Alþýðublaðið - 16.06.1926, Qupperneq 2

Alþýðublaðið - 16.06.1926, Qupperneq 2
2 aleýðublaðid; [alþýðublaðið < kemur út á hverjum virkum degi. < ===== ===== í Afgreiðsla í Alpýðuhúsinu við | Hveriisgötu 8 opin frá kl. 9 árd. < til kl. 7 siðd. Skrifstofa á sama stað opin kl. j 9V2—IOV2 árd. og kl. 8—9 síðd. | Simar: 988 (afgreiðslan) og 1294 < (skrifstofan). < Verðlag: Áskriftarverð kr. 1,00 á < mánuði. Auglýsingaverð kr. 0,15 J hver mm. eindálka. í Prentsmiðja: Alpýðuprentsmiðjan J (í sama húsi, sömu símar). A~listiim mannréttindalistmn. Alþýðuflokkurinn er eini ís- lenzki stjórnmálaflokkurinn, sem berst fyrir almennum mannrétt- indum allra, — fyrir rétti hinna snauðu, sem sviftir eru þeim með svívirðilegri fátækralöggjöf og settir eru á bekk með glæpamönn- um, sökum heilsuleysis, ómegðar, elli eða atvinnuieysis, og fyrir rétti æskulýðsins, sem meinuð er þátttaka í opinberum málum, þeirra, sem sviftir eru atkvæðis- rétti eftir að þeir hafa náð því aldursmarki, sem almenn skyn- semi hefir knúð löggjafana til að viðurkenna nóg til flestra ábyrgð- arstarfa. Jón Baldvinsson hefir margsinnis flutt frumvörp á al- þingi til að heimta réttinn handa hinum fátæku. Meiri hluti þing- mannanna hefir jafnan felt þau. Jón Baldvinsson flutti á síðasta þingi lagatillögu um almennan kqsningarétt frá 21 árs aldri. Það vildu hinir þingm. flestir ekki heyra nefnt. Auðvaldsflokkarnir ræna með heimskulegri lagasetn- ingu landskjörrétti alla þá, sem yngri eru en 35 ára. Alþýðuflokk- urinn vill lækka aldursmarkið. Allir þið, sem slíku misrétti er- uð beittir! Minnist þess, hverjir hafa reynt að ná sjálfsögðum rétt- indum ykkur til handa. Reynið hver um sig að auka fylgi A-list- ans um tvö atkvæði fyrir hvert það, sem ykkur er sjálfum mein- að að greiða! Lögfræðisprófi luku nýlega hér yið báskólann: Guðmundur Benediktsson með I. einkunn., llff/g stigum, Tómas Guð- mundsson með II. einkunn betri 95% st. og Tómas Jðnsson með II einkunn betri, 100% stigum. Kvlkinyiadafiúsin. Fyrir bæjarstjórninni liggja nú tvær umsóknir um að fá ný leyfi til kvikmyndasýninga hér í bæn- um. Meiri hluti bæjarlaganefndar, sem um þessi mál fjallar, legguf á móti því, að fleiri leyfi verði gefin til kvikmyndasýninga. Stef. Jóh. Stefánsson og ég leggjum aftur til, að annari umsókninni verði sint, en höfum ekki tekið afstöðu til hinnar vegna ónógra upplýsinga. Þessi stefna okkar jafnaðarmanna virðist lítt skilj- anleg fyrir suma „borgara“ bæj- arins, eins auðskilin og hún ætti þó að vera. Er því rétt að skýra nokkuð alt þetta kvikmyndamál. Nú sem stendur hafa tvö kvik- myndahús hér í bænum leyfi til sýninga, Nýja Bíó og Gamla Bíó. Leyfið handa Gamla Bíó er bund- ið við nafn eiganda þess, hr. P. Petersen, og fellur því að sjálf- sögðu burtu, er hann hættir sjálf- ur kvikmyndasýningum. Leyfið handa Nýja Bíó er aftur á móti gefið hlutafélagi því, sem á Nýja Bíó, er því ópersónulegt og að eins bundið við tilveru þessa hlutafélags. Þó hefir Ieyfi þetta að eins verið gefið til bráðabirgða og með því fororði, að síðar yrðu nánari skilyrði sett fyrir leyfinu. Eins og stendur, er bæjarstjórnin því skuldbundin til þess að leyía hr. Petersen að sýna kvikmyndir á sama hátt og verið hefir, en getur sett Nýja Bíó skilyrði um rekst- urinn, t. d. heimtað ihlutun um verð aðgöngumiða, eftirlit með, hvaða myndir eru sýndar, og meira gjald í bæjarsjóð heldur en það smáræði, sem goldið er. Kvikmyndasýningar hér í bæn- um eru áreiðanlega arðvænleg- ur atvinnurekstur. Stjórn þeirra er einföld, heimtar aðallega, að kvik- myndahúsin nái í góð sambönd erlendis um myndalán, því að sala aðgöngumiða gengur svo að segja af sjálfu sér, ef auglýst- ar eru sæmilegar myndir. Það myndi því vera heppilegt og arð- vænlegt fyrir bæinn sjálfan að taka að sér einn allar kvikmynda- sýningar í bænum og létta að nokkru leyti á útsvörum bæjar- manna. Kvikmyndasýningar eru 'einnig mikilsverð menningartæki, og ætti því meiri ástæða að vera til, að hið opinbera tæki stjór* þeirra- að sér eins og skólana og sæi um, að kvikmyndirnar, sem sýndar væru, kæmu að gagni og væru list, en ekki, eins og oft vill verða, lélegt eða jafnvel bein- línis siðspillandi samsull. Við jafnaðarmennirnir höfum því hva# eftir annað lagt til, að bærinn ákvæði að taka kvikmyndasýn- ingarnar í sínar hendur. En til þess er hægt að fara tvær leiðir. Önnur er sú, að bæjarstjórn fái lagaheimild til þess að taka leyf- in eignarnámi gegn endurgjaldi eftir rnati. Hin er seinfærari að taka að sér kvikmyndaleyfi hr. Petersens, er hann einhvern tíma hættir kvikmyndasýningum, setja nú þegar ákveðin skilyrði fyrir kvikmyndaleyfi Nýja Bíós, t. d. að bærinn geti eftir ákveðib árabil tekið kvikmyndaleyfi þess gegn því að kaupa kvikmynda- húsið eftir mati, og loks, að bær- inn taki að sér rekstur á nýju kvikmyndahúsi, því að aðsóknin að þeirn eldri er svo mikil, að auðséð er, að fleiri geta borið sig. Afstaða þessi er svo Ijós, sem verða má. Við álítum ekki þörf á því að hafa einstaklingarekstur á kvikmyndasýningum, heldur séu þær þvert á móti bezt fallnar txl bæjarrekstrar bæði fjárhagslega og menningarlega. íhaldsflokkurinn í bæjarstjórn- inni er, eins og vænta má, and- stæður þessari stefnu. Fyrir hon- um vakir það, að kvikmyndasýn- ingar séu gróðavænlegar; því séu þær sjálfsagðar til einstaklings- rekstrar, en ekki bæjarrekstrar. Við jafnaðarmenn getum því ekki búist við því, að bæjarstjóm fá- ist til að taka að sér kvikmynda- sýningar næstu árin, eða þangað til við náum meiri hluta bæjar- stjórnar. En þá kemur spurning- in, hvernig eigi að taka rnálinu, eins og það er nú, meo einstak- lingarekstri. Það virðist liggja í augum uppi, að eigi jrjáls sam- keppni að eiga sér stað um kvik- myndasýningar næstu árin, þá geti það ekki gengið, að einungis tpö kvikmyndahús einstaklinga hafi leyfi til kvikmyndasýninga. Það er þá ekki frjáls samkeppni heldur einkaréttur sérstakra ein- staklinga á kvikmyndasýningum, sem enginn hagnast á nema þeir einir, sem leyfin hafa. Við vilj-

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.