Alþýðublaðið - 11.06.1926, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 11.06.1926, Blaðsíða 3
AL&YÐUBLAÐID B sem dregnir voru af kaupi þeirra om hverja klukkustund, eigi nú að ganga upp í kostnaðinn við konungskomuna, p. e. a. s. það, 9em afgangs verður af launavið- bót borgarstjóra ? Eða hefir það verið í þessu augnamiði, að fátækrafulltrúan- ir hafa gengið um bæinn undan- larna daga til þess að draga af lífsviðurværi þurfalinganna, en konungurinn sé álitinn meiri gust- ukamaður — eða hvað? Æskilegt væri að fá greinileg svör og skýringar frá hlutaðeig- andi mönnum, svo að enginn mis- skilningur eigi sér stað. — 1 sambandi við ofangreindar spumingar vil ég að gefnu til- efni biðja einhverja þá, sem fróð- ir eru um bindindismál, að skýra það opinberlega fyrir almenningi, að hverju leyti það er til efl- ingar fyrir Good-templararegluna, að félagsmaður hennar, sem verið hefir stórtemplar, greiði atkvæði með kaupum og veitingum á- fengra vína. Spyr sá, sem ekki veit. Forvitinn. Af Saidi. Fjárrækt hefir aukist stórum hér urn slóðir, einnig hér í þorpinu, tvö síðast liðin ár. Árið 1923 voru hér 400 sauðkindur, en nú í ár munu vera alt að þúsund fjár, sem þorpsbúar eiga. Virðist talsverður áhugi vera vaknaður hér hjá al- menningi fyrir því að auka fjár- ræktina, enda góður hagnaður orð- inn á henni, þegar ærin er farin að gefa í hreinan arð 20—30 kr., eins og hér mun vera að jafnaði. Hér er fé létt á fóðrum og lítið fyr- ir því haft, þegar veðráttufarið er eins gott og nú undan farin tvö ár. Aftur hefir 9iðast liðið ár ekki verið hér eins gott til sjávarins. Afli hefir ekki verið hér meiri en i meðalári. Útfluttur fiskur mun hafa orðið hér yfir árið um 1100 skpd., og hefir sá afli verið mestur á ára- báta. Hér eru menn yfirleitt daufir að auka vélbátaútveginn. Stafar það mikið af fjárskorti. En hér bæri sig vafalaust vélbátaútvegur, þar sem hægt «r að stimda fiskiveiðar á þeim alt árið. Og þar sem nú er fengin tjrugg höfn (Krossavík) fyrir smærri vélbáta, þá virðist ekkert vera því til fyrirstöðu, þar sem hag- ar svo vel til og hér við Snæfellsnes, að Jökuldjúpið er i aðra hönd og allur Breiðifjörður á hina, enda sýndi það sig i fyrra vetur, að vél- bátur, sem stundaði fiskiveiðar hér á sunnanverðum Breiðafirði („Sam- einaða Kári“) mun hafa verið með aflahæstu bátum frá Isafirði þá vetrarvertíð. Enn fremur má benda á, að hér hagar vel til fyrir sild- veiði, þar sem stutt er að sækja í Kollál, en þar mun venjulegast vera mikið af síld, þegar fram á sumarið kemur (í júlí og ágúst), enda hefir verið gerð tilraun hér í þá átt í fyrra, og heppnaðist hún vel. Hér vantar einmitt fjármagn til þess að geta notið gæða sjávarins. Við er- um að vona, að úr því rætist, ef við fáum bankaútibúið við Breiða- fjörð, sem búið er fyrir löngu að lofa okkur Snæfellingum. Verkalýðsfélagið hér starfar vel, og hefir alþýðufél.-hreyfingin mörgu góðu til vegar komið hér, sérstak- lega í viðskiftalífinu. Félagið hefir haft síðast liðað ár vörupöntun og hefir fengið vöruna beint frá út- löndum. Það hefir haft um 20 000 kr. vöruveltu á árinu, enda hafa verzlunarviðskifti hér á nesinu stór- um lagast til-hagnaðar fyrir almenn- ing, síðan félagið byrjaði á að hafa vörupöntun. Þar með er vafalaust stórt spor stigið í áttina til frjáls- ara og hreinna viðskiftalífs. Gamla skulda- og einokunar-helsið, sem ríkt hefir hér á nesinu til skamms tíma, er að smáhverfa og efnahagur al- mennings að batna. Hér eru margir menn mjög fylgj- andi hugsjón jafnaðarstefnunnar. Sandverji, Dm daginn og veglnia. Næturlæknir er i nótt Kjartan Ólafsson, Lækj- argötu 6 B, sími 614. Kristján konungur Friðriksson og Alexandrína Friðriksdóttir drottning hans eru væntanleg hing- að til bæjarins kl. 11 árdegis á morgun (um kl. 9 á höfnina). Lögðu þau af stað hingað fyrra fimtudag. Á miðvikudaginn kemur sigla þau vestur og norður um land. í fyrstu var ráðgert, að þau kæmu við á ísafirði, en nú er hætt við það. Hins vegar kváðu þau koma við á Akureyri og Seyðisfirði. — íhalds- liðið hé'rna hefir fundið upp á því, að setja drottninguna í grjótvinnu uppi í Skólavörðuholti. Hún kvað eiga að leggja hyrningarstein i Landsspítalann. Taugaveikin á ísafirði. Símað er þaðan, að útbreiðsla hennar sé heft. Slys. 2. stýrimaður á „Annabo“, auka- skipi Eimskipaféiags Islands, fót- Veggfóður! Yfir 150 tegundir af ensku vegg- fóðri, Ijösu, dökku, og af ýmsum litum. Nýkomið: nokkrar tegundir af þýzkum móðins veggföðri á 1/10 rúllan. Einnig Ieður-veggföður. Lægsta verð i bænum, segja allir. Sigurður Kjartansson, Laugavegi 20 B. Simi 830. Simi 830. Gengið frá Klapparstig brotnaði, og kom skipið með hann til Vestmannaeyja í fyrrakvöld. Henry Erichsen heldur siðustu hannonikuhljóm- leika sína hér í bænum annað kvöld. Lánuð konughollusta. 1 gær og fyrradag sendi íhalds- stjórnin bændum þeim, sem búa svo nálægt Þingvallaveginum, að bæ- irnir sjáist þaðan, fánastengur, til þess að þeir þurfi ekki að leggja í kostnað upp á eigin spýtur, ef þeir vilja láta konunghollustu i veðri vaka, þegar kóngurinn fer hjá. Gengi erlendra mynta í dag: Sterlingspund.............kr. 22,15 100 kr. danskar .... — 120,77 100 kr. sænskar .... — 122,10 100 kr. norskar . . . . — 101,33 Dollar .•...................- 4,568/4 100 frankar franskir. . . — 13,77 100 gyllini hollenzk . . — 183,46 100 gullmörk þýzk. . . — 108,58 Blaðlausi listinn. Sigurður Eggerz kom kosningá- grein inn i „Lögréttu“ á þeim grundvelli, að hann hefði ekki neitt b]að til að flytja skoðanir sínar út um land. Rétt á eftir keppast „Vís- ir“ og saurblaðið „Stormur" um að mæla með íslandsbankalistanum hans. Heilindi saurblaðsins eru þó ekki meiri en svo, að það mælir líka með Jóni Þorlákssyni; en það er sjálfsagt rétt athugað hjá Sig- urði, að útbreiðsla þessara blaða er lítil og áhrifin þó miklu minni. Alþýðuhljómleikar : þýzku hljómsveitarinnar verða kl. 2 á sunnudaginn. Aðgöngumiðar eru seldir í afgreiðslu Alþýðublaðsins. Verðið er kr. 1,50 sæti niðri, 1 kr. stæði, en 2 kr. á svölunum uppi. Verklýðsfélagar ganga fyrir um aðgöngumiðakaup. Allir verka- menn, sem unt er^og unun hafa af fögrum hljómleikum, ættu að flýta sér að nota þetta einstaka tækifærL Lögregluþjönn á Norðfirði, frá 25. maí til 1. nóv. I éir, er Stefán Jónsson frá Hrísey, áður næturvörður á Siglufirði.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.