Alþýðublaðið - 18.02.1920, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 18.02.1920, Blaðsíða 1
Geíið tit aí Alþýdaílokknum. 1920 Miðvikudaginn 18. febrúar 37. tölubl. JafaalartnannastjórB í Sviþjóð. Khöfn 16. febr. Frá Stokkhólmi er símaö, að „Nya úagligt. allehande“ segi, að stjórnin touni leggja fyrir þingið á morgun frv. um að Svíþjóð gangi í þjóða- bandalagið, en að síðan muni hún segja af sér. Orsökin til þess, að hún fer frá, er lagafrumvarp Thorsons fjármálaráðherra, sem sr jafnaðarmaður, um skattafyrir- komulag til sveitasjóða. Búist er við að Thorson verði forsætisráð- herra og að myndað verði jafnað armannaráðuneyti í Svíþjóð. Bakaraverkfall er í Stokkhólmi. |rá Sitður-jótianði. Ivhöfn 16. febr. Frá Flensborg segir í Ritzau- ■skeyti, að Þjóðverjar í Suður-Jót- landi, einkum póstmenn og kenn- arar, reyni að koma í veg fyrir kosningaundirbúning Dana í öðru atkvæðasvæði Suður-Jótlands og að kært haíi verið yfir því til al- þjóðanefndarinnar. Ennfremur segir skeytið að Þjóðverjar hafi breytt út rangar fréttir um kosningaúr- slitin um meirihluta Evrópu. Sftnfregmr aj^Ikureyri. Frá Yerkninannafélaginn. Á aðalfundi félagsins nú nýlega, var stjórnin endurkosin, þeir: Halldór Friðjónsson, ritstjóri, Finnur Jóns- son og Jón Friðfinnsson. Tillög til félagsins voru hækkuð úr 3 kr. í 5 kr. Samþykt að gefa 2000 kr. til heilsuhælis á Norðurlándi. Nýr kauptaxti samþyktur og verð- ur kaupið á Akureyri eftir hon- um: 1 25 kr. daglaunavinna, 1,50 kr. skipavinna og eftirvinna og sunnudagavinna 1,75 kr. og 2 kr. á tímann. Kikhósti og skarlatssótt geng- ur á Akureyri og hafa 7 börn dáið. Nú er eg gramur Kobba. Eg er nú viku eftir viku og mánuð eftir mánuð og ár eftir ár búinn að hlusta á landsverzlunar- söng Jakobs Möller í Yísi. Og alt- af hefir þar verið sama „meló- dían“: landsverzlunin ómöguleg, ófær, óalandi. En eg lét mér söng þennan eins og vind um eyru þjóta. Mér datt ekki í hug að þessi eilífi árniður, þessi aldrei þagnandi sauðarjarmur, mundi hafa áhrif. Mér datt ekki í hug, að þessar stundum heimskulegu, stundum slungnu, en ætíð illgirn- islegu árásir á þörfustu stofnun íslenzka þjóðfélagsins — lands- verzlunina —• hefði áhrif. En hvað skeður! í dag er eg kolalaus og engin kol eru að fá í bænum. Og hverjum er það að kenna, nema þeim manni, sem skamm- aðist í fyrra eins og vitlaus væri yfir kolabirgðum landsverzlunar- innar, hvað þær væru miklar — skammir, sem landsstjórn og lands- verzlun illu heilli hafa látið hafa áhrif á gerðir sínar. Efast nokkur um að landsverzl- unin hefði legið með nægar kola- birgðir, ef Jakob Möller og hið óstöðvandi niðurrifskjaftæði hans hefði aldrei verið til? Enginn þarf að efast um það. Þess vegna er eg nú gramur Kobba. Af því að hann hefir aldrei hugsað um annað en hvað honum sjálfum væri fyrir beztu, til þess að slá sér upp á, sitjum við hioir nú í kuldanum. Einn. JUþincji fíúsvilí? Nauðsyn krefur að reistur sé háskóli, og þá jafnframt stúdentabústaður. Þingið er nú komið sæmilega á laggirnar og fastanefndir allar teknar til starfa. Er það ærið starf sem fyrir þeim liggur, jafnvel þó þetta sé aðeins aukaþing, og er því mikið undir því komið, að þaö og nefndir þess geti starfað sem lengst og óhindraðast. En þegar nefndirnar tóku til starfa, bar strax nokkuð á einu atriði — eftir því sem forseta efri deildar sagðist í ræðu á laugardaginn — sem nokkuð mundi gera störfin óhægri og seinni, og það er húsnæðis- skortur þingsins. Forseti sagðist vera í hálfgerðum vandræðum með það, að raða nefndum niður í herbergin, sem þingið hefir nú yfir að ráða, því flest þau herbergi sem nefndir hafa áður notað, eru nú tept undir kenslu háskólans, sem þó hefir hvergi nærri nógu mikið húsnæði. Er auðsætt hvað slíkt ástand getur tafið störf þings- ins og aukið kostnaðinn við þing- haldið, ef ekki verður hið bráðasta. bætt úr þvi. En það verður tæp- lega gert á annan hátt en þann, að þingið fái alt húsnæði sitt til afnota, en háskólanum verði út- vegað annað í staðinn. Áður hefir verið drepið á það hér í blaðinu, að hreyfing væri mikil meðal stúdenta, að fá reist- an stúdentabústað. Húsnæði það, sem margir þeirra hafa við að búa — ef þeir þá hafa nokkuð — er svo lélegt, að ekki er vansa- laust að Alþingi láti það afskifta-

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.