Alþýðublaðið - 18.06.1926, Page 1

Alþýðublaðið - 18.06.1926, Page 1
1926. Föstuudaginn 18. júní. 139. tölublað. ffiefid út af AlpýðoQolckBiuii nptaxti Verkakvennafélagsins „Óska á Siglufirði yfir síldveiðafímann sumarið 1926: 1. Ákveðin trygging til hverrar stúlku kr. 10,00 i húsaleigu og kr. 6,00 í vikupeninga í 8 vikur, alls kr. 58,00. 2. Fyrir að kverka og salta hverja tunnu sildar kr. 0,90. 3. Fyrir að krydda og hausskera hverja tunnu síldar kr. 1,50. 4. Fyrir að krydda og kverka hverja tunnu síldar kr. 1,40. 5. Tímakaup í dagvinnu kr. 0,80 á klst. 6. Eftirvinnu- og helgidaga-vinna kr. 1,00 á klukkustund. Sigiufirði, 16. júní 1926. Stjórnin. Erfemd símskeyfl. Khöfn, FB., 17. júní. Stjórnarörðugleikariiir frönsku. Frá París er símað, að heppn- ist Briand stjórnarmyndunin, þá muni hann heimta ótakmarkað urnboð til þess að framkvæma fjárhagsumbætur, og enn frem- ur krefst hann þess, að jringið lofi [rví, að ieggja engar hindr- anir í veg hans í fjármálunum. Poincaré er fús til þess að verða ráðherra, en gerbótamenn neita samvinnu við hann. Pað er búist við því, að það muni taka langan tíma að mynda stjórnina. Hart á móti hörðu. Frá Lundúnum er símað, að verkamenn hóti megnustu mót- spyrnu- gegn stjórnartillögunni um lengri vinnutíma í kolanámunum. Bókmentafélagsfundurinn í gærkveldi var venju fremur fá- sóttur og stóð að eins í 50 min- útur. Þeir, er úr stjórn höfðu geng- ið, höfðú allir verið endu'rkosni(r með um og yfir 300 atkv., en alls höfðu um 350 félagar kosið. Heið- ursfélagar voru kosnir: dr. Hann- es Þorsteinsson þjóðskjalavörður, dr. Páil E. Ólason prófessor og dr. Valtýr Quðmundsson prófessor. Fé- lagsmenn eru um 1700. Forseti fé- lagsins, dr. Guðmundur Finnboga- son, gat þess, að þegar Sigurður próf. Nordal ferðaðist um Norður- lönd, hefðu margir fræðimenn, sem liann hitti, dáðst að því, hve marg- ir íslenzkir alþýðúmenn væru í Bókmentafélaginu, sein einkum gefur út vísindarit. — Steinn Stein- dórsson í Landakoti hreyfði því, að æskilegt væri, að félagið gæfi út merkar ljóðabækur, sem nú væru orðnar ófáanlegar, og nefndi eink- um til Ijóðmæli Gríms Thomsens og Benedikts Gröndals. Forseti félags- ins taldi það einkum eiga að gefa út þær bækur, sem ekki væru lík- ur til að bóksalar gæfu út styrk- laust. Guðm. R. Ólafsson úr Grinda- vík hreyfði því, senr áður hefir oft verið minst á fundum félagsins, að æskilegt væri, að „Skírnir" væri stækkaður. Kvaðst forseti félagsins því samþykkur, ef fé væri fyrir hendi til þess. Landkj ö rsf undur verður í Hafnarfirði i kvöld kl. 8, þar sern efstu menn flestra landkjörs'- listanna verða mættir. Allsherjar- ■it i. S. 1. á nýja tpröttavellinnm i kvðld kl. 8 verður: Úrsllt á ÍOO stlkai talauplnu. 800 stlku talaup. Hástokkmeð atrennu. Kringlukast. Lanefstökk með atr. 5000 stiku talaup. Aðoðngnmiðar kosta 1 krónu og 25 aura fyrirbðrn. Gunnlaugur Einarsson læknir fór utan með Lyru i gær. Ætiar hann ásamt Ölafi lækni Þor- steinssyni að sitja hálslæknafundinn i Árásum.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.