Alþýðublaðið - 19.06.1926, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 19.06.1926, Blaðsíða 3
19. júní 1926. ALBÝÐUBLAÐID S minkuð svo mjög í meðförum þingsins. En einmitt af pví, að menn sjá þetta, þá vex líka fylgi jafnaðar- mannastjórnarinnar dag frá degi víðs vegar um landið. Og léti stjórnin fara fram nýjar kosning- ar, kæmi það vissulega i Ijós, að jafnaðarmenn stórsigruðu. — — Við, dönsku jafnaðarmenn- irnir, bætir herra Hans Nielsen við, höfum mjög mikinn áhuga fyrir flokksbræðrum okkar hér norður á íslandi. Og sérstaklega fylgjum við með miklum áhuga þeim kosningum, sem nú fara bráðum fram. Jón Baldvinsson er kunnur maður okkur í Kaupmannahöfn, og við virðurn hann mikils. Og þegar síminn bráðum flytur fregnina um það, að hann sé orð- inn landskjörinn alþingismaður, þá mun það vekja mikla gleði hjá okkur, flokksbræðrum hans, í Danmörku. Frá bæjarstjöraarfimði i gær. Halibjörn spurðist fyrir um, hvort ekki yrði farið að byrja á byggingu barnaskólans. Borgar- stjórinn lofaði þá að kalla bygg- ingarstjórn skólans bráðlega sam- an á fund. — Á fátækranefndar- fundi hafði Hallbjörn mótmælt því að gefnu tilefni, að styrkjum til styrkþurfa bæjarfélagsins sé breytt án samþykkis nefndarinn- ar. Á bæjarstjórnarfundinum á- réttaði hann þau mótmæli sín gegn fullkonmu og duldu einræði borgarstjórans eða skrifstofu- stjórnar hans í fátækramáium. Kvaðst hann og ekki kunna við, að fátæklingarnir væru. sérstak- lega látnir greiða kóngsveizlu- kostnaðinn. Pað kom Knúti mjög illa að heyra, og kvartaði hann undan því, að verið væri að stríða sér með kóngsveizlunni. Hins veg- ar félst hann á, að styrkbreytingar skyldu ekki framar gerðar án samþykkis fátækranefndar. Úlafur Friðriksson kvað fátækraflutninga ekki eiga að eiga sér stað án sam- þykkis fátækranefndarinnar. Knút- ur meðgekk, að'])eir hefðu verið framkvæmdir án þess, og sagði það hafa verið gert til að losna við „rövlið" u'ir „bolsum“. — Beiðnir um kvikmyndahúsaleyfi voru teknar út af dagskrá að ósk fjarstaddra bæjarfulltrúa. Loks var lesið upp þakkar- og kveðju- bréf frá þýzku hljómsveitinni. Fundurinn stóð að eins rúma klukkustund. Frá Noregl. Verkbannið í Noregi er búið og þar með aðaldeilunum lokið í ár. Einhverjar iðngreinar eiga þó enn mál sín óútkljáð, hvort sem þar dregur til samkomulags eða ekki. Af símskeytum er erfitt að fá yfirlit yfir vióburðina, og skal því stuttlega greint frá því, hvað nm var deilt, svo og hver úrslit- in urðu. Verkbannið hófst 24. apríl, og voru þá 30—40 þús. verkamanna sviftar atvinnu sinni. Pað voru aðallega 5 atvinnugreinar, sem fyrir þessu urðu: námurnar, járn- iðnaðurinn, byggingastarfsemin, vefnaðarverksmiðjur og skóverk- smiðjur. Atvinnurekendur kröfðust 25 til 32<>/o launalækkunar, dálítið misjafnt í hinum ýmsu greinum. Auk þess vildu þeir fá sumarfrí verkamanna stytt og fleiru smá- vegis breytt sér í vi). Verkamenn neituðu, og málið kom fyrir sáttanefnd ríkisins. Eftir nokkurt þóf kom hún fram með tillögur þess efnis, að kaupið skyldi lækkað um 13—17«/o, en önnur samningaákvæði óbreytt. Pó skyldi mega fara frarn endur- skoðun á samningunum i októ- þer í haust, ef verðlagið í land- inu tæki breytingum til þess tíma, svo nokkru næmi. Að öðru leyti skyldu samningar gilda til næsta vors. Eftir að báðir aðiljar höfðu haft tillögur þessar til meðferðar og greitt um þær atkvæði, kom það á daginn, að atvinnurekendur höfðu samþykt þær, en verka- menn hafnað. Samkvæmt því stöðvuðu svo atvinnurekendur vinnuna. Það, sem mest olli því, að verkamenn höfnuðu þessum til- tíllögum, var ákvæðið um endur- skoðun að hausti. Hafa þeir brent sig á því áður, því þess konar á- kvæði hafa nokkrum sinnum ver- ið reynd og ávalt hlotist óánægja og illdeilur af. Má geta þess t. d., að verkbann það hið mikla, er hófst í Noregi á miðjum vetri 1924 og stóð í þrjá mánuði, átti rót sina að rekja einmitt til slíks ákvæðis og ranglátrar fram- kvæmdar atvinnurekenda á því. Hins vegar voru verkamenn ekki ófúsir til að ganga að nokk- urri kauplækkun í samræmi við verðlagsbreytinguna. I mars í fyrra var vísitalan 271. Á sama tíma í ár var hún komin niður í 225. — Þá er verkbannið hafði staðið einn mánuð, tók sáttanpfndin aft- ur til starfa. Árangur -þeirra samninga voru nýjar tillögur frá nefndinni, sem gengu út á sömu kauplækkun og hinar fyrri, en siðan skyldi ekki hreyft við samn- ingunum fyrr en í fyrsta lagi í \ febr. næsta ar. Þessar tillögur hafa nú báðir aðilar samþykt, og þar með er deilunni lokið. 1 skeytum hefir staðið það eitt um úrslit þessara rnála, að verka- menn hafi orðið að sætta sig við launalækkun. Mætti af því ráða, að þeir hafi beðið algerðan ó- sigur. Svo er þó ekki, eins og sjá má af ofanrituðu. Lækkunin er lítil í samanburði við hinar upp- haflegu kröfur atvinnurekenda, en að öðru leyti er hún í samræmi við lækkun vísitölunnar. Hafa því verkamenn haldið velli. Vitaskuld má segja, að 5—6 vikna vinnuteppa hafi kostað mik- ið bæði sjálfa málsaðilja og þjóð- félagið. Á því bera þó verkamenn ekki ábyrgð. Það voru atvinnu- rekendur, sem sögðu upp samn- ingum þeim, er út runnu i vor. Það voru einnig þeir, sem lok- uðu verksmiðjunum og stöðvuðu framleiðsluna. Eftir að þetta var skrifað, kem- ur fregn um, að bæjarverkamenn í Osló séu í þann veginn að hefja verkfall. —rn—. Messur á morgun: I dómkirkjunni kl. 11 síra Bjarni Jónsson, kl. 5 síra Frið- rik Hallgrhnsson. í fríkirkjunni kl. 2 síra Gunnar Árnason. 1 Landa- kotskirkju kl. 9 f. m. hámessa, kl. 6. e. m. guðsþjónusta með predikun. — I sjómannastofunni kl. 6 e. m, guðsþjónusta. Allir velkomnir.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.