Alþýðublaðið - 23.06.1926, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 23.06.1926, Blaðsíða 4
4 þessum stutta tíma reist við heið- ur og fjárhag hennar. Takist jjessum herrum að ná völdum í Reglunni, verður óhætt að syngja líksöngssálma í fleiri stúkum en enn er gert. 30 ára Goocl-templcir. Inniei&d tíðindi. Akureyri, FB., 19. júní. Gjafir til heilsuhælis Norður- lands. Konungur gaf 1000 krónur í heilsuhælissjóðinn. Ragnar Ölafsson og frú héldu hátíðlegt silfurbrúðkaup sitt i gær og gáfu þá 1500 krónur tii Heilsu- hælis Norðurlands. Um datjinn og veginn. Næturlæknir er í nótt Arni Pétursson, Upp- sölum, sími 1900. Veðrið. Hiti 15—8 stig. Átt vestlæg og yfirleitt hæg. Þurviðri. Loftvægis- hæð 771 fyrir sunnan land. Otlit: Svipað veður. Allsherjarmót í. S. í. Til úrplita var kept í gærkveldi í 4x100 st. boðhlaupi, og vann 1. R. það á 49 sek. og varð þar með sig- tirvegari mótsins. Mótinu er nú lok- ið, og hefir í. R. unnið með 46 stig- um; K. R. hlaut 43 st., Ármann 38 og önnur félög færri. Flest ein- staklingsyerðlaun heíir hlotið Qarð- ar S. Gíslason. Verðlaun verða há- tiðlega afhent á laugardaginn. — Islandsglíman verður ekki háð fyrri en glímumennirnir koma heim frá Danmörku. — Knattspyrnumót ís- lands hefst á föstudaginn, og keppa fimm félög, 4 félögin hérna og knattspyrnusveitin, sem hingað er komin frá Vestmannaeyjum. Alþýðuf ólk! Neytið aðstoðar kosningaskrifstofu A-listans í Alþýðuhúsinu, sími 1294. Skipaferðir. „Island'* fer í kvöld kl. 8. Með því fara m. a. lögjafnaðarnefndar- mennirnir dönsku, Hans Nielsen, Kragh fyrv.. ráðherra og Arup pró- fessor. Alþýðuleiðtogarnir útlendu, þeir Hans Nielsen fólksþingsmað- ur frá Danmörku og Karl Bergström ritstjóri og rikisþingsmaður frá Sví- þjóð, fara heimleiðis með Islandi í kvöld. Þeir vænta þess báðir fast- lega, að Alþýðuflokkurinn komi að 1 b 5 i *: u 5 *' i P * O fulltrúaefni sínu við landskjörið. Karl Bergström hefir ritað tvær greinir fyrir Alþýðublaðið um sænsk stjórnmál, og birtist hin fyrri hér í blaðinu í dag. Hið islenzka prentarafélag. Reykjavíkurdeild þess heldur fund í kvöld kl. 8 í kaupþingssalnum. Fulltrúafundur félagsins verður á morgun, á nafndegi Jóhannesar Qutenbergs. Stórstukuþingið. Vegna sérstakra orsaka hefir sú breyting orðið á setningu stór- stúkuþingsins frá því, er auglýst var í gær, að guðsþjónustan fer fram í fríkirkjunni. Sjá auglýsing- una í blaðinu í dag! íþökufundur i kvöld. Stórstúkumál rædd. Séra Ingimar Jónsson á Mosfelli kom ásamt konu sinni og syni til borgarinnar í gær. Sækir hann prestastefnuna, er hefst á föstudaginn. Vertiðarlok á Suðurlandi eru í dag eftir al- manakinu. Togararnir éru þó yfir- leitt löngu hættir veiðum. Formenn ungmennafélaganna halda fund í Iðnaðarmannahúsinu þrjá næstu daga. Byrjar hann kl. 9 í fyrra málið. Togarinn Gylfi kom í morgun af veiðum með 67 tunnur lifrar. Listasýningin í Listvinafélagshúsinu er opin fram eftir kveldinu, svo lengi sem fáninn er uppi. Á sýningunni er 171 listaverk. Kennaraþingið. I gær talaði Ásgeir Ásgeirsson um breytingar þær, er síðasta þing gerði á fræðslulögunum. Sigurður Jónsson skólastjóri flutti inngángs- erindi að umræðum um vanrækt börn og meðferð á þeim. Um kvöld- ið sýndi Gísli Jónsson kennari skóla- kvikmyndir með kvikmyndavél öarnaskólans hér. Gengi erlendra mynta í dag: Sterlingspund. 100 kr. danskar 100 kr. sænskar 100 kr. norskar ltr. 22,15 — 120,77 — 122,40 — 100,80 Dollar 4,56V2 100 frankar franskir. 100 gyllini hollenzk 100 gullmörk þýzk. — 13,10 — 183,34 — 108,52 Var það ekki prentvilla? „Tíminn" segir á laugardaginn: „Enginn flokkur er ákveðnari með járnbraut en Framsóknarflokkurinn, samanber tillögu Jörundar Bryn- jólfssonar á síðasta þingi.“ Átti það Nýkomlð: Alls konar prjönapsysur á unglinga' og fullorðna, einnig fyrir karlmenn og kvenmenn, þar á meðal hinar ágætu, þýzku drengjapeysur, sem eru sérlega sterkar, en þó ódýrar, ásamt alls konar karlmanna og kvenna ppjónaiaærf atsiadl. ÁsgJ.fiunnlaugssonSGo. Austurstræti 1. Allar stærðir af oankinsfatinaði, á börn frá 4 ára aldri og upp eftir, einnig svartar regnkápur, á drengi og stúlkur, á öllum aldri, ásamt alls konar olíufatnaði, á karlmenn, unglinga og kvenfólk. ísg. G. Gunnlaitgsson & COa Austurstræti 1. Mjólk og rjómi fæst í Alþýðubrauð- gerðinni á Laugavegi 61. ekki; að vera: Samanber ræðu Sveins f Firði? Asiuflugið danska. Flugmaðurinn Botved var um helgina á heimleið í Siberíu, fór frá Irkutsk á laugardaginn að því, er sendiherra Dana tilkynnir. Landkjörslistarnir. /i-listinn er alþýðulisti. B-listinn er Bríetar-Iisti. C-Iistinn er cements-listi. D-listinn er deyfðar-listí. £-listinn er einskis-listi. Sjómerki. Fjórar v'örður á _að reisa við Sveinseyri á Tálknafirði, til að sýna innsiglingu og legu skipa. Athyglisverð grein um einræði Mussolinis og áþján ítala af völdum Svartliða er í síð- ustu „Lögréttu". Afneitun. „Mgbl.“ afneitar Sigurði Eggerz núna fyrir kosningarnar, en auð- vitað eru það að eins ólíkindalæti á meðan. Allir kunnugir vita, að S. E. er harðtrúlofaður íhaldinu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.