Alþýðublaðið - 02.06.1926, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 02.06.1926, Blaðsíða 3
aluýðubimsib: b leitt er hægt að ráðleggja al- þýðu tll sjávar og sveita að kaupa og lesa „Rétt“. „Réttur" er tímarit ístenzkrar alþýðu, er flytur nýj- ar og hressandi skoðanir frá ung- um og hugsjónaríkum frelsisvin- um. r-S-n. Um daglnii og veginn. Næturlæknir er í nótt Ölafur Qunnarsson, Laugavegi 16, sírni 272. Heilsufarsfréttir (Eftir slmtali við landlækninn í morgun.) Hér í bænum hefir maður veikst af taugaveiki og annar á Hvammstanga. Hvorugt stendur í sambandi við veikina á ísafirði. Hér "liefir og enn einn sýkst af barna- veiki. Kvef er hér heldur meira en terið hefir. Annars gott heilsufar yfirieitt hér syðra. Á ísafirði hefir enginn taugaveikissjúklingur bæzt við siðustu dagana, en „inflúenza" barst þangað með „Goðafossi“, og lagðist þegar alt fólk á einu heimil- inu. Býst héraðslækniiinn við, aðhún fari um bæinn. (Skéyti, sem frétta- síofan fékk frá „Vesturlandi" þar u n, er ónákvæmt.) Á Akureyri gengur væg i„iriflúenza“. Annars allgott heilsufar. Leiðrétting hefir forscti Fiskifélagsins, Krist- ján Bergsson, sent blaðinu þess efn- is, að greinin, sem saurblaðið „Stormur ‘ birti eftir hann, hafi verið pkrifuð í „Ægi ‘, en „Stormur" tekið hana upþ. Fyrstu hljömleikar þýzku hljómsveitarinnar verða í kvöld kl. 9 í Iðnó. Aðgöngumiðar eru seldir í Iðnó og voru nær upp- seídir í gær að sýningunni í kvöld. Með Goðafossi í gærkveldi fóru m. a. 12 konur S kvennafundinn á Akureyri, efstu tnennirnir á landkjörslistum auð- valdsstéttarinnar, Jón Þorláksson, Sigurður Eggerz, Magnús Kristjáns- son og Bríet Bjarnhéðinsdóttir, til kosningafundahalda og Haraldur Guðmundsson. kaupfélagsstjóri af hálfu Alþýðuflokksins. Gengl erlendra mynta í dag: Sterlingspund..........kr. 22,15 100 kr. danskar .... — 120,05 100 kr. sænskar .... — 122,10 100 kr. norskar .... — 100,13 Dollar.................— 4mnÍA 100 frankar franskir. . . — 15,07 100 gyllini hollenzk . . — 183,68 100 gullmörk þýzk... — 108,47 í dag eru 44 ár frá dánardegi Garíbalda hins ítalska. Skipafréttir. Goðafoss fór héðan kl. 6. í gær- kveldi vestur og norður um land til útlanda. Einnig fór Lagarfoss um hádegi í dag frá Hafnarfirði áleiðis um Vestmannaeyjar til Bretiands- eyja og Hamborgar. Esja fór frá ísafirði í morgun. — ! gær kom Iiingað fisktökuskip, sem Magna heitir, til að fá sér kol, en fór síðan til fisktöku í Hafnarfirði. —- ■! „Sonja ‘, hvalveiðari danska ríkisins, kom hingað í morgun á leið til 'Græniands. Landhelgisbrot. „Þór'- tók í gær þrjá þýzka tog- ara af landhelgisveiðum fyrir suður- ströndinni og flutti til Vestmanna- eyja. (Fréttastofunni var sent þkeyti þar um.) Veðrið. Hiti mestur 10 stig, minstur 1 st. Átt ýmisleg, fremur hæg. Loftvæg- islægð fyrir suðaustan land. Otlit: Austlæg átt og skúrir sums staðar á Suður- og Suðvesturlandí. Hæg aust- norðanátt annars staðar. Dálítil úr- koma á Norðausturlandi. Togararnir. Maí kom í, gær með 53 tunnur lifrar. Hættir veiðurn eru enn tveir togarar, Ari og Draupnlr. —- Skyldi það vera til- ætlunin að safna togaraflotanum í lægi til að sýna kónginum hann i einni breiðu? Bráðkvaddur varð ó Korpólfsstöðum á- laug- ardaginn var Jón Jónsson frá Laug- um. Eirstuugumyndir af rithöfundunum Jóhanni S.gur- jónssyni og Gunnari Gunnarssyni tefir ungur danskur eirstungumaður T[ert að því, er segir í fregn fró sendiherra Dana. Myndirnar eru að eins prentaðar í 100 eintökum. Eina ráðið. Nú er „Mgbl.“ sjálft komið að þeirri niðurstöðu, að eina ráðið til þess, að því sé trúað til að fara rétt með, ef það vitnar i annað prent- að mál, sem ekki er víst að les- endur 4>ess hafi við hendina, er að láta frumritið sjálft vera til sýnis í afgreiðsluglugga þess. Verkamenn neita að taka vinnu frá starfsbræðrum sinum. 1 fyrra kvöld, þegar „Lagarfoss" fór til Hafnarfjarðar, til að taka lýsi þar, vildi afgreiðslumaður Eimskipa- félagsins þar í firðinmn, Öl. D„ fá verkamenn héðan til að vinna við skipið þar. Sagði hann, að við höfðu venjulegu orðbragði sínu, að hafn- firzkir verkamenn kynnu ekki að raða tunnum í skip. Reykvískir verkamenn sögðust hvergi fara, ekki vilja taka vinnu frá Hafnfirðingum. Einar skálaglam : Húsið við Norðurá. hreystiverk. Hann dreymdi, að Lenin kæmi sunnan Suðurgötu með óvígan her bolsivíka af öllum þjóðum og litum, og að Lenin ætl- aði að taka ofan íslenzku stjórnina, sem sat skelkuð og skjálfandi uppi í stjórnarráði og hét bæði á F>ór og Hvíta-Krist sér til hjálpar. En hann, cand. jur. Sesselíus Hatt- barð, gekk einn á móti hernum hafandi ekkert sér til varnar nerna borðalagt kaskeiti og hugrekki sitt, — hvort tveggja góðir gripir. Og hann barði á Filisteanum með asnakjálka líkt og Samson forðum, og alt flýði undan hefjunni, frelsara föðurlandstns, en það, sem ekki komst undan, féll fyrir hinni máttugu hendi hans. Þegar hér var koniið hreystiverkunum, kom Éyjólfur undirtylla hlaupandi inn í herbergið til að færa iögreglustjóranum skilaboðin frá hinum skáldmælta starfsbróður hans í Borg- arnesi. Það runnu á hann tvær grímur um, hvað hann ætti a ðgera, þegar hann sá yfir- valdið liggja frarn á borðið eins og nokkurs konar sofandi Venus, En boðin, sem hann var með, þóttu honum svo mikilvæg, að hon- um fanst hann ekki mundu komast hjá því að vekja hina blundandi réttvísi. Hann þreif í handlegginn á Hattbarð og hrísti hann til. „F>að er búið að drepa Englending uppi í Borgarfirði," kallaði Eyjólfur inn í eyrað á lögreglustjóranum. „F>að er ágætt,“ anzaði Hattbarð í svefn- rofunum. Hann hélt, að vígið hefði verið unnið í viðureigninni við Lenin. En þegar Eyjólfur var búinn að skýra honum frá, hvernig í öllu lá, og eins að Borgarness-

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.