Alþýðublaðið - 03.06.1926, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 03.06.1926, Blaðsíða 1
1926. Fimtudaginn 3. júni. 126. tölublað. Erlend símskeyti. Khöfn, FB., 2. júní. Kolan&muverkfallið. Sáttatilraunir árangurslausar. Frá Lundúnum er sitnað, að sáttatilraunir hafi orðið árangurs- lausar. Frestur og stjórnartilboð um framlengingu ríkisstyrks til koiaiðnaðarins er þar með út runninn, Pilsudski gerist hermála- ráðherra. Frá Varsjá er • símað, að Pil- sudski verði hermálaráðherra. Prófessor Moszicki var kosinn samkvæmt tilmælum bans. Svendborg, FB., 2. júní. Frá glimumönnunum. „Dansk-islandsk Samfund“ hef- ir tekið ágætlega á móti glímu- mannaflokknum. Niels Bukh hef- ir reynst þeim ágætlega. I Kaup- mannahöfn var peim boðið í jnorgunverðarveizlu og siðan far- ið með þá í skemtiför um Kaup- mannahöfn. Þegar þeir komu til Ollerup, var borgin skreytt islenzk- um flöggum, og var þar tekið á móti þeim með því að syngja ís- lenzka þjóðsönginn. Borgarstjór- inn bauð þá velkomna með ræðu. Þar var þeim og boðið í bíf- reiðaför, Þeir sýna nú glímuna daglfega i bæjum á Sjálandi. I Kaupmannahöfn höfðu þeir tvær sýningar, og var almenningur stófhiifinn og ummæli blaðanna iágæt. Þeir hafa verið beðnir að koma og sýna glimunaá langt um fieiri stöðum en þeir geta vegna naums tima. Bystqnder. FB., 3. júní. Fjármálavandræöiu frönsku. Frá París er sintað, að Briánd hafi haldið ræðu," er hafi haft afarmikil áhrif á allan þingheim og allan almenning. Kvaðst hann liafa lifað ógniim þrungnar stund- ir, og hann hafi aldrei verið eins sáhyggjufullur Um framtíð landsins og nú. Samþykt var í þinginu að fresta öllum fjórhagsumræðum úm óákveðinn tíma. Verkalýöurinn ris gegn her- valdsbýltingunni i Portugal. Frá Lissabon er símaö, aó rik- isstjörinn hafi sagt af sér. Herfor- ingjar hafa stofnað þriggja manna stjórn. Landssamhand verkamanna lýst yfir allsherjarv'erkfalli til mót- spyrnu gegn hervalds9tjórninni. Hljómleikur „Hamburoer Philharmonisches Orchester“. Sjaldan hefir víst peningum ver- ið betur varið en þeim, sem bæj- arstjórnin veitti til þessara hljóm- leika. Þetta er hljóðfæraslóttur, sem þætti fram úr skarandi í hvaða heimsborg sem væri. Þeir, sem út fyrir pollinn hafa farið, hafa vitaskuld margir hverjir heyrt góðan hljóðfæraslátt, en fyrir þá, sem heima hafa setið, — eldri kynslóðina, sem ólst upp viö harmoniku- og hárgreiðu-gaul, og yngri kynslóðina, sem fæddist upp við grammófónurg og blikkdósa- <og aluminiumpotta-skelii káffi- húsa-jazzins, —• opnast hér nýr heimur, — heimur hins sanna, mikla hljóðfærasláttar. Hvér ein- ptakur maður í hljóðfærasveitinni er listamaður með fullu valdi ýfir hljóðfæri sínu, og ait beinist til fulls satnraemis undir stjórn Jóns Leifs. Hann hefir fullkomið vald á aliri sveitinni og leggur sjálf- stæðan, sterkan og fagran skilning í alt saman.' Hvert lagið var leikið öðru betur, enda hafa aldrei heyrst aðrar eins undirtektit nokk- urh tíma hér eins og nú; — lófa- klappinu ætlaði aldrei að linna, og sveitinni var heilsað með hlýju óvarpi á hennar tungu, og sung- inn var þjóðsöngur Þjóðverja, en sveitin lék þjóðsöng vorn aftur á móti. Skal allri alþýðu ráðið til að hlýða þessum ágætu hljómleik- um og horfa ekki í féð, sem það kostar; það geíur ekki minna ver- ið. (jóður hljóðfærasláttur gerir menn betri, leiðir ntenn af grýtt- um brautum kaldrar veraldar- hyggju á mjúkar grundir h'arta- vizku og tilfinninga-skilnings. Hljómlistih talar einni og samri tungu til alira þjóða og allra tíma. Fátt vinnur því meira að hinni miklu hugsjón jaínaðarmanna um jafnræði og bróðerni a lra þjóða. Og því vilí Alþbl. varpa kveðju á híjómsveitina þý2ku á hennar éig- in tuhgu: Die Zeitung der islándisehen Arbeiter heisst das Hamburger philharmoriische Orchester herz- lich willkommen. D e freien Kúnste sprechn in einer" und derselben Sprache zu allen Zeiten und allen Völkern, darunter auch die edle Tonkunst. Sie trhgt deshalb in hohem Masse zur Durchfilhrung einer von den sozialistischen Grundideen — zur Verbriiderung und Gleichstellung aller Völker — bei. Das deutsche Volk iiat die Tonkunst wie fast kein anderes gefördert. Wenn uns jetzt eine Probe des besten, was deutsche aúsílbende Tonkunst leistet, dar- geboten wird, ist es fiir uns ein unschatzbarer Gewinn. Seid uns deshalb willkommen! Stjórnmálafundur á Sandi (Einkaskeyti til Alþýðublaðsins.) Sandi, 3. júní. Björn Bl. Jónsson hélt hér al- mennan fund í gær og sagðist vel. Þökkum komu hans. Verkalýðsfélaglð. Enn fremur er símað frá Sandi: ,Björn rakti gang þingmálanna og talaði um verkalýðsmál. Engin andmæli komu fram.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.