum og veturgömlu fé fyrir 75 aura pundið. Svo ódýrt fæst það ekki annars staðar hér í bænum. Lnkknpakkar. Eftir enn itrekaðri beiðni rnargra hefir enn verið lagt fram dálitið af lukkupökkum á 5 k r ö n u r. Sá, sem vill vera hepp- inn, verður að koma strax. L e ður vör u deíi d Hljöðfærali. Verzl. Bjðrn Kristjánssen. Rúmteppi, fjölbreytt úrval. Rekkjuvoðir, pær haldbeztu i bænum — með vaðmálsvend. I. flokks Orgel á boðstöium. 15| afsfiáttur gefinn af nokkrum orgel- um næstu daga. Hljóðfæralmsið. Jðn Bjömsson & Co. Millipiis svört og mislit. Peysur barua og kvenna. Pr|ónagarn. Flateyjarkirkja. Ákveðið er, að í sumar verði reist ný kirkja (úr steini) á Flatey á Breiðafirði, og á hún að standa lítið eitt austur og suður frá því, sem gamla kirkjan var, en hana er nú búið að rifa. Skipstjörinn á „Þór“, sem nú er prðinn, heitir Friðrik Ölafsson. Var hann áður fyrr stýri- maður á honum og' hefir nú stundað frekara nám á „Fyllu". Bifreiðarslysið í Öskjuhlíð stafaði af of hraðri ferð, en orsökin er aftur talin á- fengisnautn stjórpenda. Þegar bif- reiðin fór upp brekkuna, skrikaði annað afturhjól Jiennar út af vegin- um, og féll hún þá niður af honum og á hvolf. Kviknaði þegar í benzín- geymi hennar. Tveir mennirnir meiddust talsvert, en eínn, er sat i aftursæti, slaþp ómeiddur. Þetta var Buick-bifreið. Eigandi Finnbogi Eyj- ólfsson. Einar skálaglam: Húsið við Norðurá. „Valtýr!“ kallaði símafulitrúinn og ridd- arinn til einkar-gáfulegs manns, sem hjá hon- um stóð. Það var nautpeningsræktunarráðu- nautur Búnaðarfélagsins. „Blessaður! Þú hjálpar mér, svo að ég.fái hann til aö koma þessu út úr sér, áður en hann deyr.“ Þeir gengu báðir að yfirvaldinu og fóru að semja við hann, og hann kvaddi sér loks hljóðs. En þá var það orðið um seinan, því að á fætur gat hann ekki staðið, og að vörmu spori lokaðist hið sívakandi auga reykvíkskr- ar réttvísi; — Sesselíus Hattbarð hraut liggj- andi fram á lappir sér á borðinu. „Nikið þó fjandi, lasm!“ sagði símariddar- ipn. „Þar fór það, sem hélt.“ En nautgriparæktunarráðunauturinn leit al- vitru auga yfir hópinn til þess að sjá, hvort þar væri enginn, sem í skyndi mætti grípa til i stað Hattbarðs hins frá fallna. Úti í einu horni stóð maður nokkuð einn sér. Enginn var hetur klæddur en hann; kjóllinn var spánnýr og toldi fullkomlega í tízkunni, og brækurnar 'voru svo vel press- aðar, að engu var líkara en þær væru gadd- freðnar. En maðurinn var svo vandræðalegur á svipinn, að hverjum manni, þó að hann væri ekki nema meðal-brjóstgóður, hiaut að renna það tii rifja, og það var von, því að hann var öllum meðlimum I. O. O. B. óvel- kominn gestur. Þeir höfðu tekið hann í fé- lagsskapinn af brjóstgæðum og fyrir þrá- beiðni hans. — Hann hafði sem sé verið sjálfstæðismaður og lýðvaldssinni langt fram effir æfi. Hann var skrifstofustjóri og hét Sig- urður Einarsson.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.