Alþýðublaðið - 17.06.1926, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 17.06.1926, Blaðsíða 2
2 ALÞ.ÝÐUBLAÐID Íalþýðsjblaðið | J' kemur iit á hverjum virkum degi. ► í Afgreiðsla í Alpýðuhúsinu við I < Hveriisgötu 8 opin frá kl. 9 árd. | i til kl. 7 siðd. I j Skrifstofa á sama stað opin kl. [ í 9-Va—10Va árd- kl- 8—9 siðd' [ Simar: 988 (afgreiðslan) og 1294 ; (skrifstofan). ► Verðlag: Áskriftarverð kr. 1,00 á * < mánuði. Auglýsingaverð kr. 0,15 ► J hver mm. eindálka. í Prentsmiðja: Alpýðuprentsmiðjan í j (í sama húsi, sömu simar). ( Ihaldið ob landsspitalian. Hornsteinninn í þá byggingu var lagöur í morgun. Raunar er nú þegar búið að steypa undir- stöður í hina mikiu byggingu, og miðar því nú áfram dag frá degi. Má ekki líða langur timi, þar til spítalinn er gerður nothæfur; svo mikil þörf er fyrir hann. Verða sjúklingar nú að bíða tímunum saman eftir því að komast í sjúkrahús; er það mönnum mikill kostnaðarauki, en hitt er þó enn verra, að oft er ekki hægt að Jáía sjúklinga fá í heimahúsum þá hjúkrun og það lækniseftirlit, er þeir þurfa. Ætti nú ekki lengur að verða mótstaða gegn því að ieggja fram nauðsynlegt fé til byggingar landsspítalans. Mótstöðu íhaldsins gegn bygg- ingu landsspítalans er nú að mestu búið að brjóta á bak aftur. En svo kemur það einkennilega. Sums staðar eru íhalds-þingmenn að hæla íhalds-stjórninni og -flokknum fyrir að hafa hrundið þessu máli á stað (þ. e. bygg- ingarframkvæmdum). En sannleik- urinn er þó sá, að íhaldið stóð eins lengi á móti fjárveitingu til þess að byrja á verkinu og það sá sér fært. Þao voru þeir Jakob Möller og Jón Baldvinsson, sem fluttu á þingi 1925 tillögu um 150 þús. kr. framlag til byggingar spítalans. Jón Þorláksson og Þór- arinn á Hjaltabakka (báðir á lista íhaldsins nú við landskjörið) lögðust á móti þessari fjárveit- ingu. Hún mætti vel bíða, sögðu þeir. Þessi tiflaga var svo feld, og gengu íhaldsmenn á móti henni (að undan teknum Birni Líndal). Síðar á sama þingi fluttu þeir Jak. M. og J. Baldv. abra til- lögu um 100 þús. kr. fjárveitingu. Var þá Klemenz þriðji flutnings- maður tillögunnar, og var þessari tillögu trygður meiri hluti at- kvæða í neðri deild, þótt enginn íhaldsmanna greiddi henni at- kvæði, enda þýddi ekki annað; svo megn var mótstaða Jóns Þorl. og Þ. J. gegn framlaginu til bygg- ingarinnar. Þegar hér var komið, og búið var að brjóta íhaldið á bak aftur í þessu máli, og það sá, að það myndi fram ganga, þá kom ann- að hljóð í strokkinn. Nú þóttust allir vera með landsspítala. Og Jón Þorl. taldi það fjárlögununí til gildis, að á þeim væri veitt fé ti! annara eins mannúðarverka og að reisa landsspítala. Óg nú vilja flokksmenn J. Þ. skreyta sig með þessari lánsfjöð- ur og þakka íhaldinu framkvæmd- ir, sem það hefir barist á móti með öllu því kappi, sem íhaldinu er gefið til að standa á móti framförum. En þessi fjöður er laus eins og fleiri slíkar fjaðrir, sem íhaldið skreytir sig með nú undir kosningarnar. Ejaðralausir og fylgislausir, í allri sinni íhalds-nekt eiga þeir að standa frammi fyrir þjóðinni að loknu landkjöri. Ritað 15. júní. SkipasmíðaFnar. Ut af fyrirspurn hér í blaðinu 11. þ. m. um ástæðu fyrir samn- ingum við „Flydedokken" um smíði á nýju skipunum íslenzku hefir frámkvæmdarstjóri Eimskipafélags íslands, hr. Emil Nielsen, skýrt Alþýðublaðinu frá, að hann hafi enga meðgerð haft með smiði strand- varnaskipsins. Um smíði á kæli- skipinu kveður hann hafa verið leitað enskra, danzka og þýzkra tilboða. Tilboðin hafi verið opnuð í viðurvist allra tilbjóðanda eða fulltrúa þeirra í Kaupmannahöfn. Það hafi verið heimtað af alpingi, að skipið væri eins og „Goðafoss“, og því sé eðlilegt, að sú skipasmiðja, sem gerði hann, stæði bezt að vigi að smiða sams konar skip. Annars kveður framkæmdarstjórinn enga ástæðu til að leyna neinu i pessu, og séu upplýsingar til reiðu hveij- um, sem óski. Frá landsfimdi kvenna. Akureyri, 15. maí. Landsfundi kvenna er lokið. Rædd mál þrjá síðustu dagana eru þessi: Bannmálið, kvenna- heimilið, líknarstarfsemi, garð- yrkja, ávarpstitill kvenna, þátttaka kvenna í undirbúningi alþingis- afmælisins 1930. Fulltrúar skoð- uðu klæðaverksmiðjuna „Gefj- unni“, lystigarðinn, gróðrarstöð- ina og Kristnesshælið, og loks var kveðjusamsæti. Unaðsleg veður- blíða. H. B. Hljórasveltm pízka á foram. HJjómsveitin þýzka hélt síðustu hljómleika sína í dómkirkjunni f gærkveldi kl. 71/2. Tímans vegna voru hljómleikarnir ekki eins ve! sóttir og vert hefði verið, þar sem boðið var upp á lög eftir Wagner, Graener og Jón Leifs. Mein var, að hinn rammaukni og hrikalegi forleikur Jóns Leifs skyldi ekki fluttur fram annars staðar en i kirkjunni, svo að fólk gæti láíið hrifning sína í ljós á annan hátt en að sitja hugstola. — Hljómsveitin fer heimleiðis í kvök! með „Lyru“, og fylgja henni kærar þakkir Reykvíkinga fyrir komuna og hljómana, sem hún hefir eftir skiliö. Þakkar- og aðdáunar-verður er og dugnaður, og áhugi stjórnandans, Jóns Leifs, um að koma þessari merkilegu hljómsveitarför í kring og veita löndum sínum með þvi kynni af hljómlist heimsmenningarinnar. Nýjnstn tiðlndi erlend. FB., 17. júni. Myndar Briand stjórn? “ Frá París er símað, að Briandi geri líklega tilraun til þess að mynda stjóm á ný. Enn fremur er talið líklegt, að Herriot og Poin- caré verði ráðherrar. Hætta á þrælkunarlögum. Frá Lundúnum er símað, að Baldwin hafi sagt í þingræðu, að ef til vill vexði að gripa til þess úrræðis að lögbjóða lengri vinnu-

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.