Alþýðublaðið - 29.05.1926, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 29.05.1926, Blaðsíða 1
1926. Laugardaginn 29. mai. 122. tölublað. ffieSIð át af Ælf»ýðufl®kkiium Erleisd símskeyti* FB., 28. maí. Kolaskömtun i Bretlandi. Frá Lundúnum er símað, að stjórnarvöldin hali neyðst til pess að minka koiaskamta fjölskyldna. Lágmarksko'askamtur fjölskyldu er ein vætt á hverfum hálfum mánuði. Einnig hefir orðið að skamta járnbrautafélögum og verksmiðjum kol. Geta þær nú ekki fengið nfema helming þess, er þörf þeirra krefur. Tala at- vinnulausra í landinu eykst enn og er nú þrjár milljónir og hálf. Frá Póllandi. Frá Berlín er símað, að biöð- in þar staðhæfi, að íbúarnir í Po- sen og Pomerellen krefjist þess, að Vestur-Pólland verði lýst sjálf- stætt land. Eina úrræði Varsjár- stjórnarinuar, hafi hún hug á að koma í veg fyrir borgarastyrjöld í landinu, sé að láta sér þetta lynda. FB., 29. maí. Sundrung frjálslynda flokksins enska. Frá Lundúnum er símað, aö blöð frjálslynda flokksins hafi öll snúist gegn Asquith fyrir árás hans á hendur Lioyd George. Örðugleikar við gengisfestingu. Frá Osló er síntað, að forsæt- ísráðherrann hafi tilkynt í þing- inu, að Þjóðbankinn viðurkenni erfiðleikana á að festa gengi krón- unnar og rnuni þess Vegna ekki undirbúa slikar ráðstafanir. Þjóð- bankinn mun framvegis sem h'ng- að til ákveða gengið samkvæmt eðlilegri rás viðburðanna. „Eldvigslan“ verður leikin annað kvöld í sið- asta sinri og til ágóða fyrir veikan mann. Þetta er jafnframt alþýðu- sýning. SomleMd tfðiiidl. Akureyri, FB., 28. maí. Mötmæli gegn aðgerðum íhaids- ins i sildarsölumálinu. Verzlunarmannafélag Akureyrar samþykti á fundi í gærkveldi svo hljóðandi áskorun: Fundurinn íeiur einkasölu á síld mjög varhugaverða vegna þess: 1. að hún samrýmist ekki frjálsri verzlun, 2. að hún kemur tiifinnanlega í bága við ráðstafanir., sem út- gerðarmenn hafa þegar gert með fyrirfra'msölu á síld og kaupum á tunnum og veiðarfærum, 3. að með einkasölufyrirkomu- laginu verði útlendar og innlend- ar lánsstofnanir og lánardrottnar með öllu ófáanleg til þess að léna rekstursfé, 4. að veiði og söltun útlendinga utan iandhelgi aukist til stórra muna, 5. að atvinnuleysi er fyrirsjá- anlegt, þar sem ýmsir hinir stærri útgerðarmenn neyðast til að hætta atvinnurekstrinum. Af þessum á- stæðum leyfir fundurinn sér að skora á hið háa atvinnumála- ráðuneyti að nota ekki heimild síðasta þings til þessa að veita nokkrum réttindi til einkasölu á síld. Karl Nikulásson, varaformaður og fundarstjóri. E. Methúsalemsson, ritari. Harmoniku-leikur. Islendingar hafa lengi verið gefnir fyrir harmonikuspil. Hljóð- færi þaö, sem í gamni hefir verið nefnt „draggargan", hefir stytt mörgum ntanninum stundir. t Þó eru harmonikur þær, sem menn hafa átt að venjast hér, fremur ófullkomnar og leikni þeirra, sem með hafa farið, ekki ó sérlega háu stigi. Erlendis eru margir har- monikuspiiarar í miklum rnetuin og hálaunaðir við stærstu hljóm- leikahús. Frægð þeirra fer eins og annara þeirra, er við hljóð- færaslátt fást, land úr landi, t. d. Pietro Deiro, Henry Erichsen, Matusevitsch o. fl. Hljóðfæri þeirra eru stór og margbrotin, enda stórar verksmiðjur, sem að eins búa til fullkomnar harmon- ikur. Einna frægust í þeirri gréin er Royal & Regent Standard yerk- smiðjan. Eru þær harmonikur búnar til eftir sérstöku kerfi. Nú mun von hingað á einum hinna frægustu harmonikuspilara, sem uppi er, Norðmanninum Hen- rij Erichsen. Kemur hann beina leið frá Þýzkalandi og ætlar að halda hér nokkra hljómleika. Er það í fyrsta sinn, sem frægur harmonikuspilari kemur hingað t l iands, og mun því mönnum eðli- lega forvitni á að heyra list hans. T. Fundur er í dag við Þjórsárbrú, haldinn að tilhlutun Búnaðarsambandsins. Verður þar meðal annars rætt um Suðurlandsskólann og ef til vill al- menn þjóðmál. Hljömsveitin þýzka, sem væntanleg hefir verið til að halda hér hljómleika undir stjórn ‘Jóns Leifs, kemur með „Lyru" næsta þriðjudag. Hljómsveitin er „Philharmonísches Oichester“ frá Hamborg, — rnenn, sem liafa hljóð- færaleik að lífsstarfi og því eru enn leiknari en sveit lærðu mannanna, sem fyrst var gert. ráð fyrir að kæmi. Á morgun eíu 158 ár síöan Eggert Ölafsson, náttúrufræðingurinn og skáldið, drukknaði á Breiðafirði. Einn af gripum þeim, sent fóru í sjóinn með honum, vár atgeir Qunnars á Hlíðarenda. Alþýðublaðið er sex siður í dag. Sagan er í miðblaðinu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.