Alþýðublaðið - 12.06.1926, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 12.06.1926, Blaðsíða 3
12. júní 1926. ALfiÝÐUBLAÐIÐ 3 safnað í konunginn öllu p>ví, sera mennirnir stóöu mest á móti í lífiriu, ^prfðaréttindum, tildri og iðjuleysi, og hafið pað til skýj- anna eins og gunnfána. Að pessu >eyti svipaði konunginum til skurðgoða nokkurra, sem gamlar víllipjóðir gerðu sér úr skýru gulli, eignuðu alls konar mann- legan breyskleika — og hæddu síðan eður forsmáðu. En konunginn forsmáðu engir; fjarri fór pví. Beztu bitarnir voru lagðir á borð hans. Ef einhver skaut feitan héra eða ræktaði ó- venjustóra rófu, pá var hún óðara færð kónginum. P>að var beðið fyrir honum í öllum kirkjum landsins, og ef einhver kona fæddi sjö verkfæra syni, voru þeir pegar vígðir drottni hégóm- ans. Mennirnir voru framsóknarfúsir og reyndu að brjóta sér braut, beinir í baki með sigg í lófunum. En í miðjum manngrúanum stóð skínandi hásætið og freistaði manna til að beygja hnén og reyna að skrídci upp á við. Kóng- urinn sat, hátt upp hafinn yfir hvert ærlegt handarvik, eins og lýsandi dæmi alls pess, sem hvorki vinnur né spinnur, en er pó eins og Salómon í allri sinni dýrð. Ekki skorti vitra menn ti'I að eygja óheilindin í pessu misrétti, en þeir leiddu pað hjá sér. „Það borgar sig að lofa honum að sitja kyrrum," sögðu vitringar pjóðarinnar. „Hann er eins konar samsafn af óheilnæmustu hug- myndum pjóðarinnar. Þetta eru einu menjarnar, sem við eigum um þrældóm fortíðarinnar. Því meira sem ber á honum, pví bet- ur sést, hvað langt við erum komnir.“ Þeir töldu sjálfum sér og öðrum trú um þetta, en peir, sem óku eldvagni framfaranna, urðu að leggja lykkju á leið sína til pess að komast fram hjá há- sætinu. Mannúðlegra hefði verið að búa til líkneski úr gulli og hafa það til sýnis parna uppi. En menn- irnir voru pá á bernskuskeiði. Alt purfti að vera lifandi. Jafn- vel brúðurnar áttu að geta hreyft augun og helzt að kunna að segja: „Da! Da!“ Kóngurinn sat þarna í hásæti sínu. Helzt máttr hann ekki opna munninn, svo að ekki yrði upp- víst, að hann væri ekki gæddur meira en meðalgáfum. Honum hundleiddist, og hann geispaði í laumi, því að maður var hann þrátt fyrir alt. Stöku sinnum varð náttúra hans náminu ríkari. Þá sagði hann eýmdarlega: „Ég vildi, að ég væri kominn undir græna torfu eða að ég hefði lifað á tímum Iangafa míns; pá mátti maður þó að minsta kosti drekka sig fullan.“ „Uss!“ hvíslaði hirðsiðameistar- inn. „Yðar hátign má ekki hugsa. Yðar hátign er heilagur.“ Stöku sinnum, þegar eitthvað óvenjulegt var á ferðum, gægð- ist kóngurinn ofan úr hæðunum. „Hvað er værið að gera parna niðri V“ spurði hann. „Hvaða há- vaði er þetta ?“ „Fólkið er að þjálfa. Það er að æfa sig uridir framsóknina miklu,“ sagði hirðsiðameistarinn. „En yð- ar hátign má ekki teygja hálsinn. Sitjið beinn!“ T>á áttaði kóngurinn sig, lagði hendurnar á hásætisbríkurnar og sat beinn. Árin liðu. Dag nokkurn vaknaði kóngur- inn og hlustaði. „Ég heyri undarlegan söng,“ sagði hann. „Hvaða hljómur er þetta ?“ „Það er ljósið, sem ómar yfir mönnunum," svaraði hirðsiða- meistarinn. „Einn peirra þarna niðri hefir fundið upp á því að lækna sjúka með sólarljósinu.“ „Ó!“ sagði kóngurinn og Kfnaði allúr, „með sól náðar vorrar?“ „Nei, yðar hátign! að eins með hinni óguðlegu sól.“ „En ljómi hásætisins?“ spurði kóngurinn hræddur. „Hann er alt af jafn sterkur, yðar hátign! Allir, sem eiga að vera ljósmegin í lííinu, lauga sig í honum enn þá.“ „Eru peir margir?“ Siðameistarinn varð stygglegur á svip. „Sitjið beinn, yðar hátign! — beinn.“ Kóngurinn sat svo beinn, að það spurðist um heim allan. Menn komu úr austri og vestri og frá landinu hinum megin við fljóHn prjú til að sjá pað. En kóngur- inn vissi bezt sjálfur, hvernig hann fór að því að sitja svona beinn. Stundum vissi hann það svo vel, að pað ætlaði alveg að drepa hann. Dag nokkurn laumaðist hann til að gægjast langt út fyrir hásæt- isbrúnina og sá þá fjölda manns við vinnu. Þeir voru að búa til sólrík trjágöng, er stefndu beint upp að hásæti hans. „Hvað er verið að gera þarna?" spurði hann skelkaður. „Ú! Það er bara miigurinn. Hann er farinn að stjórna heimin- um sjálfur,“ sagði hirðsiðameist- arinn og ypti öxlum. „Hann er að leggja svo kallaðan ljósveg um heiminn. Eftir peim vegi á hver kotungsson að fá að ganga alla leið upp í hásætið, hafi hann hæfileik’a til þess.“ „Kallaðu á Cimbra og Teu- tona!“ hrópaði kóngurinn laf- hræddur. „Þeir eru ekki til, yðar hátign!“ „Saxana, Slafana og Vindana pá! Vér verðum að taka fyrir kverkarnar á þeim ósvífnu.“ „Þeir eru heldur ekki til, yðar hátign!“ Siðameistarinn ypti öxlum. „Girtu mig pá mætti gpðs, svo að ég geti sjálfur steypt hinum svívirðilegu.“ Hirðsiðalneistarinn brosti. „Yð- ar hátign þóknast að gera að gamni yðar,“ sagði hann. Kónginum rann kalt vatn milli skinns og hörunds. Hann glápti á hirðsiðameistarann. „Er það þá alt lygi ?“ spurði hann. „Skugginn er greinilega þarna,“ svaraði hirðsiðameistarinn og benti út í loftið. Kóngurinn leit i sömu átt og hinn benti. Hann sá, að skugga hásætisins lagði á ljósveginn og að hann teygði sig grár og dauf- legur um alt landið. Þá brosti hann. „Sjáðu, hvernig gljáinn hverfur af öllu þarna niðri!“ sagði hann. „Ég tek pá þátt í lífinu — svona.“ „Það er einmitt hið ósigrandi afl hásætisins," svaraði. hirðsiða- meistarinn. „Beinn, yðar hátign!“ Kóngurinn sat beinn. En einn góðan veðurdag vökn- uðu aftur einhverjar mannlegar tilfinningar í brjósti hans. Hann þoldi ekki við lengur. „Hvað ger- ir pjóð min núna?“ spurði hanri, þungur í skapi. „Hugsar hún um mig?“ „Þjóðin hugsar ekki, yðar há-

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.