Alþýðublaðið - 14.06.1926, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 14.06.1926, Blaðsíða 1
ýðublaðið Gef ið út af AI|iýðiBnokknain 1928. Mánudaginn 14. júní. 134. tölublað. Erlenal sínaskeyti. FB., 11. júní. Þjóðabandalagið. Nýtt Vesturálfu-bandalag? Frá Genf er símað, að Þjóða- bandalagið hafi afnumið eftirlit rrieð fjármálum Austurríkis. Frá Washington er símað, að mikið sé ræ'tt um að setja á stofn þjóðabandalag Ameríku, er í séu öll ríki í vesturálfu, ef Brazilia segi sig úr Þjóðabanda- laginu, Ðeilan um furstaeigniríiar. Frá Berlín er símað, að miklar æsingar hafi orðið á fundi í rík- isþinginu. Marx hótar þingrofi, verði fjárgreiðslur til furstanna feldar. Hann varði bréf Hinden- burgs, en jafnaðarmenn ásaka Hindenburg um hlutdrægni. Lýð- valdssinnar og miðflokkurinn eru andvígir kanzlaranum í bréfmál- inu. f prússneska þinginu' neydd- ist forseti til að slíta fundi vegna rnóðgana sameignarsirina í garð Hindenburgs. FB., 12. júní. Kolanámuverkfallið. Stórkostleg hjálp frá Rússum. Frá Lundúnum er símað, að ihnanríkisráðherrann hafi sagt í ræðu í þinginu, að stjórnin hafi sannanir fyrir þvi, að verkfalls- menn séu styrktir með rússnesku fé, svo að skifti hundruðum þús- unda punda. Sundrungin í pjóðabandalaginu. Frá Genf er símað, að í lok íundar ráðs Þjóðabandalagsins hafi Brazilía afsalað sér sæti í ráðinu, þar sem .ekkert útlit um fast sæti sé fáanlegt. Búist „er við því, að Spánn geri hið sam'a. FB., 13. júní. Hindrun gengissveiflna. Frá Osíó er símað, að stór- þingið hafi samþykt áð styrkja Noregsbanka til þess að koma í veg fyrir skaðlegar gehgissveifl- ur. Ætlar ríkið að greiða tvo þriðju af þar af leiðandi gengis- tapi bankans. Auðvaldsstjórnin brezka mót- mælir hjálp til brezkra verkamanna. Frá Lundúnum er símað, að stjórnin hafi sent Rússastjórn mótmæli gegn því að hafa heitið fjárstyrk til allsherjarverkfallsins, þar eð slíkt verði að skoðast sem tilraun til byltingar, og fjárstyrk- urinn sé rof á loforðum Rússa- stjórnar um afskifti af innanríkis- málum Bretlands. Brazilia gengur úr pjóðabanda- laginu. Frá Genf er símað, að Brazi- iía hafi sent úrsögn sína til Þjóða- bandalagsins. Bæjarverkamenn í Osló svara kauplækkunarkröfu með verkfalli. Frá Osló er símað, að verka- menn í þjónustu bæjarins hafi neitað launalækkun. Á miðviku- dag hefst verkfall a meðal spor- vagnamanna, rafmagns- og gas- manna og vatnsleiðslumanna. Frá Islenzku fflimumönnunum i Ðaumörku. Svendborg, FB,, 12. júní. Islenzki gíímuflokkurinn sýnir enn glímuna við ágæta sókn og fcáða í Danmörku. Er almenningur mjög hrifinn af henni, og virðist áhugi manna fyrir glímusýning- unum fara sífelt vaxandi. Flokk- urinn hefir verið beðinn að koma á svo marga staði, að hann getur ekki sint nándarnærri öllum þeim beiðnum. Flokknum héfir verið boðið í margar skerhtífarir, t. d. til Himinfjallsins og MÖens Klint. Niels Buhk hefir boðið þeim að halda glímusýningu, er sund- höllin í Ollerup verður vígð, og er ráðgert, að konungur verði þar við staddur. Bystander,. BjHrgun. Seiveiðaskipið „Staalisen" frá Bodö í Noregi kom hingað í gær- morgun með brotið stýri. Hingað kom það norðan úr íshafi eftir rúml. mánaðar .-, útivist. Höfðu skipverjar veitt 500 seli. Peir kbmu með skipshöfn af öðru selveiðaskipi, „Taakeheimen", sem einnig var frá Bodö. Hafði það farist í ísnum, en mennirnir kom- ist upp á hann. Þeir eru 12. Voru þeir 12 stundir á ísnum, þangað til „Staalisen" kom og skipverj- ar þess björguðu þeim. Jón Þérai*inss€»n, fræðslnmálastjépi, varð bráðkvaddur 'í fyrra kvöld. Hneig hann niður úti.á götu niðri í bæ. Var hann þó með lífsmarki, þangað tíl búið var að flytja hann heim til sín. Banameinið yar æða- kölkun. — Hann var fæddur 1854, • var fyrsti skólastjóri Flensborgar- skólans, sem faðir hans gaf skóla- setrið tii, og fræðslumálastjóri frá 1908.. Hann var tvíkvæntur, og voru báðar konur hans dánar á undan honum. Söngmennirnir Helge Nissen frá Kaupmannahöfn og Henrik Dahl frá Osló kbmu með „Islandi". Þeir eru báðir mjög róm- aðir söngmenn, einkum fyrir söng sinn á „Qluntarne", hinum frægu stúdentasöngvum Wennerbergs hins sænska. Ætla þeir að skemta fólki, með þeim söngvum hér,: og syngja "þeir i fyrsta simii í kvöld í Nýja Bíó kl. 7V*.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.