Alþýðublaðið - 16.02.1920, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 16.02.1920, Blaðsíða 2
alÞýðublaðið út fyrir að stjórnarráðið hafi í hyggju að framfylgja lögum þeim, sem það setti um álagningu heild- salanna í fyrra, en það er öllum tandslýð kunnugt, að þeir leggja allir, nær undantekningarlaust, meira á en þar er heimilað. X Erlend mynt. Khöfn 13. íebr. Sænskar krónur(lOO) — kr. 127.50 Norskar krónur (100)—kr. 118.00 Þýzk mörk (100) — kr. 7.20 Franskir frankar(lOO)— kr. 48.00 Svissneskir frankar (100) kr. 114.00 Hollenzk gyllini (100) — kr. 254.00 Pund sterling (1) — kr. 23.05 Dollars (100) — kr. 685.00 Til samanburðar skal hér sett sannvirði erlendrar myntar eins og talið var fyrir stríðið. Sænskar og norskar krónur voru jafngildar dönskum krónum og hafa því stigið um 271/2 eyrir sænsk og 18 aura norsk króna. Þýzkt mark jaíngilti 89 aurum, en nú aðeins liðlega 7 aurum. Franskur franki jafngilti 72 aurum, en nú aðeins 48 aurum, og heflr því fallið um 24 aura eða réttan þriðjung miðað við danska mynt. Svissneskur franki jafngilti 72 aurum, eins og sá franski, en nú 1 kr. og 14 aur., og hefir því stigið um 42 aura. Hollenzkt gyllini jafngilti fyrir stríðið 1 kr. og 50 aurum, en nú 2 kr. öá1/* eyrir. Gyllinið hefir því stigið um 1 kr. 4J/s eyrir. Bandaríkjadollari jafngilti fyrir stríð 3 kr. 73 aur., en nú 6 kr. 85 aur. og hefir því stigið um 3 kr. og 12 aura. Sterlingspundið gilti fyrir strið 18 kr. og 16 aura, en nú 23 kr. og 5 aura, og hefir því stigið um 4 kr. 89 aura. jffastarríki |ær ðálitla hjátp. Khöfn 13. febr. Frá Vínarborg er símað að brezkir fjármálamenn ætli að lána Austurríki eina miljón sterlings- punda. jfEtla frakkar al gera nýjar krijnr? Khöfn, 13. febr. Frá Berlín er símað að Frakbar haldi því fram, að Þjóðverjar hafi ekki látið þá hafa eins mikið af kolum og þeir áttu að láta sam- kvæmt friðarsamningunum. Þýzka stjórnin hefir opinberlega mótmælt því að svo væri. Jíýtt stríi? Khöfn 13. febr. Frá Róm er símað að stjórn Suður-Slava (Serba) hafi boðið Frökkum hernaðarbandalag við sig, ef til ófriðar drægi við ítali, en að Frakkar hafi ekki viljað. [Alþbl. vill geta þess, að frétt þessi er mjög ósennileg og líkist mest því, að vera tilbúin af ítölskum þjóð- ernisofsa-mönnum, til þess að æsa ítali gegn Serbumj. ólœtin í Flensbovg. Khöfn, 13. febr. Frá Flensborg er símað að þýzki ríkisfulltrúinn Koster hafi afsakað fánastuldinn við alþjóða- nefndina. Nýtt um Erzbevger. Khöfn 14. febr. Frá Berlfn er símað, að komist hafi upp nýtt hneykslismál viðvíkj- andi Eizberger fjármálaráðherra, hann hafi unnið eið að röngum framburði, og misbrúkað stöðu sína til þess að auðga sig sjálfan á uppfundingu. [Erzberger, sem nú er fjármála- ráðherra Þjóðverja, tilheyrir kat- ólska flokknum eða miðflokknum (Centrum), sem öðru nafni er nefndur. í flokki þessum eru bæði verkamenn og miljónaeigendur, og alt sem þar rúmast á milli. Erz- berger hefir sem fjármálaráðherra fengið á sig afskaplegt hatur efna- manna og afturhaldsmanna, og hafa þeir notað öll svívirðilegustu meðulin, sem þeir gátu upp hugS" að, í viðureigninni við hann. Þa®1 er því ekki að vita, nema ásak- anir þessar séu jafn gersamlega tilhæfulausar og þær, sem bornar voru á jafnaðarmennina Ebert og Scheidemann hér í vetur, og hiug' að bárust í símskeyti]. Alþjóda- íj árm ála stefn a* Khöfn 4. febr. Þjóðabandalagið kallar samaE alþjóöa-fjármálastefnu. Di daginn og veginn. Bátstapi í Vestmannaeyjoin»' Mótoi báturinu Mar úr Vestmanna* eyjum hefir vantað síðan á fimtu- dag í fyrri viku, er hann lagði af stað þaðan i fiskiróður. Hefir báts- ins verið leitað af enskum togata og mótorbátum, en árangurslaust. Á bátnum voru alls fimm menn, Formaðurinn Bernotus Sigurðsson var eigandi. Beihningsbók þeirra Jörundar Brynjólfssonar fyrv. alþm. og Stein- gríms Arasonar, handa alþýðuskól* um, hefir nú verið endurprentuð. Reikningsbók þessi hefir fengi® alment lof kennara. Togari í Vestmannaeyjum» Vestmanneyingar eiga hluti i ýmS* um togurum, en engan heilan hafa þeir átt fyr en i gær, að þeir festu kaup í og borguðu að hálfu leytl togara, sem á að heita Draupnir* Skipið er átta ára gamalt. Kaup* verð 19000 sterlingspund, en þa® eru 438 þús. kr. með núverandi gengi. Sá helmingur kaupverðsins sem óborgaður er, á að borgast í Englandi með afla. Falltrúaráðsfanðnr verður ( kvöld, mánudag 16 febr., haldino kl. 7 siðdegis f Alþýðuráðhúsinn. Enibættisprófl í læknisfræðt hefir Guðmundur Ó. Emarsson fta

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.