Alþýðublaðið - 25.06.1926, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 25.06.1926, Blaðsíða 3
ÁLfifÐU&L'ÁölD 8 fjárgreiðslur verði óhjákvæmlleg- ar. Menn búast við hörðum deilum um upphæðina. Náist ekki sam- komulag í málinu, hótar stjórnin valdaafsali eða þingrofi. Kolanámuverkfallið. Frá Lundúnum er símað, að búist sé við því, að sáttatiiraun verði gerð í kolamálinu áður en þingið afgreiðir tillögu stjórnar- innar um lengri vinnutíma. Tyrkneskir pingmenn hand- teknir. Frá Miklagarði er símað, að Ke- raal Pasha hafi látið handtaka 25 þingmenn úr andstæðingaflokkn- urn vegha samsæris gegn hon- um sjálfum. Khöfn, FB., 24. júní. Franska stjórnin mynduð. * Caillaux er fjármálaráðherra. Frá París er símað, að Briand hafi myndað stjórn með þátttöku miðflokkanna og gerbótamanna. Caillaux er fjármálaráðherra, en hann setti það skilyrði, aö Poin- caré yrði ekki ráðherra. Flestir ráðherrarnir eru hinir sömu og áður nema Painlevé; hann er ekki í hínni nýju stjórn. Ýfingar auðstjórnarinnar brezku við Rússa vekja æsing- ar i Moskva. Frá Moskva er símað, að tals- verðar æsingar séu þar i borg í garð Englendinga. Múgurinn réðst á enskar verzlunarskrif- stofur, en lögreglan dreifði hon- um. Um daginn og veginn. Næturlæknlr er í nótt Guðmundur Guðfinnsson, Hverfisgötu 35, sími 1758. Fult tungl pr í kvöld kl. 8 og 13 mín. Páll ísólfsson heldur hljómleika í fríkirkjunni á sunnudaginn kl. 9 síðd. og leik- ur þá á hið nýja orgel kirkj- unnar. Má þar búast við ágætum hljómleik, þar eð saman fer snild Páls og nýtt hljóðfærið, og frú Erica Darbo syngur einsöngva. Stórstúkuþingið. í gær var sett 26. ársþing Stór- stúku íslands, í Goodtemplarahús- inu hér. Hófst þingið með guðs- þjónustu í fríkirkjunni kl. 1 e. h., og sté séra Árni Sigurðsson í stól- inn. Þingið sitja nú þegar 82 full- trúar1 og von á fleirum. Má vænta þess, að á þessu þingi, sem háð er á 40 ára afmæli Stórstúkunn- ar, verði ötullega tekið á bind- indis- og bann-málinu, og að eftir þetta þing liggi einhverjar þær framkvæmdir, sem verða megi því þjóðheillamáli til framgangs og viðreisnar i náinni framtíð. — Hingað til hefir Reglan haft for- göngu í bindindis- og bann-má}- inu, og væri óskandi, að henni tækist enn á ný að hefja upp merki bannsins, svo að land vort yrði sem fyrst laust við þrælsok það, sem hinn illræmdi Spánar- samningur er. HarmonikH-hljómleikurinn. er í kvöld í Nýja Bíó kl. 7V2. Knattspyrnumótið. I gærkveldi vann Víkingur Val með 4:1.1 kvöld keppa Fram og K. R. Kept verður á hverju kveldi framvegis, þar til mótinu er lokið. Við sundskálann syntu f gær níutíu manns. Hita- stig sjávarirns var 15 stig. Nú er bryggjan fullger, og bætir það að- stöðuna að miklum mun. Leikirnir eru einnig ágætlega sóttir. Margir kvarta undan því, að langt sé að ganga alla leið út í eyju. Væri vafalaust hægt að hafa atvinnu við að flytja fólk frá steinbryggj- unni. Ef einhver vildi athuga það, ætii hann að tala við sundskála- vörðinn. Veðrið. Hiti 16—9 stig. Heitast á Akur- eyri. Átt víðast vestlæg eða suð- læg, hæg. Loftvægishæð fyrir sunnan land. Útlit: Hæg vestan- átt. Skúrir sums staðar á Suður- og Vestur-landi. Dánarfregn. Sigurður Jónsson, hómópati, á Bragagötu 25 hér í bænum, andað- ist á Akranesi í fyrra dag. Fór hann þangað á miðv.dag og var þá las- inn. Hann var 84 ára gamali. Miður smekkvislegt var það í ræðu Jóns Þorláksson- ar við komu „óðins“ í fyrra kvöld að sletta lofi um einstaklingsfram- taldð í sambandi við „Þór“ og strandvarnirnar, þar sem ríkið er nú að taka við útgerð „Þórs“. Kennarapingið. í fyrra d. flutti Lúðv. Guðmundss., náttúrufræðikennari við Mentaskól- ann, inngangserindi að umræðum um náttúrufræðikenslu og Sigurður prófessor Nordal fyrirlestur um þau verðmæti, sem hvorki verða mæld né vegin. Kosin var stjórn Kennara- sambandsins til næsta vors: Bjarni Bjarnason skólastjóri í Hafnarfirði, | Kosni ngarskrifstofnr A-listans. f Reykjavík: Alpýðuhúsið, opin 6 —10, Sími 1294. f Hafnartirði: Skrifstofa Sjómannafélags- ins, opin 6—10, sími 171. Sigurður Jónsson; skólastjórl í Reykjavík, Klemenz Jónsson skóla- stjóri á Álftanesi, Guðjón Guðjóns- son og Guðmundur Davíðsson kenn- arar í Reykjavik (endurkosnir), Þorsteinn G. Sigurðsson kennari í Rvík og Sigurður Jónsson skóla- stjóri á Seltjarnarnesi. f varastjórn voru kosnir: Hallgrímur Jónsson og Aðalsteinn Eiríksson, kennarar í Reykjavík og Isleifur Jónsson skóla- stjóri í Rvik. Bjarni hefir jafnan verið forseti sambandsins þau rúm- lega 5 ár, sem það hefir starfaö. — Að lokum var skilnaðarsamsæti. Á þinginu mætíu nálægt 70 kennarar víðs vegar af landinu. Nánari frá- sögn af gerðum þingsins verður væntanlega birt á bak landskosn- ingunum. - í fyrra d. misprentaðist föðurnafn Gísla Jónassonar kennara, er sýndi skólakvikmyndir á þriðju- dagskvöldið. Skipafréttir. „Annaho“, aukaskip Eimskipafó- Iags Islands, fór héðan í fyrra dag. Kemur það við í Björgvin í Noregi, en fer síðan til Spánar með fisk. „Island“ fór héðan utan í fyrra dag. — Herskipið „Geysir“ kom í morgun. Lík forsætisráðherra var flutt heim laust fyrir hádegi. Benediktsdóttir en ekki Guðmundsdóttir, er Ingi- björg, kona Steinþórs Guðmundsson- ar. (Sjá stórstúkufulltrúafréttir í blaðinu fyrr í vikunni). Prestastefnan var sett kl. 1 í -dag. Kl. 8V2 í kvöld flytur Sigurður prófessor Sívertsen erindi fyrir almenning í dómkirkjunni. Eitt „siðbótaru-afrekið enn. Vandlætarinn um íslenzka bláða- mensku, ritstjóri „Varðar“, Kristján Albertsson cand. phil., hefir séð sér leik á börði að veitast í blaði því, er hann ber ábyrgð á, að fulltrúum Alþýðuflokksins í bæjarlaganefnd bæjarstjórnarinnar, meðan þeir eru staddir í öðrum landsfjórðungi, fyrir afstöðu þeirra gagnvart leyf- isbeiðni Lárusar hæstaréttarmála- flutningsmanns Jóhannessonar til kvikmyndasýninga. Er gefið í skyn, að afstaða þeirra sé háð (eða I

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.