Alþýðublaðið - 29.05.1926, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 29.05.1926, Blaðsíða 4
4 ALBÝÐUBL'AÐIB 14 milíj. pd. minna en 13 þús. danskir fiskimenn veiða. Vill Yde lála mynda stórt hlutafélag, er með aðstoð ríkisins konti af stað fiskveiðum með gufuskipum, éinkum toguruin. Enn fremur vill hann láta koma upp rannsóknar- stofnun fyrir fiskveiðarnar, er starfi á sama hátt fyrir þær og Teknologiskt Institut í Höfn fyrir iðnaðinn. Mjög er fróðlegt að vita fyrir okkur Islendinga, hvað verður úr þessum fyrirhuguðu fiskveiðum Ðana. Við höfum hingað til verið þeirrar skoðunar, að Danir gætu ekki kept við okkur í fiskveið- um, en vart er að treysta því. Danir eru frægir fyrir iandbúnað sinn, en 'ekki er hann frjósemi jarðarinnar að þakka, heldur því, hvað veí danskir sveitamenn kunna verk sín. Danskur iðnaður er á mjög háu stigi, en þó finn- ast hvorki málmar né kol í land- inu, og ekki er vatnsaflinu til að dreifa. Iönaður Danmerkur grundvallast því ekki á nokkurn hátt á landinuj heldur eingöngu á því, hve vel verkamennirnir og verkfræðingarnir kunna verk sitt. Ef litið er á fiskveiðar Dana, má sjá, að þeir fá gríðariega hátt verð íyrir þann fisk, er þeir afla, og er enginn vafi á -því, að, það stendur í sambandi við, hvað vel þeir fara með hann. Að þessu at- huguöu er ekki vert að álfta víst, að fiskveiðar t. d. hér við land, á sama hátt og Þjóðverjar reka þær, verði Dönum jafnan sjálf- lokaðar. Það væri einkennilegt, ef þetta eitt léti Dönum ekki, þár sem þeir þó frá fornu fari eiga ágæta sjómenn. Ef við nú lítum á okkar eigin fiskveiðar, þá dylst ekki, að við eigum ágæta 'sjómenn, sem kunnn fiskveiðarnar. En hvérníg ér stjórnin á þeim ? Er ekki meiri hlutinn af togaraútgerðinni rek- ihn eins og bjá'nar stjórnuðu henni, eins og svo ljóslega má sjá af þvi, að alt fer í kostnað hjá þeim nema í aibeztu árum, enda reyna þeir aldrei að spara neitt nema mannakaupið, sem þó ekki er nema 15»/o af útgerðar- kostnaðihum. Hvað margar botn- vörpur er búið að eyðileggja á því, að togað hefir verið í vit- Iausu ve'ðri, svo að skipið hefir éngan gang haft og várpan lagst í botn, og hvað miklu er búið að eyða að óþörfu í kol við að toga við slík taekifæri, svo að bara tvent sé tiltekið? Sjómannafélagi nr. 9. luðsðEuuii. Það er meira en hlægilegt, ef vér höldum, að jarðneskar eignir séu vor eign. Eða er það ekki heimskulegt, að girða nokkrar dagsláttur af landi af guðs jörð og þykjast svo eiga þær ? Vér eig- um ekkert, sem vér getum ekki átt áfram. Það, sem berst oss í hend- ur, berst ekki þangað tií þess, að við köstum á það eign vorri, eins og vér orðum það, og því síður til þess, að vér gerurn úr því auð- æfasafn. . . . Hver sá, sem kemst inn í ríki hinnar æðri þekkingar, óskar þess, að sýkjast aldrei af geðveiki þeirri, sem hefir sVo föst tök á mörgum mönnUmi í heiminum nú á dögum'. Hann varast hana eins og ahd- styggilegan, líkamlegan sjúkdóm. Einhvern tíma mun sú tíð renna upp, að það verður álitin mink- un fyrir menn að deyja og láta eítir sig mikinn auð. R. W. Trinei („1 sámræmi við eihfðina“.) Um d&giwm mg wegfimta, Næturlæknir er í nótt. Daníel Fjeldsted, Lauga- vegi 38, sími 1561, og aðra nótt Hall- dór Hansen, Miðstræti 10, sím'i 256. Messur á morgun: I dómkirkjunni kl. 11 séra Friðrik Hallgrimsson, kl. 5 séra Bjarni Jónsson. í frikirkjunni kl. 2 séra Árni Sigurðsson. 1 Landakots- kirkju kl. 9 f. h. hámessa, kl. 6 é. h. guðsþjónusta með predikun. — - í sjémannastofunni kl. 6 guðsþjónusta. Allir velkomnir, í dag eru 38 ár siðan Gísli Brynjólfsson skáld og háskólakennari andaðist, en 473 ár síðan Tyrkir unnu Mikla- garð. — Áuk hinna tveggja alkunnu nafna borgarinnar, Mikligarður og Konstantínópel, hefir hún þriðja nafnið. Tyrkir nefna hana Stambúl. Næturvörður er næstu viku í lyfjabúð Reykja- víkur. Tækiíærfskanp á litlu steinhusi i Austur- bænum. Husið er alt laust nú þegar. Semja þarf strax við Jomas Mo Jónssom. Viðvarpsaiotendafélagið heldur fund á mánudagskvöld kl. 8V§ í Bárunni, uppi. „Þrettándakvöld“. Alþýðusýningin í kvöld er síðasta sýning þessa merkilega leiks. „Islands Falk“ fór ekki til Grænlands. — Alþbl. varð það á að trúa „Mgbl.“ einu sinni um svo ómerkiiegt' atriði, én það reyndist þá lygi eins og annað í þeim snepli. Lúðrasveit Reykjavikur leikur úti á morgún kl. 8 síðdegis. Hljömsveit Reykjavikur , heldur síðustu hljómleika sína að þessu sinni á morgun kl. 4 í Nýja Bíó. Gagga Lund ' syngur í síðasta skiftið áður en hún fer héðan í nýrra kvikmynda- húsinu í kvöld. Dýrasýning verður haldin í Bárunni í kvöld kl. 8 og næstu kvöld. Þar leika ýmsar listir björn, nökkuð margir apar, slöngur o. fl. dýr. Stjórnar þeim kona, sem kom með þau hing- að' með Botníu síðast, frú V. Miebe að nafni. Veðrið. Hiti mestur 7 stig, minstur 1 st. frost. Átt austlæg og norðlæg, víð- ast hæg. Loftvægislægð austan við Færeyjar. Ötlit: Norðlæg átt. AU- hvöss á Vesturlandi. Úrkoma á Norð- ur- og Norðaustur-landi og síðar á Norðvesturlandi. Þurt á Suðurlandi. Barnsmeiðslin. Sigurðúr Gíslason fis’ksali skrifar um þau í ,,Vísi“ og segir svo: „Laug- ardáginn 22. þ. m. var ég staddur á Öðinstorgi að selja fisk ásamt fleiri fisksölum; þar á meðal var Pétur .Hoffmann og sonur Jóns .Eyjólfs- sonar af Grímsstaðaholti. Kemur þá Iííil stúlka að vagninum til mín og biður um fisk fyrir 50—60 aura, og fer ég strax að leita að hæfilegum fiski. Byrja þá Pétur og sonur Jóns að kalla í stúlkuna og segja henni að kaupa af Pétri, því að það sé betri fiskur hjá honum (ég get fært sönnur á að þetta var ósatt). En svo, þegar það hefir engin áhrif, kemur Pétur vaðandi og spyr stúlk- una, hvað hún hafi mikla peninga. Stúlkan réttir út höndina og sýnir

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.