Alþýðublaðið - 12.06.1926, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 12.06.1926, Blaðsíða 1
ublaðlð Geffið út af AlÞýðunokkniun 1926. Laugardaginn 12. júní. 133. tölublað. Alþýðuhljómleikar pýzku hljómsveitarinnar á morgun. Alþýðufólk má ekki sleppa því einstaka tækifæri, sem því gefst með þeim. Það verður sennilega ekki oftar á æfi þeirra, sem nú lifa, að önnur eins hljómsveit gistir landið. Auk *þess liggur í því að halda sérstaka, ódýra hljómleika fyrir alþýðu skilning- ur og viðurkenning á gildi al? þýðusamtakanna, sem hljómsveit- armennirnir þekkja vel frá átt- högum sínum, fríríkinu Hamborg, og þá viðurkenningu ber að meta. Lækkun aðgangseyris er og bein peningagjöf til alþýðu, og hún vefður ekki betur þökkuð en með góðri aðsókn. Sá hleypidómur má engum aftra, að" alþýðufólk hafi ekki gagn af slíkum hljómleikum sem þessum; það skilji þá ekki. Allir hafa nautn af hljómlist alveg eins og allir geta notið sólskins, veðurblíðu og náttúrufegurðar, þótt þeir kunni ekki að gera vís- indalega grein fyrir því. * 1» Framsöknar" - f íokk- urmn. 1 þetta sinn verða hér skrátð að eins örfá varnarorð til þeirra manna, sem kynnu að vera í váfa um, hvort þeir eigi að fylgja Al- þýðuílokknum eða „Framsóknar"- flokknum að málum og hafa enn ekki gert sér nægilega Ijósan þann mikla mun, sem á þeim er. Á alþingi ber mjög á ósamræm- inu innan „Framsóknar"-flokksins, svo sem jafnan verður um slíka milliflokka. Þó að emhverjir þing- manna hans beri fram gagnleg frumvörp, sem til framfara vita, er svo að segja daglegur vani, að~ einhverjir hinna flokksþing- mannanna rísa upp öndverðir gegn þeim. Andstaða Klemenzar Drottinleg leiðbeining konungskomndagana. £>á talaði Jesús til mannfjöldans og sagði: Á stóli Mó:e sitja fræði- men lirnir og Farísearnir. Alt, sem þeir segja yður, skuluð þér því gera og halda, en eftir verkum þeirra skuluð þér eigí breyta, því að þeir segja það, en gera eigi. Og þeir binda þungar byrðar og lítt bærar og leggja mönnum þær á herðar, en sjáífir vilja þeir ekki snerta þær með fingri sínum. En öll sin verk gera þeir til þess að sýnast fyrir mönnum, því að þeir gera minnisborða sína breiða og stækka skúfana. Og þeir hafa mæt- ur h helzta sætinu í veizlunum og efstu sætunum í samkundunum og að láta heilsa s'ér á torgunum og að vera nefndir „rabbí" af mönn- um. En þér skuluð eigi láta kalla yður „rabbi", því að einn er yðar meistari, en þér allir eruð bræður. Og þér skuluð eigi kalla neinn föður yðar á jörðunni, því að einn er faðir yðar, hann, sem er á himnum. Eigi skuluð þér heldur láta yður leiðtoga kalla, því að einn er leiðtogi yðar, Kristur. Sá, sem er yðar mestur, skal vera þjónn yðar. En hver sá. sem upp hefur sjálfan sig, mun niðurlægjast, og hver sá, er niðurlægir sjálfan sig, mun upp hafinn verða. Matth. 23, 1—13. gegn strandferðaákipskaupunum varð t. d. til þess, að það mál varð ekki afgreitt á tryggilegan hátt á síðasta þingi, og saga þess máls er alls .ekki einsdæmi um þann flokk. — I tollamálunum hefir hann tekið höndum saman við íhaldsmenn um að velta skattabyrðinni á bök fátækra fjöl- skyldumanna. Tvívegis hefir einn þingmanna flokksihs, Bernharð Stefánssoh, flutt frumvarp um lög, sem leggja myndu átthaga- fjötra á fátæklinga, bæði í sveit- um og kaupstöðum. 1 gengismál- inu hefir flokkurinn barist fyrir hag síórframleiðenda einna, stór- \ bænda og srtí/'útgerðarmannu. Þeirra er hagurinn að lággengi. Smábændur, sem þurfa að kaupa erlendu vöruna fyrir þeim mun ifleiri kr. sem krónan ér færri aura virði, hafa ekki hag af því. Það ,etur upp ágóðann af hækkuðu út- ;flutningsvöruverði á þeirra litlu framleiðslu og jafnvel meira til. Allir, sem vinna fyrir kaupi, tapa á lággengi. Til þess að kynnást sögu blaðs- |ins „Tímans" er" bezt að bera .saman „Tímann" 1919 og „Tím- ann" nú. Afturförin er greinileg. Gerið að eins samanburð! Nú er hann jafnvel fallinn niðuríkóngs- garðshégómann! Einu sinni flutti hann hverjagreinina annarihvass- ari gegn Spánarundanþágunni. Þá tóku Magnús dósent og Lárus í Klaustri höndum saman. Og „Framsóknar"-flokkurinn beygði sig í duftið, og „Tíminn" sagði já og amen. Að eins einn úr þeim flokki greiddi atkvæði gegn svívirðingunni, sem „Tíminn" hafði svo lengi bannsungið. Og 'alt datt í dúnalogn. Sá sami mað- ur ætlaði flokknum að reka smá- bænda-pólííík. En fylgi fíokksins við tillögur hans í þá átt á þingi hefir verið dræmt. S^álfur er hann tekinn að fara gætilegar. Ella kvarnaðist hann og e. t. v. fá- einir aðrir þingmenn út úr flokkn- um. Hvort sem flokkurinn hangir saman lengur eða skemur, hlýtur svo ósamstætt bandalag að klofna fyrr eða síðar. Hvert riki, sem sjálfu sér er sundurþykt, hlýtur að hrapa. Alpýðublaðið er sex siður i dag.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.