Alþýðublaðið - 15.06.1926, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 15.06.1926, Blaðsíða 3
ALH. YÐUBLAÐID 3 kJ. 6 í kvölcl vestur og norður um land til Akureyrar, en „Gullfoss“ kl., 8 til Vestfjarða. Dagsett á laugardag. Þegar Björn Blöndal Jónsson hefir farið sigurför um Snæfellsnes og opnað augu fjölda manna fyrir skaðvæni íhaldsstefnunnar og á- gengni íhaldsþingmannanna við al- þýðuna, gripur íhaldsmálgagnið af. neitaða til þess að flytja um hann alósannan skammapistil, sem það vill láta heita svo, sem skrifaður sé vestur á Héllissandi; en upphafið kemur upp um það: „Hellissandi á laugardag," en enginn mánaðardag- ur. Ritarinn hefir ekki vitað, hvaða laugardagur bezt átti við, til að dagsetja klausuna, og sannar það bezt, að hún er ekki • skrifuð ná- lægt vettvangi. Hljómsveitin þýzka hélt hljómleika á Vífilsstöðum og í Hafnarfirði í gær og fór um leið skemtiför suður að Straumi. 1 kvöld verður hljómleikurinn i Iðnó, þar sem 7. symphonie Beethovens verður endurtekin. Á morgun verða síðustu hljómleikar hljómsveitarinnar i dóm- kirkjunni. ' , ísleifur Högnason kaupfélagsstjóri kom með Islandi og fer áfram með því til Akureyr- ar, á aðalfund sambands íslenzkra samvinnuíélaga. Bæjarfulltrúarnir Héðinn Valdimarsson og Stéfán Jóh. Stefánsson fara og norður með „Is- landi“. 375 ár eru í dag, síðan hervald Kristjáns III. lét forystumenn Norðlendinga sverja honum trúnaðareiða, — vorið eftir aftöku Jóns biskups Arasonar og sona hans. Náð! Ketilbjörg sá konunginn kroppa fisk af dálki, höndum leika hnífinn sinn; hún var lika fálki! — As. Kommglegur misskilningur. Með sambandslögunum hefir ís- land Iýst yfir ævarandi hlutleysi sínu, og hefir því engin her- eða flota-mál. Sömu lög gera og ráð fyrir, að ísland sé nú sjálfstætt og undan Danmörku. Það má því sáran furða, að sjá „konung íslands" hér að staðaldri í hermannabúningi og honum dönskum, og að hann fer til landsins og um það í fylgd danskra hermanna. Ekki ^svo að skilja, að Alþbl. sé ekki í sjálfu sér sama, hvernig konungur klæðir sig og skæðir og hverja hann umgengst. En það er skylda stjórnarinnar að koma honum í skilning um, að „kon- ungur islands" sé ekki danskur her- maður, og að hann sé til fara eins og sambandslögin bersýnilega ætlast til, og að hér verði ekki innleitt neitt hervaldsdekur. Dýrasýningar apa- og slöngu-leikhússins verða i siðasta sinn 17. þ. m. Hinn 18. fara sýnendurnir til Keflavikur og þaðan til Stokkseyrar, en hinn 29. með „Botníu" til Akureyrar og austur um til að halda sýningar á Norður- og Austur-landi. Hyrningarsteinn landsspífalans var lagður í morg- un, svo sem ráðgert hafði verið. Veðrið. Hiti 11—6 stig. Átt ýmisleg, hæg. Loftvægislægð suður af íslandi. Út- lit: 1 dag hægur á austan og dálítil úrkoma sums staðar á Norðaustur- landi, Iogn annars staðar, þurt á Norðvesturlandi, þokuloft og sums staðar skúrir á Suðurlandi. í nótt hægviðri, þoka sums staðar á Suð- ur- og Austur-landi. Gengi erlendra mynta í dag: Sterlingspund..........kr. 22,15 100 kr. öanskar .... — 120,77> 100 kr. sænskar .... — 122,10 100 kr. norskar .... — 101,09 Dollar.................— 4,56!4 100 frankar franskir. . . — 13,16 100 gyllini hollenzk . . — 183,40 100 gullmörk þýzk. . . — 108,52 Trésmíðaprófi hafa 6 nemendur lokið nýlega hér í bænum. 1 húsasmíði: Bjarni Sig- urðsson, Márus Júlíusson og Sigfús Jónsson. I húsgagnasmíði: Axel Grímsson, Marinó Guðjónsson og Vilhjálmur Bjarnason. Viðgerð er byrjuð á stíflugarði Rafmagns- veitunnar á Elliðavatnsengjum. Bil- aði jarðvegurinn undir honum á ein- um stað á s. 1. hausti, og sprengdi vatnsþunginn hann burtu og hluta af garðinum með. í næsta „Karðjaxli“ skrifa ég um „fýrinn“, sem nú er á neðstu gráðu í hallærinu (það er sá langi, ljóti, sem gaf mér gotu og glyrnu, þar sem ég var saklaus að tala um min einkamál við Eggert fisksala). 13 er óhappatala, en vald hans var mest 13. júni. Ég veit, hvar hann á sveít, enda skal honum verða fylgt eftir. Skal það verða i fyrsta sinn, er ég veiti „bullu“ þann heiður að leggfa hana í einelti. Ég hefi oft gengið annan eins spöl og frá EIl- iðaám og niður i bæ. Vei Þórði! Oddur Sigurgeirsson. Einar skálaglam: Húsið við Norðurá. Þorstein, og Þorsteinn bar ekkert af sér. Þetta var há-íslenzkt, — að minnast ekki orði á það, sem næst virtist liggja, og þó hafa fengið eins mikla vitneskju þegjandi eins og af' löngu, nákvæmu samtali. Þor- steinn vissi, hvað Jón hélt, og hverju al- menningur myndi trúa, ef öll kurl kæmu til grafar, en Jón vissi, að Þorsteinn myndi bera alt af sér, en að honum væri það Ijóst, að það myndi að engu haldi koma. Þegar út á hlað kom, var Guðrún þar fyrir. Hún hafði séð þá Þorstein og föður sinn ganga inn í stofu og fundið það á sér, eins og menn oft gera, þegar örlögin ætla að koma aftan að roanni, að nú stæði eitt- hvað til, og svo beið hún á hlaðinu þessa örskömmu stund, sem þeir Jón voru inni, og hún sá það stmx, að Þorsteinn var sigr- aður, gersigraður, þegar hann kom út. Hún sá það hvað bezt á því, aÖ fáðir hennar gekk afsiðis, er hann sá hana. Hann vildi bersýnilega lofa þeim að talast við, en stía þeim ekki sundur, -eins og hann endranær neytti allra bragða til. „Nú þurfum við að talast við, Þorsteinn!“ sagði bún. „Já, nú þurfum við þess,“ anzaði hann, og svo gengu þeir inn í stofuna. Hún hefði getað talað margt, ef hún hefði haft munn t>g eyru., Jón gamli var á vakki um hlaðið, meðan þau voru inni. Honum varð órórra og ó- rórra eftir þvi, sem leið. Þau töluðust við lengi, Þorsteinn og Guðrún, — afarlengi, fanst Jóni, og þegar þau loks gengu út aftur, brá gamla manninum heldur í brún, Þorsteinn og Guðrún komu út aðrir menn en þau gengu inn. Þorsteinn gekk inn dauf- ur og brotinn, en kom út hress og stælt- ur, og það var af honum alt mók, en Guð- rún, sem gengið hafði inn með angistar- svip og efa, ljómaði nú öll af gleði og full- vissu. ' 1

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.