Alþýðublaðið - 16.02.1920, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 16.02.1920, Blaðsíða 4
4 A.LÞÝÐUBLAÐIÐ Tll sölu með tækifærisverði ágæt sfcígvél (klofhá), til sýnis á afgr. Alþbl. málum, sem voru “eins leyndar- dómsfull og myrk eins og námu- gangarnir, þar sem hann vann. En Jerry Minetti, sem var sá fyrsti, er hann sagði sögu sína, lægði í honum ákafartn. ítaiinn, ungi, hlustaði rólegur á frásögn Halls, um skipulagsmanninn og ætlun hans í kóiahéraðinu. „Eg vissi það, að koma myndi að þessu", sagði hann, „ásamt ó- hamingju okkar Rósu". „Hvað áttu við?" „Við lendum í því — áreiðan- lega. Eg skal segja þér, kallaðu þig socialista — hvaða gagn væri að því? Það dugar ekkert. Gagns- laust að greiða hér atkvæði — þeir telja hér ekki atkvæði soctal- istanna, slíkt er að eins heimska! Ef þú vilt hjálpa, verður þú að hafa verkámannafélag að baki þér. Þú verður að gera verkfalll En Rósa segir, bíddu ögn. Dragðu saman dálitla fjárhæð. Láttu krakk- ana komast upp. Þá skulum við hjálpa, hvort sem við missurn heimiH okkar eða ekki". Jerry þagnaði, og hljótt varð í húsinu litla. Rósa hórfði stórum augum á bónda sinn. „Við getum ekki beðiðl" hélt Jerry áfram. „Við getum ekki af- borið það. Eg segi ykkur það, það kemur sá dagur, skjótt — eins og sprenging í námunni I Það byrjar bara einhver bardagann, þá koma hinir á eftir. Enginn getur lengur þolað, að vinna í námunni". Hallur sagði ekkert. Hann sá hjónin renna augunum um litla herbergið, þar sem Litli Jerry og yngri sveinninn voru í fasta svefni, þá fór hann að skilja, hverja þýð- ingu þetta hafði fyrir fólk þetta. Hann fylgdi með áhuga og. með- aumkvun harðri baráttu þeirra — baráttu, sem var eins gömul og mannssálin, baráttunni milli eigin- girninnar, einkaöryggðar og þæg- inda og á hinn bóginn hinnar háleitari skyldu, takmarksins, sem krafðist alls hins sem fórnar. Utboð á 3,000,000 kr. ríkissjóðsláni ísiands með 51/2”/0 vöxtum. Samkvæmt heimild í lögum nr. 25, 22. okt. 1912, um rit- síma- og talsímakerfi íslands, lögum nr. 68, 14. nóv. 1917, um áveitu á Flóann, lögum nr. 62, 28. nóv. 1919, um brúargerðir og lögum nr. 74, 28. nóv. 1919, um húsagerð rikisins, hefir ráðu- neytið ákveðið að taka fyrir hönd ríkissjóðs alt að 3 miljóna króna lán til framkvæmda þeirra, sem ræðir um í nefndum lög- um og leita þessa láns innanlands. Lán þetta verður tekið til 20 ára gegn 5V2°/o ársvöxtum og afborgast með V*o á ári. Lánið er óuppsegjanlegt af beggja hálfn. Fyrir láninu verða gefin út skuldabrjef að upphæð 100 kr., 200 kr., 1000 kr. og 2000 kr. og hljóða þau á handhafa, en nafnskrá má þau. Ríkisfjárhirslan greiðir vexti eftir á 1. janúar og 1. júní, en afborganir 1. júlí ár hvert. Allir gjaldheimtumenn ríkissjóðs eru skyldir til að taka vaxtamiða, sem fallnir eru í gjalddaga og útdregin skuldabrjef tilheyrandi láni þessu, sem gilda borgun á tekjum ríkissjóðs. 1 janúarmánuði ár hvert annast fjármáladeild stjórnarráðsins um, að notarius publicus í Reykjavik dragi út skuldabrjef fyrir 150,000 kr. til innlausnar 1. júlí s. á. Skrá yfir hin útdregnn brjef verður síðan birt í Lögbirtingablaðinu. Landsbanki íslands og íslandsbanki og útibú þeirra öll taka við áskriftum um þátttöku í lániuu og greiðslum upp í það, gegn bráðabirgðaskirteinum, sem síðar verður skift gegn skuldabrjefum með tilheyrandi vaxtamiðum. Um leið og áskrift fer fram eða loforð er gefið um þálttöku í láninu, greiðist að minsta kosti helmingur þess er greiða skal, en alls er það, sem þátttakendur greiða 96 kr. fyrir hverjar 100 kr. 1 skuldabrjefum. Það, sem er ekki greitt þegar við áskrift, greiðist innan 3ja mánaða. Samkvæmt hinu framanritaða er landsmönnum hjermeð boðin þátttaka í láni þessu. Landsbanki íslands og íslandsbanki ábjrrgjast sölu á alt að 2 miljón krónum af láninu. Ef nánari reglur þykja nauðsynlegar, verða þær auglýstar síðar. Fjármáladeild Stjómarráðsins, 13. febr. 1930. Sig. Cggarz. Magnús Guðmundsson. Með skírkostun til framanritaðs lánútboðs tökum vjer og úti- bú vor við áskriftum og greiðslum í þessu skyni á tímabilinu frá 1. marstil 1. júní næstkomandi. Reykjavík, 13. febr. 1930. Landsbanki Islands. íslandsbanki. L. Kaaber, Magnús Sigurðsson, Sighvatur Bjarnason, Benedikt Sveinsson. H. Thorsteinsson. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Ólafar Friðriksson. Prentsmiðjan Gutenberg.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.