Alþýðublaðið - 14.06.1926, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 14.06.1926, Blaðsíða 3
ALBÝÐUBLAÐID Veizlan væri bara fyrir fína fólk- ið. Mér kom þetta á óvart, af pví að þetta er gert á kostaað bæjar- ÍBS. Þetta voru mér vonbrigði, en bót er í máli, að hún frú Sig- ríður, sem ég þvæ hjá, ætlar að segja mér alla söguna, og skal ég skrifa þér hana seinna. Þín sama M. J. Um daginn o§g veginn. Næturlæknir er í nótt Árni Pétursson, Upp- sölum, simi 1900. Hljómsveitin þýzka ætlar að halda hljómleik í Iðnó á morgun fVr'ir áskorun margra manna, sem óska að fá að heyra aftur 7. symphonie Beethovens, og verður hún þá meðal annars leikin. — í dag heldur hljómsveitin hljóm- leiki á Vífilsstöðum og í kvöld í Hafnarfirði. I gærdag var alþýðu- hljómleikurmn, og var góð aðsókn að honum. Er alþýðufólk, sem sótti hljómleikinn, mjög þakklátt fyrir þessa hugulsemi hljómsveitarinnar. I gærkveldi var Vínarvalsa-kvöld, og Iék hljómsveitin þá fyrir víð- varpið. „ísland“ kom í gærmorgun frá útlöndum. Meðal farþega voru lögjafnaðar- nefndar-mennirnir dönsku, en full- trúi jafnaðarmannanna dönsku með- al þeirra er Hans Nielsen fólks- þingsmaður, sem ýmsir Alþýðu- flokksmenn kannast við frá komu hans hingað sumarið 1924. Skipafréttir. „Bro“ og „Annaho“, aukaskip skip Eimskipafélags Islands, komu hingað í morgun. „Bro" fór þegar aftur héðan til Hafnarfjarðar. Timb- urskip kom í morgun til „Timbur- & kola“-verzlunarinnar. Veðrið. Hiti 12—6 stig. Blíðviðri, ýmis- ieg vindstaða. Loftvægislægð yfir Norðursjónum. Útlit: Framhaldandi hægviðri. Dálítil úrkoma á Austur- landi, smáskúrir seinni hluta dags- ins á Suður- og Suðvestur-landi, en þurt annars staðar. Lifshætta stafar af því, ef bifreiðarstjórar eru víndrukknir við akstur. Að því höfðu verið talsverð brögð í Þing- vallaferðum í gær. Bifreiðarstöðvar verða að ábyrgjast fólki, að bif- reiðarstjórar séu ódrukknir við akstur, og lögreglan þarf að hafa gát á því. Konungskoman. Orð er gert á því, hve móttök- urnar við konungshjónin hafi verið fáfengilegar. Þykjast menn, sem horfðu á, hafa séð það á svip kon- ungs, að honum hafi verið mjög ljós óeinlægnin í tildrinu og upp- gerðarbragurinn. Nífalda húrra- hrópið varð ekki nema fimmfalt o. s. frv. Á laugardaginn fór kóng- urinn í Elliðaárnar og veiddi tvo laxa, en mn kvöldið i veizlu bæjar- stjórnar-íhaldsins, og höfðu þrír bæjarfulltrúar setið hana. 1 gær fóru konungshjónin til Þingvalla og í dag austur yfir fjall. Óviðkunnan- lega mikið er gert að því að standa og glápa á konungshjónin eins og eitthvert furðuverk, því að þau eru næsta lik öðru fólki. „Ný dagsbrún“. Síðasta tölublað hennar er nú uppselt. Viðbótárupplag er selt í dag. Spaugilegt er að sjá „Tímann“ halda því fram, að „Framsóknar“-fIokkurinn sé eini stjórnmálaflokkurinn, sem berjist fyrir hugsjónum. Réttara værf að segja, að hann berjist um að fella hugsjónatilliigur sinna eigin manna. Er Gunnar margir ihaldsmenn? „Mgbl.“ segir í fyrra dag, að all- margir íhaldsmenn hafi talað á landsmálafundi, sem haldinn var í Vestmannaeyjum á föstudaginn var. Nú var það að eins Gunnar Ól- afsson, sem talaði fyrir ihaldslist- anum, enda var fylgið ekki meira en sem þvi svarar. Heldur „Mgbl.“ e. t. v., að Gunnar sé margir ihalds- menn? Landskjörið. Verkamenn og sjómenn, sem fara burtu úr bænum og kosning- arrétt eiga við landskjörið í sum- ar, ættu að skila atkvæði sínu í skrifstofu bæjarfógeta, áður en þeir fara að heiman. Skrifstofa bæjarfógetans er opin frá kl. 1 til 5’ síðdegis á virkum dögum. Þeir, sem dvelja utan heimilis- sveitar, geta skilað atkvæði sínu hjá hreppstjóra eða sýslumanni. Listi Alþýðuflokksins er A-list- inn. Einar skálaglam: Húsið við Norðurá. þegar hún hafði spurt hann um daginn, hafa tekið af öll tvímæli, og þó var hann svona einkennilegur nú. Hún afréð að bíða um stund og sjá, hvort ekki bráði af honum, áður en hún hefðist frekara að, en til botns í honum vildi hún komast. En Jón gamli var nú fullviss um, að hann iiefði í fullu tré við Þorstein, og hann vissi líka, að Þorsteinn þekti það. En það var sem fyrr, að hann óttaðist, að af kynni að hljótast réttarhöld yfir sér, ef hann notaði sér þekkingu sína, og hitt, að honum fanst það ekki vel fallegt að gera það. Það var því svo, að þó hann væri með öll tromp á hendinni á móti Þorsteini, hafði hann ekki hugmynd um, hvemig hann ætti að spUa úr þeím. En það var honam Ijóst, að Guðrúnu og Þorsteini vildi hann stia sundur, og það fanst honum hljóta að geta tekist. Þvi var það einn dag í vikunni eftir, að likin af þeim Smith og Maxwell höfðu fund- ist, þegar hann rakst á Þorstein á hlaðinu, að hann bað hann að ganga með sér inn til postulínshundanna; hann þyrfti að tala við hann. Þegar þeir voru komnir í stofuna, settust þeir, og Jón gamli tók tU máls. „Nú hættir þú líklegast við hana Gunnu okkar, — er það ekki?" sagði hann meÖ hægð. Það var sigurvissa, en engin sigur- gleði í röddinni, hvernig sem á stóð. „Ætli það ekki?“ sagði Þorsteinn útan við sig, eins og hann alt af var nú. „Það verður víst að vera svo.“ „En þú þarft að tala við hana og segja henni það. Þú verður að segja, að þú sért orðinn henni afhuga," sagði Jón enn. „Já,“ sagði Þorsteinn. Svo stóðu þeir upp og gengu út. Þetta kynni mönnum nú að finnast held- ur einkennilegt samtal, eins og á stóð, ein- kennilega sviplaust. Jón gamli bar ekkert á

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.