Alþýðublaðið - 17.02.1920, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 17.02.1920, Blaðsíða 2
ALÞÝÐUBLAÐIÐ Síaverkfal í Khöfn. Khöfn 15. febr. Símaverkfallinu [í Kaupm.höfn, sem staðið hefir í réttan l1/? mánuð, eða frá 1. janúar] er nú lokið, með því að samgöngumála- ráðherrann hefir skorist í leikinn, og var byrjað að vinna aftur í gær. Launaatriðið er þó enn þá óútkljáð. 3n|túenzan í KhSfa. Khöfn 15. febr. Inflúenzan er enn í rénun, en er mjög illkynjuð. F'ossamálid. Á að verða saraa þvælan um það á þessu þingi eins og var á siðasta þingi? Síðasta þing vissi, svo sem kunnugt er, hvorki upp eða niður í fossamálunum, og kaus því það ráð, að vísa þeim til stjórnarinnar til frekari undirbúnings. Stjórnin hefir litið svo á, að þessum frekari undirbúningi, sem henni var falinn, væri fullnægt með því, að hún léti endurprenta frv. Sveins Ólafssonar frá síðasta þingi, með ómerkilegri breytingu. Á laugardaginn var komu svo þessi fossalagafrumvörp stjórnar- innar (sem hún hefir endurbætt með.því, að láta endurprenta þau) til umræðu í neðri deild Alþingis, og voru haldnar 18 ræður í mál- inu (og hélt Bjarni frá Vogi þó ekki nema tvær). En að allri þess- ari mælsku afBtaðmni var málið tekið aftur út af dagskrá, samkv. ósk stjórnarinnar. Fossamálið er búið að vera í milliþinganefnd, og hefir nefndin og prentun ritgerða (nefndarálita) þeirra, er hún hefir samið, kostað landið álitlegan skilding, að sögn 80 þús. krónur, eba fram undir það jafn margar krónur og manns- börnin eru í landinu. Nú væri ekkert um það að segja, þó þetta væri dýrt, ef það aðeins yrði til einhvers gagns, ef það yrði til þess að einhver niðurstaða yrði fengin. En í fossanefndarálitunum er engin níðurstaða, enginn botn, og þingmenn botna sýnilega eklc- ert i málinn, og því siður gera kjósendur það alment, enda hafa þeir ekki fengið annað um það að vita en slagorð Vísis og Tímans um aukaatriði málsins. Að fara að ræða málið frekar nú í þinginu, er sama sem að gera úr því sömu þvæluna og á síðasta þingi. Málið er ekki nægilega undir- búið, þrátt fyrir fossanefndina. Þess vegna: Til stjórnarinnar mcð pað aftur, til frekari undir- búnings! MaðuriQD m vill á |iug. Á laugardaginn eiga að verða nýjar kosningar hér í bæ, um annað þingmannssætið fyrir Reykja- vík. Jakob Möller verður enn að freista gæfunnar um að komast inn á alþingi, sem hann langar svo mjög til. Hið óhlutdræga at- kvæði hans sjálfs í þingsalnum, með gildi sinnar eigin kosningar, nægði ekki til að fá hana sam- þykta. Það er leitt, því að maður- inn vill augsýnilega á þing. En hversvegna á honum að verða að þessari ósk sinni? Er það fyrir trygð hans við hugsjónir og framtíðarstefnur? Hann sem kveðst í Vísi ekki hafa neina sérstaka stefnu að berjast fyrir, annað en sjálfan síg. En hann vill á þing! Það á að vera nægileg ástæða fyrir almenning til að kjósa hann, þrátt fyrir stefnuleysið. Ef til vill ætti þá að kjósa hann fyrir afrek hans í þarfir landsins og bæjarins. En hvað hefir hann gert? Það oina sem eftir hann liggur er „sannleikurinn" í Vísi! Hefir nokkur lesandi Vísis nokk- urn tíma orðið þar var Yið nokkra grein eftir hann, sem miðaði að því að bæta kjör almennings, koma betra fyrirkomulagi á nokk- urn hlut, reisa nokkurn grundvöll fyrir bæinn eða landið? Það eina, sem blaðamenska hans hefir geng- ið út á, er að rífa niður, fyrst og fremst viðleitni alþýðunnar að ráða sínum eigin málum, en þar næst að níða niður þá menn, er honuin hefir fundist standa sér í vegi- Nú er greinilega fram komið, meiningin með öllum hans skrifum er sú, að hann hefir langað á þing' Til þess voru refirnir skornir. Ef hann nú væri sá maður, að bjóða sig fram sem slíkan fjand- mann alþýðunnar. En svo eru ekkv heilindin mikil né hugrekkið. Hann vill á þing, og þess vegna er hann nú alt í einu farinn að bera hinn mesta áhuga fyrir að alþýðan kjósi nú „rétt“ og er eins og hunang dijúpi af hans vörum, 61 hann minnist á alþýðuna. Þeti;a er stundum kallað að söðla utc þverbak. Áttavitinn sýnir samt glöggt hvert ferðinni er heitið. Einnar stéttar óskíft fylgi hefir „maður" inn sem vill á þing“, verzlunar- braskaranna og búðarmannannm Hugarfar þeirra er svipað hans, að því leyti, að þeir halda fraHi sínum eigin hagsmunum, en eru ekki að burðast með neinar hug' sjónir um að bæta kjör þjóðarinnar í heild sinni. En sumum þykir þetta fylgi braskaranna vera lítil' meðmæli til þingsetu með Jakobi Möller, ekki sízt í þeirri dýrtíð sem nú er, og sem allir vita að kaupmennirnir eiga sinn drjúga þátt í. Frambjóðandi þeirra verður líklega að leggja blessun sína á allar gerðir kaupmannanna. Þannig er þá frambjóðandinn til alþingis, Jakob Möller. Ástæðan tií að hann býður sig fram, sú ein» sem á lofti er haldið, er að mað- urinn vill á þing. En er það nægileg ástæða fyrir Reykvíkinga ti) þess að kjósa hann — jafnvel þó að ekkert væri annað til fyrirstöðu? V í sóttkví voru settir í gær‘ kvöldi sjö Vesmannaeyingar sem komu á fimtudagskvöld hingað tií bæjarins með »President Wilson* frá Vestmannaayjum. Þeir losna annað kvöld. Meða! þeirra er Karl Einarsson sýslum. og alþing- ismaður. Álþbl. rcyndi að fá tai af honum í sfma, cn það var ekkt leyft.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.